Vaka - 01.11.1927, Page 77

Vaka - 01.11.1927, Page 77
[vaka] ANDSVÖR VIÐ RITDÓMUM. 395 jiiiklu síðar, sem farið er að greina milli „astron. lengdar og breidd- ar“ á annan bóginn og „rectascéhsionar" og „declinationar“ á hinn. 5. A bls. 91 og aftur á bls. 121 finnur ritd. dálitlar reiknings- villur, sem þó ekki skifta neinu máli fyrir aðalefnið, sem sagt er frá. (i. Þá kem ég að ]jví atriðinu, sem ritd. gerir mest úr, en sýnir ]jó átakanlegast illgirni hans og skilningsleysi. „Lakasta oi; óskilj- anlegasta villan“, segir hann, „er ]>ó í töflunni á hls. 115: ,700 mill. m.m. bylgjul. með 450 bill. sveifluhraða gefur rautt1 o. s. frv. Þetta verður eigi lesið á annan veg, en að bylgjulengd (rauða) Ijóssins sé 700 millíónir m.m. eða 700 km. í staðinn fyrir 700 millíónustu hluta úr m.m.“. Svo mikið fannst mér í fyrsln til um ]>essa aðfinningu liöf., að ég hélt, að liér væri um háskalega prent- villu að ræða, sem mér hefði sézt yfir, en í handritinu stendur ])á einmitt „millíónasli millimetraer orðið hefir að skammstafa vegna þrengsla í linu sem „ m i 11 . m . m . “. Við hraðan yfirlest- ur fannst mér þessi skammstöfun eigi geta valdið misskilningi, þar sem rétt áður er frá því skýrt, að ljósið sé bylgjuhreyfing örsmárra bylgna. Ritd. minn getur þó ekki lesið ])etta á annan veg en 700 milliónir m.m. (þ. e. 700 km.), og hlýtur hann ])á sjálfur að hafa nokkuð skrítnar hugmyndir um, hvað smátt er kallað. Ég vona, að almennir lesendur verði bæði skilningsbetri og' góðgjarnari. 7. Þá er loks sjöunda og síðasta aðfinningin, að ekki verði litið á sólblettina sem „storknun". Góðgjarn ritdómari eða bara sann- gjarn hefði nú sagt, að svo liefði verið gert til allra síðustu tíma, en nú einmitt á síðustu árum sé komin fram ný tilgáta (próf. V. Rjerknes’s), sem þó taki ekki alveg af skarið um þetta. í „Nature" í marz i fyrra segir svo um þessa tilgátu, að liann haldi fram, „að þar sé um fljótandi efni að ræða, sem þó hafi gas-cinkenni, en þéttist stöðugt niður á við og fljótar en svo, að það geti verið árangur af tómri samþjöppun". Flestir aörir hafa til skamms tíma, ]>að ég bezt veit, talið sólblettina merki byrjandi storknuuar. — Að öllu þessu atbuguðu ltemur það í ljós, að aðeins tvær af sjö aðfinningum J. E. eru nokkurn veginn réttmætar, en þær skifta litlu eða engu máli. Er ég því nú hugrórri en áður um það, að bók- arkrýli þetta sé nokkurn veginn réttort um það, sem því var ætl- að skýra frá, hugmyndum manna um himingeiminn á ýmsum tímum. Bókin hefir því aðeins í bili orðið að óvinafagnaði, en ]>að hefi ég líka heyrt utan að mér, að hún hafi oi-ðið ýmsum, sem lesið hafa, til ánægjú. Ég gæti nú goldið hr. .1. E. líku líkt með því að benda á vitleys- ur i hans eigin ritgei'ð „Veðrátta og veðurspár" í sama árg. Sldrnis

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.