Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 12
12 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Helmingur þeirra frambjóðenda til Alþingis, sem ekki höfðu skilað inn fjárhags- upplýsingum um framboð sitt til Ríkisendur- skoðunar á miðvikudag, var úr VG, eða 18 af 36. Greint var frá því í blaðinu í gær að þessir frambjóðendur brjóta lög um fjármál stjórn- málasamtaka, og brotin eiga að geta kostað sex ára fangelsi. Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG skýrir skussahátt frambjóðendanna með því að í for- vali flokksins hafi verið óhemju mikil þátttaka, og að sáralítill kostnaður hafi verið við fram- boðin. „Við vorum með 103 í forvali sem eru jafn- margir og buðu sig fram í hinum flokkunum. Svo fór enginn yfir 300 þúsund krónur í kostn- að, þar sem það var blátt auglýsingabann í for- valinu,“ segir hún. Samkvæmt lögum er þeim engu að síður skylt að greina frá því, að kostnaðurinn hafi verið þessi. Drífa segist hafa boðist til að senda senda Ríkisendurskoðun yfirlýsingu um þetta fyrir hönd alla frambjóðendanna en stofnunin hafi viljað fá yfirlýsingu frá hverjum og einum, skiljanlega, segir Drífa. Ekki einungis Ríkisendur- skoðun hafi ýtt á eftir því við frambjóðendurna að skila inn upplýsingunum, heldur einnig skrifstofa flokks- ins. „Þannig að þetta er bara á þeirra ábyrgð,“ segir Drífa Snædal. Þess skal getið að í tilkynningu Ríkisendurskoðunar var nafn Fidu Abu Libdeh á lista yfir fram- bjóðendur í forvali VG, en hún tók ekki þátt í því. Skrifstofu VG varð á að setja Fidu á listann. Skussarnir voru því ekki 37, eins og sagt var í gær. - kóþ DRÍFA SNÆDAL Framkvæmdastýra VG segir að metþáttaka hafi verið í forvali VG fyrir síðustu kosningar. Skrifstofa flokksins hafi hvatt fólk til að skila upplýsingunum til Ríkis- endurskoðunar. STJÓRNSÝSLA Greiðslur til ríkis- starfsmanna fyrir gistingu á ferðalögum innanlands hafa verið lækkaðar um rúman fjórð- ung samkvæmt nýrri ákvörðun ferðakostnaðarnefndar. Þá lækka greiðslur fyrir gistingu og fæði um 15,5 prósent. Greiðslur vegna fæðis, hvort heldur sem er hálfan eða heilan dag, hækka hins vegar um 4,4 prósent. Fyrri gjaldskrá tók gildi 1. júní, en núverandi um mánaða- mótin. Dagpeninganefnd fer fram á að ráðuneyti kynni stofnunum og fyrirtækjum sem undir þau heyra nýju ákvörðunina, en hana er líka að finna á slóðinni www. fjarmalaraduneyti.is/ferdakostn. html. - óká Ríkisstarfsmenn: Dagpeninga- greiðslur lækka BREYTTAR GREIÐSLUR Greiðslur til ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins á þessu ári. Vegna 1. nóv. 1. jún. Breyting Gisting og fæði í einn sólarhring 18.700 kr. 22.132 kr. -15,5% Gisting í einn sólarhring 10.400 kr. 14.182 kr. -26,7% Fæði heilan dag 8.300 kr. 7.950 kr. +4,4% Fæði hálfan dag 4.150 kr. 3.975 kr. +4,4% Heimild: Lögbirtingablaðið Fjórtán umsækjendur eftir Fjórtán umsækjendur eru nú um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins, því Viðar Kárason hefur dregið umsókn sína til baka. STJÓRNSÝSLA EVRÓPUMÁL Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra gagn- vart Evrópusambandinu, verð- ur aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópu- sambandið. Níu sitja í samninga- nefndinni en við hlið hennar starfa tíu samningahópar um sértæk mál- efni. Formenn þeirra hafa verið valdið en þá skipa fulltrúar ráðu- neyta og stofnana ásamt fulltrúum hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins. Sérstaklega var litið til samningareynslu og sérþekkingar við skipan í nefnd- ina og hópana. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að gert sé ráð fyrir því að á næstu vikum eða mánuð- um ljúki framkvæmdastjórn ESB gerð álits síns um aðildarumsókn Íslands en á grundvelli þess taki aðildarríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður. Nefndin sem semur við ESB Utanríkisráðherra hefur skipað níu manna samninganefnd vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Tíu sértækir samningahópar starfa með nefndinni. Flestir samningamanna eru lögfræðingar og/eða embættismenn. Deildarforseti lagadeildar HÍ frá 2007. Prófessor í stjórn- skipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2002. Skrifstofustjóri og lögfræðingur í dómsmálaráðu- neytinu frá 1995- 2001. Formaður sérfræð- inganefndar Evrópuráðsins um bætt réttarfar í mannréttindamálum frá 2009. BJÖRG THORARENSEN Sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis- ins frá 2007. Yfirmaður flótta- mannaaðstoðar SÞ í Austur-Jerúsalem 2005-2007. Staðgengill sendi- herra í Brussel, 