Vaka - 01.11.1927, Síða 60
BAUGABROT.
[vaka]
378
niaður; en það skilur þú ekki! Svo skaut hann barninu
hæglega út og lokaði dyrunum. U])p frá þessu kom barn-
ið aldrei inn til hans, heldur sýktist það og dó.
En hinn lieilagi Anselm hélt áfram með bók sína, og
er hann hafði lokið við hana, dreymdi hann enn á ný,
að hann stæði þar, sem stiginn reis upp til himna. Og
nú tók hann hókina undir handlegg sér og tók að staul-
ast upp stigann. Og enn horfði hann augunum til jarðar,
en í fagnaðarríkri tiihlökkun til að geta sýnt Guði verk
sitt. En er hann stóð andspænis hásætinu og leit upp,
undraðist hann meir en nokkuru sinni áður, því að hon-
um sýndist ekki betur en að barn bróður síns sæti í há-
sætinu. Anselm hélt í fyrstu, að þetta væri Jesúbarnið;
en er hann athugaði þetta nánar, þóttist hann sjá, að
þetta væri barn bróður síns úr klausturskólanum, og
mundi hann ekki, að það var dáið. Hann hélt því, að
það hefði gjört þetta af óþekkt, hefði stolizt upp himna-
stigann og sezt í hásæti Guðs. Þá varð hftin heilagi An-
selmus næsta gramur og sagði: „Ég hefi ekki verið að
klifra upp þennan háa stiga með þessa miklu bók undir
handleggnum lil þess að finna þig, barnið mitt, heldur
til þess að ganga fyrir Guðs eigið auglit og segja honum,
að ég hafi nú sýnt mönnum fram á, hvers vegna
Guð gjörðisl maður. Nú hefi ég komið hingað í þrjú
skifti og aldrei fundið Guð í himninum“. — Þá er barn-
ið þóttist sjá, að hinum heilaga Anselm hefði runnið í
skap, tók það að halda, að það væri aftur komið i klaust-
urskólann. Varð það þá næsta hrætt og tók að gráta.
En þá kom hin heilaga guðsmóðir, tók barnið í fang sér
og þrýsti því að hjarta sér. En barnið brosti þegar við
henni.
Við hinn heilaga Anselm mælti hún: „Far þú niður
til jarðar aftur. Guð er ekki hér. Hann hefir gjörzt mað-
ur. Munt þú hitta hann á jörðu niðri hjá hverjum þeim,
sein þjáist. En öll þjáumst við meira og minna“. Síðan
bætti hún við, um leið og hún renndi áminningaraugum
lil hins heilaga manns:
„Guð er orðinn maður t i I þe s s , að kærleikurinn
geti þróazt á jörðunni".
Þá vaknaði hinn heilagi Anselmus af svefni sínum og
sá, að hann hafði alls ekki skiiið viðfangsefni sitt né
heldur lifað eftir trú þeirri, sem hann játaði. Og þá grét