Vaka - 01.11.1927, Síða 71

Vaka - 01.11.1927, Síða 71
[vaka] RITFREGNIR. 389 anir sendiherrans, virðist mér hann næsta ófullkomin vera í þeim viðskiftum. Guðmundur Kamban ritaði fyrir nokkurum árum skáldsöguna Ragnar Finnsson. Þar komu að visu fram ákveðnar skoðanir höfundar á ýmsum þjóðfélagsmein- um, en þær voru l'astofnar inn í Jifandi mannlýsingu. Fangelsisvist Ragnars er rakin með svo næmum og þróttmiklum skilningi, að vér eigum fátt til samanburð- ar við það í íslenzkum bókmenntum, síðan síra Jón Magnússon ritaði Píslarsögu sína. Þá lýsingu hef eg lesið aftur og aftur. En þegar hún kom út, þótti fólki hún Ijót. Og enginn þaut upp til handa og fóta, þegar „Vér morðingjar" voru leiknir. Þar er um hreinar inannlýs- ingar að ræða, sterka og ósvikna list, en engar almennar skoðanir, sem hægt er að vitna í til styrktar flokkum og tízkuhreifingum. En ef vér förum að meta skáldrit vor el'tir skoðunum og flokksfylgi, þá segir mér illa hugur um framtið ís- lenzkra bókmennta. Lífsþróttur bókmennta verður ekki mældur betur á neinu öðru en því, hvort þær eru auðug- ar að góðum mannlýsingum. Til þess að skapa hcilar og lifandi persónur þarf mikla einlægni og þrótt í hugsun, til þess að leiða þær fram fyrir lesendur og áhorfendur ríka ímyndun og listfengi. Hvorttveggja verður jafnan torvelt. Þeir hæfileikar hljóta löngum að verða jafnfá- gætir og hæfileikinn til þess að fylla einhvern flokk er algengur. S. N. Davíð Stefánsson: MUNKARNIR Á MÖÐRUVÖLLUM. Munkarnir voru leiknir á síðasta vetri í Reykjavík, en verða vart leiknir oftar. Kvæði Davíðs höfðu vakið meiri vonir en leikritið gat efnt. Leikritið fjallar um klaustur- spillinguna. Þar er nóg um vín, víf, baunir og bolaspað, en spillingin ein út af fyrir sig er ekki skáldleg. Aðal- persónurnar eru of veigalitlar til að bera leikritið uppi. Fyrsti þátturinn vekur góðar vonir, sem svo bregðast. Davíð hefir engu bætt við hæð sína með þessu ritverki og ekki dregið úr henni heldur. Fjöllin mælast við hæstu hnjúkana og skáldin líka. Kvæði Davíðs hafa sett hann í öndvegi meðal hinna yngri skálda. Um gáfu hans til leikritagerðar verður ekki dæmt af þessari fyrstu til- raun. Fall er stundum farar heill. Á. Á■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.