Vaka - 01.11.1927, Qupperneq 18
ÁSGEIR ÁSGEIUSSON:
[vaka]
336
ursskeiði, áþekkir um hugsunarhátt og venjur. Hver
flokkur er i vissum skilningi hjörð, þar sem hver dregur
dám al' öðrum, hjörð undir forustu eins eða fleiri fyrir-
liða, sem ráða mestu um flokksbraginn. Kennarinn
stendur fyrir utan; honum er nauðsyn að ná tökum á
fyrirliðunum; þá hefir hann hjörðina á valdi sínu. Hon-
um er gjarnt að beina máli sínu til allra í einu og verður
yfirleitt að fara með hópinn eins og eina heild. Og þó
er þessi heild gerð al' mörgum einstaklingum, sem hafa
sin sérkenni, er heimta sérstaka athygli og ólík atlot.
Kennurum tekst misjafnlega að taka tillit til einstak-
lingseðlisins, einn er gáfaður, annar tregur, einn fljót-
lyndur, annar seinlátur o. s. frv. Þörf einstaklingsins
verður oft að lúta nauðsyn heildarinnar. Gegn þessu
fyrirkomulagi rísa nú margir af spámönnum uppeldis-
málanna. Þeir halda fram lcröfum einstaklingsins,
hannfæra deildaskiftinguna, stundaskrána og bekkjar-
kennsluna. Og þó hefir þetta fyrirkomulag öruggan
fjárhágslegan bakhjarl. Fyr á tímum, þegar aðalsmenn
og höfðingjar sátu einir að hlunnindum menningar-
innar, var hægt að kosta einn kennara á nemanda. En
nú, þegar fræðslu- og skólaskylda er upptekin, hefði
mannkynið ekki annað að gera en að kenna börnum,
ef fullnægja ætti þeim kröfum. Það verður því að hafa
önnur ráð. í þessa átt verður tæplega langt komizt
með fækkun barna i hverri deild; það strandar á hin-
um fjárhagslegu ástæðum. Það er vart um annað úr-
ræði að tala en skifta deildunum upj) í smærri
flokka. Jesúítar höfðu slíka flokkaskifting í hinum
frægu skólum sínum, en þar var samkeppnin milli
einstaklinga og flokka slagæð skólakerfisins. Hin nýrri
uppeldisfræði ætlar samvinnunni meðal einstaklinga
hvers starfsflokks að ala nemendurna upp til góðs
þegnskapar. Flokkun nemendanna innan hverrar deild-
ar tryggir betur en við bekkjarkennsluna þátttöku hvers
einstaklings, eigið starf og sjálfmenntun. Fram hjá því