Vaka - 01.11.1927, Side 35

Vaka - 01.11.1927, Side 35
[ V A KA ] UM REFSIRÉTT OG REFSIFRAMKVÆMD. 35S ferð heildarinnar. Hin nýja stefna telur það því við- líka óskynsanilegt, að fastáfiveða fyrirfram, eins og gamla stefnan hefir gert, hve mikla refsingu hver af- brotamaður eigi að þola, og ef læknir úrskurðaði það fyrirfram, hve Iengi hver sjúklingur, sem lagður er inn á sjúkrahús til lækninga, eigi að dvelja þar, og léti hann síðan fara á tilteknum degi, hvernig sem á stæði. Allir munu skilja, hvílkar afleiðingar þess oft yrðu fyrir sjúklingana; — svipaðar eru afleiðingarnar oft fyrir afbrotamennina. — Nýja stefnan telur því nauðsynlegt að nota hegningardóma, sem eru óákveðn- ir. Afbrotamaður er t. d. dæmdur í 2—(i ára betrunar- hússvinnu; 2 ár er lágmarkið, en 6 ár hámarkið. Það fer svo eftir framferði afbrotamannsins í fangahús- inu og viðkynningu yfirstjórnar þess við hann, hve- nær hann vinnur aftur frelsið. Fanginn verður að vinna sig upp stig af stigi með iðjusemi og góðu fram- ferði, unz hann er talinn hæfur til að lifa frjáls í þjóðfélaginu án þess að vera því hættulegur. — Það er undir honum sjálfum komið, hve langan tíma þetta tekur. — Nýja stefnan ' miðar þannig refsingarnar ekki aðallega við afbrotið, heldur við manninn, sem framdi það. — VI Það er einkennilegt til umhugsunar, að gamla stefn- an refsar vegna þess, að hún telur viljann frjálsan, en hin nýja vegna þess, að viljinn sé háður. Ef viljinn væri ekki háður, væri engin skynsemi í því að refsa — en vegna þess, að viljinn er háður orsökuin, er ein- mitt liklegt, að refsingarnar nái tilgangi sinum. Með því að nota refsinguna til að nema burt úr lifi afbrotamannsins þá þætti, sem leiða hann til að fremja afbrot, en koma inn i líf hans öðrum, sem hafa gagn- stæða verkun á viljalíf hans, tekst þráfaldlega að gera spilltan afbrotamann aftur að heiðarlegum inanni. 23

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.