Vaka - 01.11.1927, Page 44

Vaka - 01.11.1927, Page 44
362 KRISTJÁN ALBERTSON: Ivaka] „Flestir vorir lærðu menn, hvað þá heldur aðrir, eru ómenntaðir að skáldskaparsmekk“, sagði Jón Ólafsson (i æfisögu Kristjáns Jónssonar). Þessi orð standa enn i fullu gildi. íslendingar hafa yfirleitt litið vit á skáld- skap, nema þá helzt ferskeytlum. Blöð vor og tímarit geyma sæg ritdóma eftir menn, sem tekið hafa háskólapróf, þar sem talað er með há- tíðlegri virðingu um illa skrifaðar og andlausar skáld- sögur og einkisvert ljóðagutl. En því menntaðra smekks sem skáldverk krefst af lesanda sínum, til þess að hann fái notið þess, því nær sem það kemst því marki, að vera boðlegt hvar sem er i heimi, því ó- vissara er að það verði nokkurs metið af íslenzkum lesendum. III. Síðustu áratugi hefir jijóð vor haft meira fé lianda í milli en nokkru sinni fyr. Framtakið hefir vaxið á öllum sviðum verzlunar og framleiðslu — nema einu: Bókaútgefendur eru næstum úr sögunni. í höfuðstað landsins er ekkert bókaforlag til. Einstaka bóksalar gefa út eina og eina bók, aðallega þó kennslubækur handa skólum. Enginn þeirra biður nokkurn rithöfund að skrifa hók fyrir sig. íslenzkir höfundar verða nú vfirleitt sjálfir að sjá um útgáfu hóka sinna. Þeir fá kunningja sína til þess að ganga með áskriítalista og biðja menn að skuldbinda sig til þess að kaupa bók, sem út verði gefin, — sem þeir vita ekkert um, hafa ekki heyrt eða lesið neinn dóm um. Þeir, sem ekki kunna við jiessa útgáfuaðferð, geta ekki skrifað fyrir islenzku þjóðina. Oss er títt að guma af því, að íslendingar séu ein- hver mesta bókajijóð í heimi. Sannleikur þessarar staðhæfingar er sá, að íslenzk aljjýða til sveita var til skamins tíma bókhneigðari en bændastéttir annara Janda. Enginn veit hve lengi það helzt, eftir að íslenzk-

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.