Fréttablaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 44
6. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð
Fjölskyldu- og húsdýragarður-
inn stendur líkt og undanfarin ár
fyrir Jólahlaðborði fjölskyldunnar.
Hlaðborðin hefjast síðustu helgina
í nóvember og verða allar aðventu-
helgarnar fram að jólum en veislu-
stjórn er í höndum sjálfrar Grýlu
og jólasveinanna. Verðinu er stillt
í hóf en ókeypis er fyrir fjögurra
ára og yngri.
Matseðillinn verður með hefð-
bundnum hátíðarbrag, þar sem
hangikjöt, uppstúf og svínakjöt
og kjúklingaleggir verða í boði.
Einnig ljúffeng salöt, sósur og
girnilegir eftirréttir.
Jólasveinn kemur í heimsókn
og segir sögur af
fjöllum og svo
verða dýrin á
sínum stað, börn-
um og foreldr-
um til mikill-
ar gleði.
Frá jólahlaðborði Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins.
Grýla verður
veislustjóri
Ýmislegt hefur breyst í elda-
mennsku jólahlaðborðanna í gegn-
um árin en til gamans má skoða
það sem boðið var upp á á jólahlað-
borði veitingahússins Arnarhóls
árið 1986, sem þá var á horni Ing-
ólfsstrætis og Hverfis götu. Meðal
þess sem var á boðstólum var
skinkusúpa, súrsæt grísarif með
hrísgrjónum, jöklasalat, grísa-
rúllupylsa, fiskréttur „au gratin“,
sjávarréttir í sítrónuhlaupi, svart-
pönnubrauð, munkabrauð og
þriggja korna brauðhleifar. Einnig
var tekið fram að boðið væri upp á
kokkteilpylsur. - jma
Pylsur og brauð
í boði árið 1986
Brauðhleifar, jöklasalat og skinkusúpa
voru á jólamatseðli Arnarhóls árið1986.
Matreiðslumennirnir á Grand
hóteli hafa ákveðið að breyta
út af vana og útbúa girnilegan
matseðil fyrir grænmetisætur á
jóla hlaðborðinu í ár.
Meðal rétta sem í boði verða
má nefna karrí- og chilikrydd-
aða grænmetis- og kartöflurétti,
hnetu- og baunasteikur, græn-
metislasagna og hrísgrjónasalat.
Markmiðið með þessum sérútbúnu
jólalegu grænmetisréttum er að
koma til móts við ört stækkandi
hóp grænmetisætna.
Þess skal þó jafnframt getið að
hefðbundni jólamaturinn verður
líka á sínum stað á jólahlaðborði
Grand hótels.
Girnilegur matseðill
fyrir grænmetisætur
Grænmetisréttir eru nýjung á
jólamatseðli Grand hótels.
Borðapantanir í síma 420 8800 eða á sales@bluelagoon.is
Íslensk jól, íslenskur djass, íslensk náttúra ...
Jólahlaðborð á LAVA í nóvember og desember.
Fordrykkur í boði hússins.
Djass í höndum meistara á borð við Egil Ólafsson,
Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og fleiri.
Tilboðsvínseðill með sérvöldum jólavínum.
Allir gestir fá boðsmiða í Bláa lónið.
Verð 6.500 kr. á mann.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
0
9
–
1
9
2
0