Vaka - 01.11.1927, Page 36

Vaka - 01.11.1927, Page 36
HERMANN JÓNASSON: [vaka] 354 Þetta er auðveldara, eí' gert er á uhglingsárunum, áður en viljalíf afbrotamannsins full harðnar. En þeim venj- um eða löstum, sem eru orsakir flestra afbrota, svo sem langvarandi slœpingsháttur, drykkjuskapur, vont félagslíf o. 11., verður ekki útrýmt nema með því móti að temja afbrotamanninum aðrar venjur. Það, sem bezt stælir viljalíf afbrotamannsins og beinir í rétt horf, er reglubundin vinna. Ef það tekst að temja af- brótámönnunum reglubundna vinnu og kenna þeim ást á vinnunni, er þessum orsökum afbrotanna þar með útrýmt og manninum venjulega borgið. „í sveita þíns andlitis skalt þú þíns brauðs neyta“ er eitt bezta boð- orðið, sem mannkynið getur lifað eftir, þvi ef þessu boði er fylgt, verða flest önnur boðorð óþörf. — Að temja föngunum reglubundna vinnu er fyrsta boðorðið í hverju nýtízku fangahúsi nútímans, — og að halda af- brotamönnum til vinnu, eftir að þeir koma úr fanga- húsunum, er talið ekki síður nauðsynlegl. — Rannsókn á þeim orsökum, er skapa það viljalíf, er leiðir einstaklinginn inn á glæpabrautina, hefir leitt at- hygli refsiréttarfræðingánna að uppeldi barnanna. „Frels- ið barnið og glæpunum er útrýmt“ er heróp þeirra, sem lengst ganga á þessu sviði. Ekkert er greinilegra séreinkenni hinnar nýju stefnu en einmitt viðleitnin að f y r i r b y g g j a afbrotin. Engir hafa bent jafn greinilega og forvigismenn nýju stefnunnar á það, hve vonlaust er að hamast einatt á afleiðingunum (glæp- unum), en láta orsakirnar eiga sig. — Allir refsirétt- arfræðingár nútímans eru sammála um það, að aðal- áherzluna beri að Ieggja á að fyrirbyggja með því að skapa sem bezt uppvaxtarskilyrði fyrir hvert barn og hvern ungling, og temja þeim strax á uppvaxtarárun- um þá ráðbreytni, sem gefur einstaklingunum kjöl- festu i lífinu. — Það er inarg reynt, að þeir einstak- lingar, sem byrja í bernsku á afbrotum og alast upp i löstunum, verða verstu böðlar þjóðfélagsins, og annað

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.