Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 2

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 2
2 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR geta ekki hitt hópinn. Vonist hann til að bréf sitt svari einhverju af þeim spurningum sem bréfritar- ar leita svara við. Þá vísar hann á Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS hér á landi. Hann muni glaður skýra afstöðu AGS. Gunnar Skúli segir nokkra úr hópnum hafa fundað mörgum sinn- um með Rozwadowski. Svör hans, sem varði greiðsluþol Íslands og afstöðu sjóðsins tengda Icesave- deilunni, séu ekki fullnægjandi og því hafi verið leitað eftir fundi með framkvæmdastjóranum. jonab@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Einkavæðing bank- anna lagði grunninn að of mikilli áhættusækni þeirra á sama tíma og regluverk og eftirlit með þeim var lélegt. Rætur vandans hér liggja í fjármálageiranum og vill Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) koma í veg fyrir að slíkur harmleikur endur- taki sig. Hann mun ekki þrýsta á um einkavæðingu bankanna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svarbréfi Dominiques Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra AGS, til Gunnars Sigurðssonar, leikara og leikstjóra. Bréfið var sent í fyrradag en birt á vef AGS í gær. Bréf framkvæmdastjórans var svar við bréfi sem fimmtán manns sendu honum í októberlok. Þar á meðal voru Einar Már Guðmunds- son rithöfundur, Halla Gunnars- dóttir, alþjóðastjórnmálafræðing- ur og fyrrverandi aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, og Lilja Mósesdóttir alþingismaður. Í bréf- inu var óskað eftir því að svar yrði sent á heimili Gunnars. Gunnar, sem var staddur í Wash- ington í Bandaríkjunum, hafði ekki séð bréfið þegar Fréttablaðið náði tali af honum síðdegis í gær. „Við erum nýbúin að sjá bréfið. Við hefðum viljað fá það sent til okkar en ekki að það hefði verið birt á netsíðu AGS. Þá höfðum við vænst þess að hitta sjóðsstjór- ann. En hann vill það ekki,“ segir Gunnar Skúli Ármannsson, einn þeirra sem sendu bréfið til Strauss- Kahn. Hann segir óráðið um næstu skref. Í svarbréfi framkvæmdastjóra AGS biður hann forláts á því að Nánar á eða í síma Flug til og frá Alicante með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, gisting á 4* Hotel Villaitana ásamt morgunverði, 7 golfdagar með ótakmörkuðu golfi og íslensk fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli: 117.800 kr. Áramótaferð og Opna Express á La Sella, Spáni Verð á mann í tvíbýli: 169.600 kr. Innifalið: Flug með sköttum og frítt fyrir golfsettið í flug. Akstur til og frá flugvelli. Gisting á 5* Marriott Hóteli sem er rétt við golfvöllinn. 8 golfdagar með 27 holum á dag, fríar kerrur og Opna Expressmótið. Ísle sk fararstjórn. 28. des. - 5. jan. 2010 Fararstjóri: Björn Eysteinsson Ein skærasta perla golfvalla á Costa Blanca svæðinu Ómar, fölnaðirðu þegar þú fréttir af þessu? „Nei, en þetta fólk er ekki alveg að kveikja á perunni.“ Heilbrigðisráðuneytið ætlar að banna átján ára og yngri að nota ljósabekki. Ómar Ómarsson, eigandi sólbaðsstof- unnar Smart, vill að aldurstakmarkið sé 16 ár. DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í sex mán- aða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim sem hann réðst á tæpar 360 þúsund krónur í skaðabætur. Árásarmaðurinn sló með gler- flösku í höfuð mannsins sem hlaut skurð ofan við hársvarðarlínu vinstra megin. Sauma þurfti með sex sporum. Maðurinn hugðist athuga líðan árásarmannsins sem lá í gólf- inu eftir að hafa lent í átökum á skemmtistaðnum Nasa, en afleið- ingarnar urðu ofangreindar. - jss Skilorð og skaðabætur: Skar karlmann með glerflösku ALÞINGI Paddan skógarmítill, sem er blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, er líklega orðin land- læg á Íslandi. Hún getur verið varasöm fólki enda getur hún borið alvarlega sýkla í menn og valdið bakteríu- sýkingu. Á undanförn- um árum hafa þrjú tilvik sýk- innar greinst í fólki en ekkert þeirra var skráð með uppruna á Íslandi. Þetta kemur fram í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur. Sýking af völdum skógarmítils er læknanleg með sýklalyfjum. Heilbrigðisráðherra ætlar að fela sóttvarnalækni að fræða almenn- ing um lífsferil skógarmítils og hvernig forðast má skaða af hans völdum. - bþs Skógarmítill líklega landlægur: Fólk frætt um lífsferli og skaða LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum og Útlendingastofnun vísuðu í gær tveimur frönskum karlmönnum úr landi. Við afskipti lögreglu vaknaði grun- ur um að þeir væru hingað komnir í ólögmætum tilgangi. Í fórum mannanna fannst svo búnaður sem ætlaður er til að svíkja fé af fólki með blekking- um og fölsun evruseðla. Sams konar búnaður hefur áður verið tekinn af mönnum sem hingað hafa komið í sama tilgangi. Við ákvörðun Útlendinga- stofnunar var litið til frávísun- arheimilda í útlendingalögum þar sem skírskotað er til alls- herjarreglu og almannaöryggis. - jhh Frökkum vísað úr landi: Ætluðu að svíkja út fé STJÓRNMÁL „Annars vegar er um að ræða sjónarmið þeirra sem veita þessu máli fullan stuðning og svo hinna sem hafa efasemdir,“ segir Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna, um afstöðu meiri- hluta efnahags- og skattanefndar til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave. Nefndarmenn Sam- fylkingarinnar og VG standa að tveimur álitsgerð- um sem sendar verða fjárlaganefnd þingsins. Með Ögmundi starfar Lilja Mósesdóttir í nefndinni sem hefur opinberlega lýst því yfir að hún muni ekki styðja frumvarpið. Ögmundur vill ekki meina að meirihlutinn í nefndinni sé klofinn og ástæðulaust sé að gera mikið úr því þó að nefndarmenn stjórnarflokkanna sjái málið ekki með sama hætti. „Það sem gerist í þessari nefnd er að veita álit og miðla upplýsingum til fjárlaganefndar. „Það er svo fjárlaganefnd sem afgreiðir málið inn í þingið og því er ekki ástæða til að gera mikið úr þessu.“ Ögmundur hafnar því að gefa upp hver afstaða hans er til frumvarpsins eftir að því var breytt. Hann segist hafa talað fyrir því að málið fái þing- lega meðferð og þá komi afstaða hans í ljós. - shá Meirihluti efnahags- og skattanefndar skilar tveimur álitum um Icesave: Erum ósammála ekki klofin ÖGMUNDUR JÓNASSON Hafnar því að meirihluti nefndarinnar sé klofinn í afstöðu til frumvarps um ríkisábyrgð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Einkavæðing bank- anna felldi landið Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir lélegt eftirlit með íslensku bönkunum eftir einkavæðingu þeirra hafa lagt grunn að fjármálakreppunni hér. Hann svaraði í gær fimmtán einstaklingum sem leituðu svara um stöðuna. SJÁVARÚTVEGUR Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur skrifað sjávarútvegsráð- herra vegna nýrrar reglugerðar um að allur fiskur til útflutnings skuli vigtaður hér á landi. Elliði fer fram á að reglugerðin verði endurskoðuð. Ástæðan er sú að í Vestmannaeyjum er einfald- lega ekki til búnaður til að vigta allan fisk sem berst á land. Í bréfi bæjarstjórans segir einn- ig að bæjaryfirvöld hafi veruleg- ar áhyggjur af þeim fyrirsjáan- legu afleiðingum sem það hefur í för með sér að brjóta upp sam- starf útgerða í kringum sölumál og markaðssetningu við erlenda fiskmarkaði.