Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.11.2009, Qupperneq 30
 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR2 Að vera kona í Malaví er yfir- skrift UNIFEM-umræðna sem fram fara í Miðstöð Samein- uðu þjóðanna á Laugavegi 42 á morgun klukkan 13. Þar munu þær Inga Dóra Pétursdóttir og Stella Samúelsdóttir fjalla um líf og stöðu kvenna í Malaví. Stella fjallar um menntun kvenna í Malaví en Inga Dóra fjallar um það hvernig hefðbund- in kynhlutverk í Malaví eru að breytast. „Í Afríku er mjög sterk kynmótun og sterk hefð fyrir kynhlutverkum. Sérstaklega á það við Malaví enda ríkti ein- ræðisherrann Hastings Banda þar í mörg ár. Hann ýkti þessi hlutverk mjög mikið. Konur urðu til að mynda að ganga í pilsum og karlar máttu ekki safna hári. Hann bjó til sterkar stereótýpur af kynjunum en það hefur verið að breytast með auknum áhrif- um frá vestrænum löndum,“ segir Inga Dóra. Hún telur oft gleymast þegar rætt sé um konur í Afríku að mikil fjölbreytni sé í löndun- um sjálfum. Hún mun taka þrjár vinkonur sínar sem dæmi í fyrir- lestri sínum. Allar eru þær frá Malaví en hlutskipti þeirra mjög frábrugðin. „Ein þeirra fæddist í þorpi sem hún hefur alltaf búið í, gift- ist manni og átti sín börn. Hún er fátæk og notar ekki vestræna læknisþjónustu. Önnur vinkona mín er kona sem fæddist við sömu aðstæður, giftist manni og eign- aðist með honum þrjú börn. Hann beitti hana ofbeldi svo hún skildi við hann, flutti í annað þorp og er í dag sjálfstæð kona sem vinnur fyrir sér sjálf. Þriðja konan fædd- ist inn í efnameiri fjölskyldu, er hjúkrunarfræðingur og giftist manni sem vinnur í utanríkisráðu- neytinu. Hún hefur ferðast um allan heim sem diplómatafrú. Nú vinnur hún hjá Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands og hefur miklu meiri völd en allir malavísku karl- arnir í kringum hana,“ lýsir Inga Dóra sem vill draga fram þá stað- reynd að í Malaví sé jafn mikil fjölbreytni og hér á landi. Inga Dóra er mannfræðingur og er að ljúka MA í þróunarfræði við HÍ. Hún dvaldi í Malaví í tæp tvö ár við nám og störf og lætur vel af. „Í fyrstu bjó ég í litlu þorpi og rannsakaði hvernig konur upplifa HIV. Eftir það fékk ég vinnu hjá Þróunarsamvinnustofnun og vann við stjórnsýslu í höfuðborginni,“ segir hún og þótti gaman að geta kynnst þessum tveimur hliðum á Afríku. solveig@frettabladid.is Að vera kona í Malaví Afrískar konur eru oft álitnar fátækar, fáfróðar og kúgaðar. Mun meira er þó í þær spunnið, eins og Inga Dóra Pétursdóttir og Stella Samúelsdóttir segja frá í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á morgun. Inga Dóra innan um brúðkaupsgesti í þorpi í Malaví. Eftir athöfnina var dansað og sungið í marga klukkutíma. MYND/ÚR EINKASAFNI SJÓNBLEKKINGAR OG VÍSINDI leika aðalhlutverkið í fjölskylduleiðsögn sem verður á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn klukkan 15. Smiðjan tengist sýningunni Blik sem er í vestursal Kjarvalsstaða en um helgina er síðasti sýningardagur. Inga Dóra Pétursdóttir dvaldi í Malaví í tæp tvö ár við nám og starf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á vefsíðu Odda er boðið upp á skemmtileg- ar nýjungar. Þar er hægt að hanna sína eigin innbundnu ljósmynda- bók og búa til kort, dagatöl og veggspjöld. Fínt að dunda sér við það í tölvunni heima þegar tími gefst til. www.oddi.is S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s TILBOÐ • opnar orkuflæði • slökun • losar um spennu og kvíða • dregur úr verkjum • styrkir líkamann • jafnvægi fyrir líkama og sál • o.fl. Leiðbeinandi: Qing Hugræn teygjuleikfimi ásamt heilsumeðferð T a i c h í i n n i f a l i ð Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.