Vaka - 01.11.1927, Side 48

Vaka - 01.11.1927, Side 48
KRISTJÁN ALBERTSON: [vaka] 366 skírlífur, að liann geti ekki tekið betri siði, ef hann að- eins ljær menntuninni þolinmóðlega áheyrn“. Þessi sama trú á mátt menntunarinnar til þess að l'ága og siðþroska mennina kemur frain hjá vitmÖnnum allra þjóða. En Ragnheiði litlu var lokað og byrgt hvert Ijós sem í bókmenntum skín segir Stephan G. Stephansson, þegar hann er að skýra ógæfusamleg örlög söguhetjunnar í „Á ferð og flugi“. Og hver sá, er nokkuð hefir lesið að ráði, veit að hann væri annar maður, fávísari og óþroskaðri, ef hann hefði aldrei tekið sér bók í hönd. Bókmenntir, í strangari merking orðsins, er allt það sem ritað er af list og hefir almennt gildi. Listaverk kölluin vér góða bók vegna þeirra sérstöku áhrifa sein hún hefir á sál einstaklingsins. Það er vert að dvelja hér sem snöggvast við þau áhril', enda þótt ekki verði neina að litlu leyti gerð grein fyrir þeim í stuttu ináli. í hvaða sálarástandi skilur t. d. göfug skáldsaga við mann, sem á annað borð er hæfur til að njóta hennar? Hann er gagntekinn heitri andlegri nautn, en hún getur verið margvíslegs eðlis, eftir því hverjar tilfinn- ingar segja sterkast til sin. Ef til vill eru áhrifin aðallega í því fólgin, að þeg- ar hann lítur upp að lestrinum loknum er athyglin skerpt, ímyndunin næmari og frjórri en venjulega, og upp úr huldum lindum í sál hans stíga dularfullir og töfrandi litir, sem sveipa menn og mál og hluti og gefa öllu sterkara og dýpra líf. Yfir þeim minningum, sem vakna, er nýtt og annarlegt ljós, sem gerir þær áhrifa- meiri, blæmeiri. Konuandlit, sem hann virðir fyrir sér í huganum, verður sálríkara og undursamlegra en áð- ur. Herbergið, sem hann situr í, er allt i einu orðið að glöggri og einkennilegri mynd af kjörum hans, smekk og lifsvenjum, sem hann hafði aldrei fvr tek- ið eftir. . . . Hann gengur út. Svali og tærleiki haust-

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.