“ - shá Endurskoða þarf reglugerð: Ekki hægt að vigta allan fisk „Við, undirrituð, teljum vafa undir- orpið að sú samvinna sem Ísland hefur tekið upp við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn sé íslenskri þjóð til hagsbóta og viljum fá úr því skorið. Það er að renna upp fyrir okkur að stefna sjóðsins er öðru fremur að skuld- setja íslensku þjóðina til að gæta hagsmuna fjármagnseigenda. Ábyrgð Íslendinga er mikil og það er okkar að koma í veg fyrir að komandi kynslóðir verði skuldsettar með þeim hætti að þær geti ekki staðið í skilum. Sem almennir borgarar á Íslandi förum við fram á skýr svör. Skoðanakannanir sýna að meiri- hluti íslensku þjóðarinnar er andvígur frekara samstarfi við AGS. Þarna vegur þyngst sú staðreynd að AGS stillti íslenskum stjórnvöldum upp við vegg í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Það er óásættanlegt að alþjóðastofnun hagi sér á slíkan hátt, enda hefur þetta rúið sjóðinn því trausti sem hann hafði á Íslandi. Þar sem hagsmunir heillar þjóðar og afkomenda okkar eru í húfi, förum við hér með fram á fund með þér, framkvæmdastjóra sjóðsins. Við vilj- um ræða við þig efnahagsáætlun AGS og fá skýringar á einstökum þáttum hennar. Við munum leggja fram rök- studda gagnrýni byggða á opinberum gögnum. Fundurinn getur farið fram í Reykjavík eða Washington eða annars staðar ef það hentar. Afar brýnt er að fundurinn fari fram sem allra fyrst og eigi síðar en 15. desember 2009.“ ÚR BRÉFINU TIL STRAUSS-KAHN VIÐSKIPTI Hreiðar Már Sigurðs- son, Sigurður Einarsson, Bjarni Ármannsson og Lárus Weld- ing eru meðal tuttugu og átta stjórnenda Kaupþings og Glitn- is sem skattayfirvöld krefja um þrjá milljarða króna í tengslum við endurálagningu Ríkisskatt- stjóra vegna söluréttarsamn- inga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Samkvæmt heimildum frétta- stofunnar hefur Ríkisskatt- stjóri nú sent bréf til um tíu stjórnenda Kaupþings og Glitn- is um endurákvörðun opinberra gjalda vegna samninganna. Alls munu tuttugu og átta stjórn- endur Glitnis og Kaupþings fá slíkt bréf. Restin af bréfunum verður send út á næstu vikum. Í heildina nemur endurálagning um þremur milljörðum króna en hæstu gjöldin nema um 200 milljónum króna. Æðstu stjórnendur bankanna: Skatturinn vill þrjá milljarða EINAR M. GUÐMUNDSSON LILJA MÓSESDÓTTIR GUNNAR SIGURÐSSON DOMINIQUES STRAUSS-KHAN EFNAHAGSMÁL Svartsýni er mun meiri hér en í öðrum löndum og eru Íslendingar líklegri til að upplifa þunglyndi vegna efnahagsþreng- inganna en í öðrum löndum, sam- kvæmt niðurstöðum ársfjórðungs- legrar könnunar WIN, samtaka óháðra alþjóðlegra markaðsrann- sóknafyrirtækja á áhrifum efna- hagskreppunnar hér og í 23 öðrum löndum. Niðurstöðurnar benda til þess að 42 prósent landsmanna hafi fund- ið fyrir depurð á þessu ári í kjölfar efnahagshrunsins. Meðaltal þátt- tökulandanna er sautján prósent. Þá benda niðurstöðurnar til þess að bjartsýni sé almennt að aukast á sama tíma í öðrum löndum og svart- sýni eykst hér. Meginniðurstaðan á heimsvísu er sú að fólk er almennt bjartsýnna en í fyrri könnunum. Það sýnir minna aðhald í eyðslu og lítur framtíðina bjartari augum en fyrr á árinu. Í samanburði við önnur lönd eru Íslendingar almennt svartsýnir á ástandið en þó virðist bjartsýnin vera að aukast hægt og bítandi. Mesta bjartsýnin mældist í Ástr- alíu, Austurríki, Brasilíu, Kanada og í Kúvæt. Íbúar í Argentínu, Búlgar- íu, Frakklandi, Mexíkó og Rúmen- íu voru svartsýnastir á sama tíma ásamt Íslendingum. Í tengslum við könnunina var rætt við 23.659 einstaklinga í öllum þátt- tökulöndum frá miðjum september til loka síðasta mánaðar. - jab Nærri helmingur Íslendinga hefur fundið til depurðar eftir efnahagshrunið hér: Bjartsýni eykst almennt ÞUNGLYNDI Ísland er á meðal sex landa þar sem svartsýni mælist mest í alþjóð- legri könnun. SKÓGARMÍTILL SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.