Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 06.11.2009, Síða 64
40 6. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Hin ljúfsára jólamynd, Desember, var forsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en myndin verður tekin til almennra sýninga í dag. Desember gerist í Reykjavík á jól- unum og fjallar um popparann Jonna sem snýr heim til Íslands eftir að hafa flutt óvænt til Argent- ínu nokkrum árum áður. Leikstjóri myndarinnar er Hilmar Oddsson og með aðalhlutverkin fara Tómas Lemarquis og Lay Low. FRUMSÝNING Á DESEMBER GLATT Á HJALLA Það var glatt á hjalla á forsýningunni í gær. Hér óskar leikarinn Ingvar E. Sigurðsson aðstandendum myndarinnar til hamingju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ARI KRISTINSSON Kvikmyndatökumaðurinn og leikstjórinn Ari Kristinsson var meðal frumsýningargesta. THOR VILHJÁLMSSON Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson mætti á frumsýn- inguna og tók í spaðann á Tómasi Lemarquis. Tónlist ★★ Surprise Lára Ekki nógu óvænt Lára munstrar landsliðsmenn úr bransanum á þriðju plötuna sína. Þarna eru kempur eins og Jakob Smári Magnússon bassaleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Arnar Þór Gíslason trommari. Seint verður því hægt að segja að platan sé ekki þétt og vel spiluð og hljómurinn á henni er líka mjög traustvekjandi. Pró, eins og sagt er. Lára hamrar fílabeinið, syngur af öryggi en heldur tak- markaðri útgeislun á köflum, semur lögin og textana. Lára hefur áður gert kassagítarpopp og oft verið á ljúfu nótunum. Nú er hún í mun meira stuði og fer miklu poppaðri slóðir en áður. Stundum hljómar hún á pari við pjúra poppdívur eins og Avril Lavigne – til dæmis í titillaginu sem opnar plötuna með trukki – en þó er oftast styttra í „listrænni“ poppdívur eins og Reginu Spektor og Fiona Apple. Í bíómyndum skiptir söguþráðurinn öllu máli. Það skiptir engu máli hversu myndir eru dýrar eða leikararnir myndarlegir – ef söguþráður- inn er klisjukenndur og þá er myndin slöpp. Í tónlist snýst þetta um melódíurnar. Skilja lögin eitthvað eftir sig? Langar mann til að heyra þau aftur? Þrátt fyrir alla hæfileikana og vandaða umgjörðina þá flaskar Lára á þessu. Sem poppplötu vantar hana fleiri góð lög, sterkara heilalím. Þessi plata stendur því ekki undir nafni. Hið óvænta vantar. Dr. Gunni Niðurstaða: Poppuðustu plötu Láru vantar bara góðu lögin. Lögfræðingur breska viðburða- fyrirtækisins élan annars vegar og lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur hins vegar reyna nú að semja vegna ógreidds reikn- ings og ágreinings um lokaupp- gjör í tengslum við brúðkaup þeirra hjóna í nóvember fyrir tveimur árum. Eins og Fréttablað- ið greindi frá í gær var fyrirtöku málsins frestað á miðvikudaginn og ekki liggur fyrir hvort eða hve- nær það verður tekið fyrir að nýju. „Ef okkur tekst að semja þá verður málið fellt niður. Ef það tekst ekki mun dómari ákveða nýja dagsetn- ingu fyrir nýja fyrirtöku málsins,” segir Eiríkur Gunnsteinsson, lög- fræðingur élan. Viðburðafyrirtækið breska sá um alla skipulagningu á brúð- kaupi Jóns Ásgeirs og Ingibjarg- ar sem haldið var með mikilli við- höfn. Séra Hjörtur Magni gaf þau saman í Fríkirkjunni að viðstödd- um helstu fyrirmennum þjóðar- innar meðal annars forsetanum, Hreiðari Má Sigurðssyni og Björg- ólfi Guðmundssyni. Veislugestir héldu síðan í Hafnarhúsið þar sem var dansað langt fram eftir nóttu undir taktföstum undirleik Gus Gus. