Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 62
38 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Íslenska leikkonan Anita Briem hefur verið dugleg við sækja viðburði í Holly- wood enda er slíkt alveg bráðnauðsynlegt þegar fólk er að koma sér á framfæri í hinni stóru Hollywood. Anita var meðal gesta í boði sem góðgerðarsamtökin Big Broth- ers/Big Sisters hélt á Beverly Hills-hótelinu í miðborg Holly- wood. Þar var meðal annars valin besta unga tilvonandi stórstirnið og maður ársins valinn. Samtök- in hafa verið starfandi í Banda- ríkjunum í heila öld og hafa það að leiðarljósi að hjálpa ungu fólki sem býr við þröngan kost að ná takmarki sínu. Anita var að sjálfsögðu mynduð af ljósmyndara Getty Images en þær myndir birtast á opinberri vefsíðu myndaveitunnar og er aðgengileg öllum helstu fjölmiðl- um heims. Hins vegar virðist ljós- myndarinn hafa kolfallið fyrir handtöskunni sem Anita bar og skónum hennar því þetta tvennt var myndað alveg sérstaklega. Ekki kemur fram hvaðan skórn- ir og taskan eru en þóttu augsýni- lega nokkuð smart. Anita er nú að ljúka við að leika í kvikmyndinni Dead of the Night á móti sjálfu Ofurmenninu, Brandon Routh. Myndin er byggð á vel þekktri ítalskri myndasögu og hefur af þeim sökum hlotið nokkra umfjöllun meðal mynda- sögunörda. freyrgigja@frettabladid.is Veski og skór An- itu vekja athygli TASKAN OG SKÓRNIR Anita var í skóm sem vöktu mikla athygli á góðgerðarsam- komu í Beverly Hills nýverið. Þá þótti veskið augljóslega smart. NORDICPHOTOS/GETTY > ERFITT AÐ GRENNAST Ofurfyrirsætan Heidi Klum segist eiga erfitt með að losna við aukakílóin sem hún bætti á sig þegar hún gekk með dóttur sína Lou. Dóttirin fæddist fyrir þremur vikum og Klum er með böggum hildar yfir því að vera ekki búin að ná öllu af sér. „Þetta er erfiðara nú með fjórða barnið en með hin. Ég er líka orðin 36,“ segir hún. Tónleikaserían Duplex verður haldin í fyrsta sinn á Sódómu og Batteríinu á laug- ardaginn. Þar koma fram Retro Stefson, XXX Rottweiler, Sykur, Snorri Helgason, Nolo og DJ Musician. „Hugmyndin spratt upp af annarri hátíð, Innipúkanum, sem var líka á Sódómu og Batteríinu,“ segir Steinþór Helgi Arn- steinsson, einn af skipuleggjendunum. „Þarna getur fólk labbað á milli staða enda er dagskránni raðað þannig að þú getur til dæmis byrjað á Sódómu og farið síðan yfir á Batteríið.“ Duplex verður haldin fyrsta laugardags- kvöld hvers mánaðar og boðið verður upp á margt af því forvitnilegasta sem er að gerast í íslenskri tónlist. „Ég held að þetta ætti að verða skemmtileg viðbót í tónlist- arlífið,“ segir Steinþór, sem kom einnig að skipulagningu tónleikaraðarinnar Réttir í haust. „Þetta er mun einfaldara og ekkert eins og Réttir eða Airwaves, enda er þetta bara eitt kvöld á tveimur stöðum.“ Miða- verð er 1.000 kr og gildir miðinn, eða öllu heldur armbandið, á báða staðina. -fb Duplex haldin í fyrsta sinn SYKUR Hljómsveitin Sykur er á meðal þeirra sem spila á Dup- lex á laugardaginn. MYND/HÖRÐUR „Davíð Oddsson ólst þarna upp til átta ára aldurs. Hann er meira að segja fæddur í húsinu,“ segir athafnamaður- inn Valdimar Árnason. Valdimar vinnur nú að því að breyta hinum sögufrægu Ljósheimum á Sel- fossi í farfuglaheimili. Húsið hefur staðið autt í tvö ár, en héraðsfrétta- blaðið Dagskráin sagði frá áformum Valdimars í gær. Dvalarheimili aldr- aðra var síðast í húsinu, en það var á sínum tíma byggt yfir héraðslækninn Lúðvík Norðdal, afa Davíðs Oddsson- ar, sem rak læknastofu í kjallaranum. „Það er gríðarlegur og mjög vaxandi iðnaður hér á Selfossi,“ segir Valdi- mar spurður um ferðamannastraum- inn í gegnum bæinn. „Það er ekk- ert farfuglaheimili hér í kring, nema á Eyrarbakka. Þar er Anna Sigríður, systir mín, með farfuglaheimili.