Vaka - 01.11.1927, Page 33

Vaka - 01.11.1927, Page 33
[ vaka] UM REFSIRÉTT OG REFSIFRAMKVÆMI). 351 Orsökum glæpanna hefir verið skift í þrjá aðal- flokka: Meðfætt innræti glæpamannsins, umhverfið, sem hann lifir í, og líkamsástand hans, sem hefir á- hrif á hugarfarið. Hverjar af þessum þrein meginor- sökum valda mestu, er deilt um. Sumir halda því l'ram, að meðfætt innræti ráði mestu (mannfræðis- stefnan), aðrir halda, að þjóðfélagsaðstæður og um- hverfi afbrotamannsins séu aðalorsakirnar, án þess þó að neita því, að meðfætt innræti sé og rik orsök (kriminal sociologiska stefnan). Fyrsta afleiðingin af því, að hin nýja stefna lítur þannig á viljalifið, verður, að endurgjaldskenningin hryiiur — sem fyr segir — því án frjáls vilja er eng- in sekt, og án sektar er ekkert réttma;tt endurgjald. Réttinn til að refsa byggir nýja stefnan á því, að þjóð- félagið á ætíð á hverjum tíma verðmæti, sem eru þvi sérstaklega dýrmæt, vegna þess að þau eru lífæðarnar i framþróun þess og allri almannaheill nauðsynleg. Má sein dæmi nefna mannslífin, almennan frið, heið- arleg viðskifti, friðhelgi eignaréttarins o. s. frv. Um þau verðmæti, sem þjóðfélagið á hverjum tíma telur sér mesta lífsnauðsyn að vernda —- en það fer eftir menningu þess — hleður það einskonar varnargarða: refsilögin. Með hirtingu refsilaganna eru einstakling- arnir varaðir við því að skerða tiltekin verðmæti, en þeiin, sem það gerir, ógnað með refsingu. Ef einhver samt sem áður stígur inn fyrir varnargarðinn, hrýtur gegn hegningarlögunum, með því að vinna eitthvert það verk, sein þjóðfélagið hefir lýst yfir í refsilögum, að það telji sér fjandsamlegt, hefir sá einstaklingur með ])ví sýnt, að hann er óvinur þjóðfélagsins og velferð heildarinnar hættulegur. En af þvi leiðir, að þjóðfé- lagið hefir rétt til að gera sínar varnarráðstafanir, til að verja sína hagsmuni. Þessi vörn þjóðfélagsins er meðal annars refsingin, hún er nauðsynleg, því að af- nema hana, enn sem komið er, væri að innleiða hefnd-

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.