2004-2005. Varafastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York, 2000- 2004. Starfsmaður stjórnmáladeildar NATO, 1994-1997. Þátttaka í samningaviðræðum um aðild Íslands að EES. GRÉTA GUNN- ARSDÓTTIR Skrifstofustjóri á viðskiptasviði utan- ríkisráðuneytisins (ESB-mál) og stað- gengill sviðsstjóra. Fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins í Brussel 2003-2007, staðgengill sendi- herra 2005-2007. Hefur starfað í utan- ríkisþjónustunni frá 1999 en var áður fulltrúi dómsmála- ráðuneytisins í Brussel. Hefur tekið þátt í ýmsum viðræðum fyrir hönd Íslands um EES og ESB. HÖGNI S. KRISTJÁNSSON Kennsla við Símenntun Háskól- ans á Bifröst, 2009. Sérfræðingur á Rannsóknarmið- stöð Háskólans á Bifröst, 2006-2008. Framkvæmdastjóri Nepals hugbúnaðar ehf., 2002-2004. Rekstrarstjóri Safna- húss Borgarfjarðar, 2004. Hefur birt greinar í innlendum fræðitímaritum og flutt fjölmörg erindi á sviði landbúnaðar- og byggðamála. Sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir Framsóknarflokkinn. KOLFINNA JÓHANNES- DÓTTIR Sviðsstjóri við- skiptasviðs utan- ríkisráðuneytisins frá 2007. Skrifstofustjóri Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, 2007. Starfsmaður utanríkisráðuneyt- isins frá 1996. Í samninganefnd um Icesave, 2008-2009 og um lánaviðræður við Norðurlönd o.fl. Þátttaka í fjölda viðræðna fyrir hönd Íslands um málefni EES og ESB. MARTIN EYJÓLFSSON Sendiherra Íslands gagnvart ESB í Brussel. Fastafulltrúi gagn- vart Alþjóðavið- skiptastofnuninni WTO, EFTA og SÞ í Genf 2001-2005. Starfsmaður utanríkisþjónust- unnar frá 1986, skrifstofustjóri og starfsmaður fastanefnda. Hefur tekið þátt í margvíslegum samningaviðræð- um fyrir hönd Íslands. Var formaður vinnuhóps um aðild Rússlands að WTO frá 2003 og formaður í þriggja manna gerðardómi í ,,stáldeilu” Bandaríkjanna og Evrópusambands- ins, 2002-2003. STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON Ráðgjafi í utan- ríkis málum í for- sætisráðuneytinu frá 2006. Sendiherra Íslands á Indlandi, 2006. Skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu 2002-2005, sendifulltrúi í sendiráðinu í Brussel 200-2002, varafastafulltrúi hjá NATO og VES 1997-2000. Hefur tekið þátt í fjölda samningavið- ræðna fyrir hönd Íslands, ekki síst á sviði öryggis- og varnarmála. STURLA SIGUR- JÓNSSON ÞORSTEINN GUNNARSSON Ritstjóri Frétta- blaðsins, 2006- 2009. Sendiherra í Kaupmannahöfn og London, 1999- 2005. Dóms- og kirkju- málaráðherra og sjávarútvegsráð- herra 1991-1999. Forsætisráðherra, 1987-1988. Fjármálaráðherra, 1985-1987. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1983-1991. Alþingismaður 1983- 1999. Framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins 1979-1983, ritstjóri Vísis 1975-1979. ÞORSTEINN PÁLSSON Sérfræðingur hjá Rannís, 2009. Rektor við Háskólann á Akur- eyri, 1994-2009. Fulltrúi mennta- málaráðuneytis við sendiráðið í Brussel, 1993- 1994. Deildar- sérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu, 1990- 1994. Formaður rannsóknar- og þróunarhóps EES, 1994 og hefur verið fulltrúi í nefndum á vegum EES, EFTA og ESB. FORMENN SÉRSTAKRA SAMNINGAHÓPA EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl. Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl. Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Lagaleg málefni Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Sjávarútvegsmál Kolbeinn Árnason, lögfræðingur, fyrrverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Landbúnaðarmál Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins. Utanríkis- og öryggismál María Erla Marelsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Fjárhagsmálefni Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Myntbandalag Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Byggðamál og sveitarstjórnarmál Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Dóms- og innanríkismál Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bæjarráð Voga hyggst setja upp nefnd með Ungmennafélaginu Þrótti til að vinna að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið í Vogum á 80 ára afmælisári Þróttar sumarið 2012. SVEITARSTJÓRNIR Vilja landsmót í Voga HELG ATHÖFN Strangtrúaðir hindúar, búnir kókoshnetum, taka þátt í helgiathöfn í Koneswara-musterinu í Trincomalee-umdæminu á Srí Lanka. NORDICPHOTOS/AFP Helmingur frambjóðenda sem ekki skila fjárhagsupplýsingum vegna alþingiskosninga er í Vinstri grænum: Enginn eyddi meira en 300 þúsund

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.