Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 40
6. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð
Það var árið 1980 sem veitinga-
húsið Brauðbær/Óðinsvé aug-
lýsti „danskt jólahlaðborð“ í há-
deginu.
Í Morgunblaðinu árið 1985 er
skrifuð grein um þetta uppátæki,
sem þá hafði staðið yfir í fimm
ár. Segja veitingamenn þar að
jólahlaðborðið sé sótt í danska
fyrirmynd og jólahlaðborð sé
eitthvað sem Danir „hugga“
sig við í aðventunni. Þá sé jóla-
hlaðborðið svipað í hugum Dana
og þorrabakkinn hjá okkur.
Næstu árin á eftir juk-
ust vinsældir jólahlaðborða
og þau unnu sér fastan sess á
mörgum veitingahúsum og eru
orðin að föstum lið á aðventu.
En jólaborðið var þó enn um
sinn auglýst undir „dönsku“
þema og auglýsti Hótel Saga
jóla hlaðborð „að dönskum
hætti“ og með „dönsku snapsi“
og árið 1987 auglýsti Holiday
Inn einnig jólahlaðborð með
„dönsku þema“.
Árið 2003 var ár jólahlað-
borðanna ef marka má dag-
blöðin, en þá var fólk líka farið
að panta sér sæti á hlaðborðinu
með miklum fyrirvara, jafnvel
í september og október.
Nú má segja að réttirnir á
jólahlaðborðinu séu danskir í
grunninn þótt íslenskt hráefni
fái alltaf meira og meira að
njóta sín. - jma
Fyrstu jólahlaðborðin voru meðal annars haldin á Hótel Óðinsvéum.
Jólahlað-
borðin
voru með
dönskum
brag í
byrjun
enda sótt
þangað.
Jólamatseðill á rólegum og „rjóm-
antískum“ nótum verður í notk-
un á Hótel Klaustri Kirkjubæjar-
klaustri laugardagskvöldin 5. og
12. desember og Sigurður Daði
Friðriksson matreiðslumaður sér
um að töfra fram hvern réttinn
eftir annan. Þá verða líka sértilboð
á gistingu og morgunverði fyrir
þá sem taka allan pakkann, 9.250
krónur fyrir manninn eða 18.500
krónur fyrir parið en annars kost-
ar jólahlaðborðið 6.250 krónur á
mann. Sérstakur barnaafsláttur
er svo fyrir sex til tólf ára börn.
Þess má geta að Kirkjubæjar-
klaustur er annálað fyrir náttúru-
fegurð og veðursæld. - gun
Rólegheit og
rjómantík
Rómantíkin ræður ríkjum á Hótel
Klaustri.
Nokkrir herramenn hafa verið
fastagestir á fyrsta jólahlað-
borði haustsins á Hótel
Loftleiðum í fjölda ára. Það
er orðin hátíðleg hefð og Örn
Ottesen, fjármálastjóri Nóa
Siríus, sem er einn úr hópnum,
útskýrir hvers vegna.
„Ákveðinn kjarni er búinn að hitt-
ast reglulega í sundi þrisvar í viku
í fimmtán ár, frá því Árbæjarlaug
var opnuð 1994. Alltaf í hádeginu.
Fleiri hafa svo bæst í hópinn. Við
köllum okkur pottorma og umræðu-
efnið í pottinum er yfirleitt matur
og hvaða vín sé best með hvaða
rétti. Við erum svoddan matmenn.
Fljótlega eftir að sá siður komst á
að hittast í lauginni datt okkur í
hug að skella okkur á jólahlaðborð
saman og byrjuðum á að fara á
Hótel Borg. Þar voru þá Ida David-
sen og Marentza Poulsen að sjá um
matinn. Síðan fóru þær þaðan út á
Loftleiðir og við fylgdum þeim. Ida
hefur verið stopult síðan en Mar-
entza staðið vaktina og við mætum
alltaf fyrsta kvöldið sem hlaðborðið
er.“
Þetta eru sem sagt vanafastir
menn. Örn segir þá jafnan fá sér
einn forrétt áður en þeir setjast í
salinn og svo sé Marentza alveg
búin að kenna þeim hvernig þeir
eigi að umgangast jólahlaðborðið.
„Mörgum hættir til að fara að borð-
inu og fá sér á fullan disk. Þá vita
þeir ekkert hvað þeir eru að gera,“
segir hann með áherslu. „Marentza
kenndi okkur að taka eitt, í mesta
lagi tvennt á diskinn í einu, borða
rólega og njóta bragðsins. Hún sagði
við okkur: „Þið megið fara hundr-
að sinnum að borðinu en ég vil ekki
sjá ykkur fara með hlaðna diska til
baka!“ Svo við förum margar ferðir
og höfum gaman af. Dönsku hefð-
irnar kringum jólahlaðborðið eru
alveg frábærar að mínum dómi.
Smurða brauðið er það sem við
sækjum mikið í og svo smökkum
við alla hina réttina líka.“
Nú styttist í þessa miklu matar-
hátíð og Örn segir þá félaga fyrir
löngu farna að hlakka til enda sé
byggð upp spenna allt árið. „Um
leið og jólahlaðborðið er búið förum
við að telja niður til þess næsta. Það
er auðvitað löng bið eftir 51. föstu-
deginum en nú er bara einn eftir
þar til sá rétti kemur.“ - gun
Við köllum okkur pottorma
Pottormarnir og smurbrauðsjómfrúin. Bjarni Sigurðsson, Oddur Eiríksson, Sigurjón Stefánsson, Marentza Poulsen, Eyþór Tómas
Heiðberg, Karl Nilson Guðbjartsson, Bjarni Ásbjörnsson og Örn Ottesen Hauksson. MYND/MOTIV/JÓN SVAVARSSON
Jólahlaðborðin til sög-
unnar á 9. áratugnum