Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 06.11.2009, Qupperneq 36
6 föstudagur 6. nóvember Jólamyndin Desember verður frumsýnd í kvöld með söngkonunni Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur í einu aðalhlutverka. Lov- ísa ræðir leikarareynsl- una í viðtali við Föstu- dag, tónleikaferðir með Emilíönu, baráttuna við lamandi sviðsskrekk og sambúð hundar, kattar og tveggja söngkvenna í miðborg Reykjavíkur. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson L ovísa er að dunda við að koma sér fyrir á nýju heimili í hjarta miðbæjarins þegar blaðamaður bank- ar upp á. Hún er nýkomin aftur heim úr Evróputúr þar sem hún hitaði upp fyrir Emilíönu Torr- ini. „Ég fékk að fljóta með í rút- unni hennar Emilíönu og var fljótt komin í þá rútínu að keyra á dag- inn, sofa á nóttunni í rútunni og vakna í nýrri borg. Við vorum úti um alla Evrópu en mest í Þýska- landi. Ég túraði líka með henni í vor og það var magnað að sjá muninn á því hvernig þetta var þá og núna, því hún hefur slegið í gegn þarna. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Bandið hennar Emilíönu var líka allt mjög hjálp- legt við mig. Þegar líða tók á túr- inn höfðu allir í bandinu boðist til að hjálpa mér og á einum tíma- punkti var ég komin með fullt band í upphituninni og Emilíönu að syngja bakraddir, klædda upp sem flottur karlmaður. Svo spilaði ég líka á bassa með þeim í nokkr- um lögum í settinu þeirra.“ UPPHAF LEIKFERILS? Það er ekki laust við eftirvænt- ingu hjá Lovísu, enda stutt í frumsýningu bíómyndarinnar Desember, þar sem hún þreytir frumraun sína sem leikkona. Það var í desember í fyrra að Lovísa fékk símtal frá Hilmari Oddssyni kvikmyndaleikstjóra. Hann vildi vita hvort hún kynni kannski líka að leika. „Ég svaraði strax nei! Alls ekki, enda hef ég aldrei sóst eftir því,“ segir Lovísa. En þegar Hilmar útskýrði fyrir henni að karakterinn sem hann vildi fá Lovísu til að leika væri söng- kona í myndinni ákvað hún að hugsa málið. Hún fékk handritið sent og fylltist áhuga. „Stuttu seinna var ég mætt í prufu með Tómasi Lemarquis. Þetta endaði svo með því að Hilmar ákvað að taka sénsinn og velja mig og ég tók áhættu með því að treysta mér í þetta. Þetta var mjög mikil áskorun fyrir mig. En mér finnst gaman að ögra sjálfri mér. Og það er ekki beint oft sem manni býðst að leika í kvikmynd svona upp úr þurru.“ LÍK AÐALPERSÓNUNNI Ástu, sem Lovísa leikur, langar mikið að verða söngkona en lítið hefur orðið úr því hjá henni. Hún á auðugan unnusta sem er útfarar- stjóri og vinnur hjá honum sem líksnyrtir. Flækjan hefst svo fyrir alvöru þegar fyrrverandi kærast- inn, leikinn af Tómasi Lemarquis, snýr aftur frá útlöndum og hrist- ir upp í gömlum tímum. Lovísa er nýbúin að sjá myndina sjálf. Hún segir það hafa verið skrýt- ið að horfa á sjálfa sig á bíótjald- inu. „Mér finnst myndin góð og allir hinir leikararnir frábærir. En ég sá auðvitað lítið annað en mig sjálfa. Og ég fór til dæmis að taka því persónulega hverju mín persóna svaraði hinu eða þessu. Mér fannst þetta bara vera ég sjálf þarna á tjaldinu,“ segir Lov- ísa, sem náði ágætri tengingu við persónuna, sem hún segir líka sér að mörgu leyti. „Hún er samt miklu meiri pæja heldur en ég, er alltaf voðalega vel til höfð og svona. Hún býr líka í voða fínu húsi, enda er kærastinn hennar svolítið ríkur.“ FLÓKIN FJÖLSKYLDUBÖND Lovísa segist sjálf vera rík, þótt hún syndi ekki í seðlum eins og kvikmyndapersónan. Hún á margt gott fólk að – stóra og flókna nú- tímafjölskyldu. Pabbi hennar er ættaður frá Srí Lanka en alinn upp í Bretlandi, þannig að hún á skyldfólk bæði í Bretlandi og á Srí Lanka. Amma hennar í móður- ætt býr í fögrum dal í Portúgal, þar sem hún ræktar grænmeti og ávexti. Og mamma hennar býr á Íslandi með eiginmanni sínum og systkinum Lovísu. „Ég er mjög rík. Ég á tvo pabba og fjögur syst- kini. Mamma á tvö börn, pabbi á eitt og ég eina stjúpsystur.“ TVÆR SÖNGKONUR Sjálf hefur Lovísa komið sér upp vísi að fjölskyldu. Hún saman- stendur af kærustunni, Agnesi, hundinum Sheva, sem býr til skiptis hjá Lovísu og fyrrverandi eiginmanni hennar, og hinum ógnarstóra, loðna og silfur gráa Gosa, ketti Agnesar. Þær Agnes og Lovísa eru að stíga fyrstu sam- búðarskrefin og íbúðin er full af hljóðfærum. Það má ímynda sér að mikið verði sungið á nýja heimilinu enda er Agnes söng- kona eins og Lovísa. „Hún er með massífa rödd,“ segir Lovísa með aðdáun. „Það er gaman að syngja með henni og ég er viss um að við eigum eftir að gera meira af því einhvern tímann. Hún DREYMDI ALDREI UM AÐ LEIK ✽ b ak v ið tj öl di n Uppáhaldsborgin þín: Reykjavík. Tónlistin sem kemur þér í gott skap: Það fer bara eftir því hvernig gott skap ég vil komast í, ég á nokkur. Fyrirmyndir lífs þíns: Fjölskyldan mín og vinir. Land sem þig langar að heim- sækja: Srí Lanka. Skemmtilegast að gera: Mér finnst gaman að reyna og læra nýja hluti. En leiðinlegast: Ef mér finnst eitthvað leiðinlegt þá nenni ég ekki að velta mér upp úr því, auðvitað er ýmislegt sem mér finnst leiðinlegt. Stutt uppskrift að góðri helgi: Vakna ekki of seint, borða góðan mat, hitta kæra vini og helst plana ekki of mikið og bara sjá hvað gerist. Fjölhæf Þrátt fyrir að vera haldin sviðsskrekk hefur Lovísa spreytt sig á ótrúlegustu sviðum frá því fyrsta plata hennar kom út.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.