“ Valdimar hyggst safna sögum fólks- ins sem eyddi ævikvöldinu í húsinu og hengja á veggi farfuglaheimilisins ásamt myndum. „Ég ætla að hafa sög- urnar bæði á íslensku og ensku. Það verður gaman fyrir ferðamennina að sjá gömul skrítin andlit og lesa góða sögu fyrir neðan,“ segir hann. „Við ætlum að reyna að halda í þessi gömlu sögulegu gildi.“ Farfuglaheimilið tengst Hostel- keðjunni í Reykjavík og opnar 1. maí á næsta ári. 25 tveggja manna herbergi verða í boði ásamt svefnpoka- plássi fyrir 30 manns og að sjálfsögðu morgun matur fyrir gestina. - afb Farfuglar á fæðingarslóðum Davíðs SÖGUSLÓÐIR Valdimar hyggst halda í gömlu sögulegu gildin. MYND/MHH Robin Wright, fyrrverandi eigin- kona Sean Penn, hefur flutt með börnin sín frá Hollywood. Hún segir samfélagið í kvikmyndaborg- inni ekki vera heilbrigt á nokk- urn hátt. „Þetta samfélag er hald- ið þráhyggju gagnvart frægð og frægu fólki,“ sagði Wright á blaða- mannafundi nýverið en hún sótti um skilnað frá hinum skap stóra Penn í ágúst síðastliðnum. Penn segir hjónaleysin Brad Pitt og Angelina Jolie vera víti til varn- aðar. Þau gangi í gegnum helvíti á hverjum einasta degi í baráttu sinni við ljósmyndara sem elti þau og börnin þeirra á röndum. Farin frá Hollywood ÆTLI HANN PANTI GIST- INGU? Davíð Oddsson fæddist í húsinu sem Valdimar breytir nú í farfuglaheimili. DAGSKRÁIN: SÓDÓMA 22.30 - Nolo 23.30 - Snorri Helgason 01.00 - Retro Stefson BATTERÍ 23.00 - DJ Musician 00.00 - Sykur ásamt gestum 01.30 - XXX Rottweiler The Capacity to Avoid Incapacity AR G H 1 1/ 20 09 Virkjum fjölbreyttari mannauð Félags- og tryggingamálaráðuneytiðNordisk Ministerråd Norræn ráðstefna Hilton Reykjavik Nord ica hótel 9. og 10. nóvember 2 009. Öllu fólki er mikilvægt að vera virkir þátttake ndur í verðmætasköpu n í samfélaginu. Á ráðst efnunni „Virkjum fjölb reyttari mannauð“ fjal lar fagfólk á sviði endurhæ fingar frá öllum Norðu rlöndunum um leiðir t il að virkja fólk á ný sem staðið hefur utan vinn umarkaðarins vegna sjúkdóma, slysa eða la ngtímaatvinnuleysis. Rætt verður um aðstæ ður á íslenskum vinnu markaði í ljósi krepp- unnar, kynnt ný skýrsl a um þróun atvinnuás tands á síðustu árum h já ríkjum OECD og fjallað um nýsköpun á sviði s tarfsendurhæfingar. Sjónum verður sérstak lega beint að ungu fól ki. Ráðstefnugestir geta t ekið þátt í málstofum um starfsendurhæfing u, atvinnumál ungs fólks , langtímaatvinnuleysi og nýja aðferðafræði til að efla virkni atvinnula usra. Ráðstefnan stendur kl . 17.30–19.30 mánud aginn 9. nóvember og kl. 9.00–16.30 þriðjud aginn 10. nóvember. Ráðstefnan fer fram á ensku. Hún er öllum o pin eins lengi og húsrú m leyfir og aðgangur er ó keypis. Skráning á: http://you rhost.is/arbejde-til-all e-2009 Dagskrá er birt á: http ://www.felagsmalarad uneyti.is/radstefnur/

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.