Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 30

Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 30
 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR2 Að vera kona í Malaví er yfir- skrift UNIFEM-umræðna sem fram fara í Miðstöð Samein- uðu þjóðanna á Laugavegi 42 á morgun klukkan 13. Þar munu þær Inga Dóra Pétursdóttir og Stella Samúelsdóttir fjalla um líf og stöðu kvenna í Malaví. Stella fjallar um menntun kvenna í Malaví en Inga Dóra fjallar um það hvernig hefðbund- in kynhlutverk í Malaví eru að breytast. „Í Afríku er mjög sterk kynmótun og sterk hefð fyrir kynhlutverkum. Sérstaklega á það við Malaví enda ríkti ein- ræðisherrann Hastings Banda þar í mörg ár. Hann ýkti þessi hlutverk mjög mikið. Konur urðu til að mynda að ganga í pilsum og karlar máttu ekki safna hári. Hann bjó til sterkar stereótýpur af kynjunum en það hefur verið að breytast með auknum áhrif- um frá vestrænum löndum,“ segir Inga Dóra. Hún telur oft gleymast þegar rætt sé um konur í Afríku að mikil fjölbreytni sé í löndun- um sjálfum. Hún mun taka þrjár vinkonur sínar sem dæmi í fyrir- lestri sínum. Allar eru þær frá Malaví en hlutskipti þeirra mjög frábrugðin. „Ein þeirra fæddist í þorpi sem hún hefur alltaf búið í, gift- ist manni og átti sín börn. Hún er fátæk og notar ekki vestræna læknisþjónustu. Önnur vinkona mín er kona sem fæddist við sömu aðstæður, giftist manni og eign- aðist með honum þrjú börn. Hann beitti hana ofbeldi svo hún skildi við hann, flutti í annað þorp og er í dag sjálfstæð kona sem vinnur fyrir sér sjálf. Þriðja konan fædd- ist inn í efnameiri fjölskyldu, er hjúkrunarfræðingur og giftist manni sem vinnur í utanríkisráðu- neytinu. Hún hefur ferðast um allan heim sem diplómatafrú. Nú vinnur hún hjá Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands og hefur miklu meiri völd en allir malavísku karl- arnir í kringum hana,“ lýsir Inga Dóra sem vill draga fram þá stað- reynd að í Malaví sé jafn mikil fjölbreytni og hér á landi. Inga Dóra er mannfræðingur og er að ljúka MA í þróunarfræði við HÍ. Hún dvaldi í Malaví í tæp tvö ár við nám og störf og lætur vel af. „Í fyrstu bjó ég í litlu þorpi og rannsakaði hvernig konur upplifa HIV. Eftir það fékk ég vinnu hjá Þróunarsamvinnustofnun og vann við stjórnsýslu í höfuðborginni,“ segir hún og þótti gaman að geta kynnst þessum tveimur hliðum á Afríku. solveig@frettabladid.is Að vera kona í Malaví Afrískar konur eru oft álitnar fátækar, fáfróðar og kúgaðar. Mun meira er þó í þær spunnið, eins og Inga Dóra Pétursdóttir og Stella Samúelsdóttir segja frá í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á morgun. Inga Dóra innan um brúðkaupsgesti í þorpi í Malaví. Eftir athöfnina var dansað og sungið í marga klukkutíma. MYND/ÚR EINKASAFNI SJÓNBLEKKINGAR OG VÍSINDI leika aðalhlutverkið í fjölskylduleiðsögn sem verður á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn klukkan 15. Smiðjan tengist sýningunni Blik sem er í vestursal Kjarvalsstaða en um helgina er síðasti sýningardagur. Inga Dóra Pétursdóttir dvaldi í Malaví í tæp tvö ár við nám og starf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á vefsíðu Odda er boðið upp á skemmtileg- ar nýjungar. Þar er hægt að hanna sína eigin innbundnu ljósmynda- bók og búa til kort, dagatöl og veggspjöld. Fínt að dunda sér við það í tölvunni heima þegar tími gefst til. www.oddi.is S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s TILBOÐ • opnar orkuflæði • slökun • losar um spennu og kvíða • dregur úr verkjum • styrkir líkamann • jafnvægi fyrir líkama og sál • o.fl. Leiðbeinandi: Qing Hugræn teygjuleikfimi ásamt heilsumeðferð T a i c h í i n n i f a l i ð Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.