Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 41

Fréttablaðið - 06.11.2009, Page 41
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 5jólahlaðborð ● fréttablaðið ● Hlaðborð Fjörukrárinnar svignar undan jólakrásum alla föstudaga og laugardaga frá 20. nóvember til jóla og rammíslensk stemmingin svíkur engan því þar er líka þjóð- leg dagskrá. Á undan borðhaldi geta gestir heimsótt Grýlu í helli hennar fyrir utan Fjörukrána þar sem hún býður upp á Grýluglögg. Jafnframt sér sú kerling um veislu- stjórn. Að borðhaldi loknu mun hljóm- sveit Rúnars Þórs spila fyrir dansi þrjár jólahlaðborðshelgar. Sérstak- ur gestur Rúnars í tvígang verð- ur Gylfi Ægisson. Aðrar helgar sér Dans á rósum frá Vestmanna- eyjum um að halda uppi fjöri. - gun Fjörukráin fer í jólaskap strax í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Grýluglögg og krásir ● SVISSNESKT JÓLAHLAÐBORÐ Þótt fyrstu jólahlaðborðin hérlendis hafi verið að danskri fyrirmynd bauð Hótel Borg upp á sviss- neskt jólahlaðborð á árunum 1987-1988. Eig- endur Hótel Borgar fluttu þá inn svissneskan kokk, Erwin Denings, og bjó hann til svissneskar veitingar úr ís- lensku hráefni. Í desert útbjó Erwing meðal annars ostafondú, sem á þessum árum þótti það heitasta, og boðið var upp á svissneskt konfekt með kaffinu. Ekki er vitað til þess að jólahlaðborð hérlendis hafi verið með svissnesku þema í seinni tíð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.