Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 15
[ VA Iv A j
NÝUNGAH I' SKÓLAMÁLUM.
333
nái hámarki uin sextán ára aldur. Mun inörgum þykja
sú kenning fjarstæÖ, en jiess ber að gæta, að hér er
hvorki átt við þelckingu né lifsreynslu, sem eykst fram
eftir æfinni og gerir menn hæfari til að njóta gáfna
sinna. Mönnuin getur farið fram til fertugs aldurs, þó
gáfnaþroskinn stöðvist á unglingsárunum. Gáfað harn
kann ekki þau tök á viðfangsefnum lífsins, sem heimsk-
ur maður, en fullvaxinn, hefir tamið sér. Gáfnapróf
þau, er haldin voru yfir nýliðum ameríkska hersins í
ófriðnum mikla, virtust leiða í Ijós, að þeir stæðu yfir-
leitt ekki framar l'jórtán ára unglingum að gáfna-
þroska. En hvað sem því líður, þá eru nú gerðar til-
raunir til að finna aldursþroska barna og unglinga með
sérstökum prófum. Aðalörðugleikarnir eru þeir, að illt er
að gera þannig úr garði próf, að þau taki til gáfnaþrosk-
ans, án þess að þekking og kunnátta renni þar sam-
an við. Viðfangseíni þarf að nota, og þau viðfangsefni
er örðugt að la, sem leiða í ljós hæfileikana sjálfa,
og verður víst seint siglt lram hjá öllum skerjum á
þessari leið. Enn örðugra mun að koma við nokkurum
mælingum, þegar um er að ræða siðferðisþroska og
viljastyrk, og má óefað fullyrða, að það, sem mestu
skiftir um eðli manna og innræti, verði aldrei í töluin
hundið. Hið innsta eðli mannsins, gáfur, göfgi og þrek
er yfir tölurnar hafið. Mannssálin er ómæliseind, sem
ekki verður með tölum táknuð.
Mælingamennirnir liafa fastari tök, þegar kemur að
þekkingu nemenda og leikni. Sá árangur af uppeldis-
starfinu hefir jafnan verið mældur, og má án efa hæta
stórlega um þær aðferðir, sem tíðkast hafa í því efni.
Óljóst hughoð og lauslegt mat hefir lönguin verið undir-
staða einkunnagjafanna, og munu kennarar vfirleitt
ekki svo ánægðir með núverandi aðferðir sínar í því
efni, að þeir taki ekki með þökkum hverri nýrri að-
ferð til að ná meiri nákvæmni og öryggi um einkunna-
gjafir, Bæði kennslunnar og nemendanna vegna verða