Vaka - 01.11.1927, Síða 50
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
þeirra hughrifa, sem listaverk valda? Hver getur Iýst
til nokkurrar hlítar mætti listanna til að vekja hjart-
að og' dýpka skilninginn?
Ef til vill hafði bókin fyrst og fremst vakið lesand-
anum hrifning af snilli, viti og töfrum þeirrar manns-
sálar, sem hafði skapað hana i inynd sinni. Þessi
hrifning veitir honum aukinn styrk til manndáðar, —
til að vera stórsýnn á alla hluti, til að taka ákvarð-
anir, sem hann hefir kveinkað sér við. Hann er frjáls-
ari, kjarkmeiri, stæltari en i hverdagsskapi, færari um
hver þau tök á veruleikanum, sem krefjast dreng-
skapar og krafts. Hver vottur hrifningar, sem vaknar
i sál vorri, eykur oss andlega heilsu, örvar til mann-
skapar í einhverri mynd — og allt sem menn hafa
framið fegurst og mikilfenglegast, er skapað i hrifn-
ing eða á rót sína að rekja til hennar.
Áhrifum listarinnar á sál einstaklingsins eru sömu
takmörk sett og hæfileikuin hans til göfgi og mikil-
leika — þegar þeir eru mestir og frjálsastir i heitri
hrifning.
Enginn á nema eina uppsprettu lífsnautnar, — sitt
eigið hugmyndalíf. Því meir sem það auðgast og
frjóvgast af hugmyndalífi annara, því meiri skilyrði
hefir einstaklingurinn til ríkrar lífsnautnar. Því meir
sein það frjóvgast, glæðist og fegrast af kynning við
hugmyndalíf hinna mestu og gáfuðustu anda, þvi meiri
skilyrði hefir einstaklingurinn til menningar, vitsinuna,
göfgunar.
Því ineir sem hugmyndalíf vort er litað undrun og
aðdáun, því meiri næmleik sem vér höfum til þess að
skynja svipríki hins ytra heims, i sterkvöxnum herð-
uin, i hognu baki, í klæðafalli og hreyfingum, þvi
meira glaðlyndi sem vér höfum til þess að sjá dýrð
og dásemd tilverunnar, í ljúfleik bjómsins, í tign fjalla,
í ljósi lífsins í augum inannanna, — því fyllra og
þroskavamlegra er Iif vort. Allt er þetta gefið skáld-