Vaka - 01.11.1927, Side 30

Vaka - 01.11.1927, Side 30
348 HERMANN JÓNASSON: VAKi] brotanna. Þegar maður stelur, segir hún, að það sé fyrir þjófnaðartilhneigingu hans; ef maður ber á öðr- um, er það vegna þess, að hann hefir vont hugarfar til meðbræðranna. En það var enn ekki spurt: Hvers- vegna hefir þjófurinn þjófnaðartilhneigingu og óróa- seggurinn vont hugarfar? IV. Það féll ekki í hlutskifti lögfræðinganna að Ieysa refsiréttinn úr læðingi; það er aðallega verk náttúru- og þjóðfélagsfræðinganna. Árið 1876 kom út hið mikla ritverk ítalska læknisins Cesare Lömbróso, sem gert hafði all-víðtækar rannsóknir á afbrotamönnum. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að allir — eða flestir — afbrotamenn taki glæpatilhneiginguna að erfðum frá forfeðrum sínum, hún stafi af sérstakri líkams- og sálarbyggingu. Samkvæmt kenningu hans eru afbrota- mennirnir „fæddir“ afbrotamenn, þeir eru úrkynjaðar mannverur. — Þessar kenningar telja menn nú ekki reistar á nægilega víðtækum rannsóknum, og frá þeim er horfið í þeirra einhliða formi, en merki Lombroso’s hefir þó verið tekið upp og borið fram til sigurs. Hann spyr fyrstur manna og rannsakar vísindalega: Hverjar eru orsakir afbrotanna? — Það var þessi spurning, sem vakti gömlu refsiréttarfræðingana af svefni staðhæf- inganna. Stefna Lombroso’s lekk þegar marga ágæta for- mælendur og meðal hinna heztu og ötulustu þeirra má telja austurríkska refsi- og þjóðréttarfræðinginn Franz v. Liszt (f. 1851, d. 1919). — Hann stofnaði merkt liinarit, sem ræddi hegningarmálin og hefir mikil á- hrif haft. Hann stofnaði til alþjóðafélagsskapar meðal yngri refsiréttarfræðinga og var lífið og sálin í þeim félagsskap alla æfi. Starfsstefna eða orðtak þessa fé- lagsskapar var, að refsingar væru ekki eina leiðin til þess að vinna á móti afbrotum, og sýnir það greinilega stefnumuninn frá því, sem áður var — þvi gamla

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.