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin er sem deila fyrirtæk- isins og hjónanna snýst um. - fgg Samningaleiðin reynd GLÆSILEGUR VIÐBURÐUR Ekkert var til sparað þegar Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir gengu í það heilaga fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tveir meðlimir Kardashian-fjöl- skyldunnar stigu inn í hnefaleika- hringinn þar sem þau öttu kappi við fólk sem hafði greitt háar fjár- hæðir til þess að geta lúskrað á einum Kardashian. Loturnar fóru fram í Commerce-spila- vítinu í Kaliforníu og var hluti af góðgerðaviðburði sem haldinn var til að safna fé til styrktar samtökunum Dream Foundation. Það voru systkinin Rob og Kim Kardashian sem öttu kappi við karlmann og konu og lauk bar- dögunum á þann veg að Rob var fluttur á sjúkrahús en Kim fékk stærðarinnar glóðarauga. „Rob missti hjálminn sinn og þegar hann beygði sig eftir honum fékk hann högg í höfuðið og endaði á spítala með heilahrist- ing. Við vorum öll miður okkar vegna þessa. Stúlkan sem ég barðist við var hörð og sú gat látið höggin dynja,“ skrifaði Kim á bloggsíðu sinni eftir bardagann. Kýld fyrir peninga HART BARIST Kardashian-fjölskyldan keppti í hnefaleikum. Kvikmyndir ★★★★ Paranormal Activity Leikstjóri: Oren Peli Alvöru hryllingur Hjón verða vör við ýmsa yfirnáttúrulega hluti í húsinu sínu að næturlagi: raddir, andardrátt og klór á veggjum. Katie er sannfærð um að þar sé einhver vera sem vill þeim illt, og ákveður Micah að setja upp myndavél í svefnherbergi þeirra til þess að fylgjast með verunni. Paranormal Activity er ansi tilkomumikil frumraun leikstjórans og handritshöfundarins Oren Peli. Líkt og í kvikmyndinni Blair Witch Project er áhorfendum talið trú um að hér sé á ferðinni raunverulegt myndefni. Allir leikarar myndarinnar eru óþekktir og myndin er öll tekin upp á handhelda myndavél sem er meðhöndluð af aðalleikurunum. Í raun er uppsetning myndarinnar eins einföld eins og hægt er að hugsa sér. Áhorfend- ur fylgjast með daglegum hlutum í lífi þeirra hjóna og að næturlagi heimsækir yfirnátt- úruleg vera þau. Leikstjóranum Peli tekst með persónulegu útliti og áferð myndarinnar að skapa eitt magnað- asta andrúmsloft í hrollvekju sem ég hef upplifað í langan tíma. Hjónakornin eru leikin af nýstirnunum Katie Featherston og Micah Sloat, og eru þau virkilega sannfærandi í hlutverkum sínum. Taugaveiklun og óða- got þeirra eru ekki frábrugðin þeim sem maður einmitt hefði haldið að fólk myndi grípa til við samskonar aðstæður. Nánast allar hrollvekjur í dag einblína á snögga klippingu, hraða mynda- töku og virðast aðstandendur alltaf stíga sama feilskrefið: að afhjúpa andstæðinginn of snemma, en það gerist ekki í Paranormal Activity. Ekki eru þær margar hrollvekjurnar sem hafa látið mig ríghalda í armana á sætinu og langað að skrækja eins og smástelpa, en Paranormal Activity er ein þeirra. Vignir Jón Vignisson Niðurstaða: Fantagóð hrollvekja sem er meðal þeirra bestu síðustu ár. alltaf í leiðinni! oða pylsu 5 Líf ubrauð ÓDÝRT ALLA DAGA! G g yls 5 o p299kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.