Vaka - 01.11.1927, Page 53
i'vaka]
ANDLEGT LÍF Á ÍSLANDI.
371
Enginn hefir lýst þvi fegur og sannar, hvers virði
bókmenntirnar hafa verið þjóð vorri á liðnum öldum,
en Matthías Jochumsson, í hinni guðdómlegu hvöt til
Vestur-íslendinga, þar sem hann yrkir um málið:
l>að liefir voða-þungar tiðir
þjóSinni verið guðleg móSir,
liennar hrjóst við hungri og þorsta,
hjartaskjól þegar burt var sólin,
hennar Ijós í lágu hreysi,
langra kvelda jóla-eldur,
fréttaþráð’r af fjarrum þjóðum,
frægðargaldur liðinna alda.
Skáldið talar hér um málið sem tæki islenzks anda,
um bókmenntirnar, og því endar hann kvæðið svo:
Munið að skrifa meginstöfum
mannavit og stórhug sannan.
Andans sigur er æfistundar
eiíifa lifið! Farið heilir!
Kjörum þjóðar vorrar er þannig háttað, að enn hljóta
hókmenntirnar um óyfirsjáanlega framtið að vera eina
andlega lífslind alls fjöldans af íslenzkum heimilum.
IV.
1 grein sinni um „Þýðingar" í „Skirni“ 1919 gerði
Sigurður Nordal það að tillögu sinni, að með tilstyrk
ríkisins yrði stofnað til útgáfufyrirtækis, sem léti þýða
á íslenzku úrvalsrit erlend (100—150 arkir á ári) og
gæfi þjóðinni kost á þeim í svo ódýrri útgáfu, að öll-
um almenningi yrði kleift að eignast þau. „Þetta
ætti að vera landsfyrirtæki, sérstök stofnun, sem væri
miðstöð sjálfmenntunarinnar, eins og skólarnir eru
miðstöð kennslunnar“, segir Nordal í ritgerð sinni.
„Þessi stofnun byggðist á því trausti til íslenzkrar alþjóð-
ar, að það þurfi ekki annað en að gefa henni kost á
góðum bókum á vönduðu máli, þá mundi hún kaupa
þær og lesa. . . . Þetta á að verða bókasafn heimilanna,
eklti lestrarfélagsbækur. Þess vegna er sjálfsagt að hafa