Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 4
4 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR SÓNATA FYRIR SVEFNINN EFTIR ÞÓRDÍSI BJÖRNSDÓTTUR ÁSTARÓÐUR TIL LÍFSINS Sónata fyrir svefninn er önnur skáldsaga Þórdísar Björnsdóttur en frumraun hennar, Saga af bláu sumri, fékk frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. „... viðvarand i fantastískt au gna- blik … dökkb lár ástaróður til l ífsins.“ – Víðsjá um S ögu af bláu sumri SKIPULAGSMÁL Deiliskipulag um miklar viðbyggingar við Iðnskól- ann í Reykjavík hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Auka átti byggingarmagnið á Skólavörðuholti um rúmlega sjö þúsund fermetra. „Þrátt fyrir það er í engu gerð grein fyrir því hvern- ig leyst skuli úr bílastæðaþörf er skapast vegna þessarar aukning- ar. Í hinni kynntu tillögu að breyttu deiliskipulagi svæðisins var gert ráð fyrir að gerður yrði bílakjallari á Skólavörðuholti í þessu augnamiði en við samþykkt tillögunnar var horfið frá þeim áformum án þess að grein væri gerð fyrir því í tillögunni með hvaða öðrum hætti bílastæða- kröfu yrði mætt,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Reykjavíkurborg fyrir sitt leyti sagði nýrri viðbyggingu við Iðn- skólann að mestu ætlað að taka við starfsemi og nemendum sem væru í Vörðuskólanum. Því væri ekki um einfalda fjölgun nemenda að ræða. Ekki væri talið að breyting- arnar myndu valda auknu álagi á bílastæði. Íbúi við Bergþórugötu sem kærði deiliskipulagið taldi hins vegar að það væri andstætt reglum að gera ekki ráð fyrir nýjum bílastæðum eins og niðurstaða borgaryfirvalda hafi orðið með því að hætta við að „sprengja Skólavörðuholtið“ til að koma þar fyrir bílakjallara vegna andstöðu nágranna Iðnskólans við þá framkvæmd. Meðal annars ótt- aðist sóknarnefnd Hallgrímskirkju skemmdir á byggingunni vegna sprenginganna. - gar GENGIÐ 13.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 239,4267 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,73 125,33 208,06 209,08 185,48 186,52 24,925 25,071 22,155 22,285 18,119 18,225 1,388 1,3962 199,13 200,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Útlit er fyrir að halli ríkis- sjóðs verði minni í ár en áður var talið. Það skýrist af lægri vaxta- kostnaði en reiknað var með og minna atvinnuleysi en spáð var. Um leið stefna tekjur ríkissjóðs – einkum af virðisaukaskatti – í að vaxa meira en ráð var fyrir gert. Að þessu samantöldu gerir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sér vonir um að hægt sé að draga úr áður áformuðum skattahækkunum. Fjárþörfin hafi minnkað. Steingrímur upplýsti þetta í umræðum um skatta á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræð- una og fann skattaáformum ríkis- stjórnarinnar allt til foráttu. Talsmenn annarra stjórnarand- stöðuflokka voru á sama máli. Bjarni sagði fjárlagagatið, sem stoppa þyrfti í, ekki stafa af skattalækkunum undanfarinna ára heldur því að skattstofnarnir hefðu brostið. Búa þyrfti svo um hnúta að þeir skiluðu á ný sömu tekjum og fyrr. Hann ítrekaði ágæti til- lögu sjálfstæðismanna um skatt- breytingu í lífeyriskerfinu; með henni væri hægt að brúa fjárlaga- hallann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ríkisstjórnina ekkert hugsa um verðmætasköpun og kvað ekki hægt að vinna sig út úr kreppu með því að hækka skatta. Benti hann á skattahækkanir í Bandaríkjunum í kreppunni miklu sem hefðu haft slæm áhrif. Skattalækkanir nýrr- ar ríkisstjórnar hefðu hins vegar gefist vel. Þór Saari, Hreyfingunni, sagð- ist ekki fráhverfur skattahækk- unum á einstaklinga en kolrangt væri að gera það núna; aðstæður Horfur hafa batnað Fjármálaráðherra sýnist að hægt sé að draga úr áður áformuðum skattahækk- unum. Engu að síður er mikil þörf fyrir auknar tekjur sem aflað verður með sköttum. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn skattaleiðum ríkisstjórnarinnar. Í frétt blaðsins um skattamál í gær, sem byggð var á gögnum frá Data- market, var ranghermt að meðaltals- skatthlutfall væri 28 prósent fyrir utan útsvar. Útsvarið er inni í þeirri tölu. LEIÐRÉTTING Hvernig væri að brosa þegar góðar fréttir koma? Steingrímur J. Sigfússon VG. Ríkisstjórnin þarf að hlífa fólkinu. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki. Ríkisstjórnin er jafnt og þétt að eyði- leggja innviði samfélagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokki. Þeir sem eiga mest geta að sjálf- sögðu lagt meira í sameiginlega sjóði. Magnús Orri Schram Samfylkingunni. Því miður vilja margir halda að hægt sé að skattleggja sig út úr kreppu. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki. Við ætlum að nota skattkerfið til að jafna tekjur. Sýnum samstöðu, jöfnum kjörin. Lilja Mósesdóttir VG. Við köllum eftir samráði en ríkis- stjórnin vill ekki hlusta á okkur. Birkir J. Jónsson Framsóknarflokki. Fyrst þarf að leiðrétta höfuðstól íbúðalána, svo má hækka skattana. Margrét Tryggvadóttir Hreyfingunni. ÚR UMRÆÐUNUM TEKIST Á UM SKATTANA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafn- ar skattahækkanaleið ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir skattahækkanir nauðsynlegar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI byðu ekki upp á það. Hann vildi á hinn bóginn skattleggja atvinnu- greinar sem byggðu starfsemi á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Þráinn Bertelsson sagðist geta fullyrt að venjulegt launa- fólk væri ekki aflögufært; leita þyrfti uppi peningana þar sem þeir væru. Helgi Hjörvar, Samfylking- unni, sagði ríkisstjórnina vera að reyna að skapa sátt um leiðir í skattamálum. Upphrópanir og heimsendaspár væru honum von- brigði. bjorn@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 12° 13° 12° 14° 13° 15° 11° 11° 23° 14° 22° 15° 26° 6° 14° 16° 8° Á MORGUN Strekkingsvindur. MÁNUDAGUR Minnkandi strekkingur. 6 3 1 2 3 3 1 2 3 2 4 5 4 4 4 3 4 6 5 7 -1 7 12 15 10 7 7 7 11 6 5 8 KÓLNAR Það verður heldur vindasamt á land- inu næstu daga og þá sérstaklega norðvestan- og suðaustanlands. Norðaustanáttin verður ríkjandi og það kólnar nú um helgina þó að hitinn haldist yfi r frostmarki að deginum til. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður NEÐRI-ÞJÓRSÁ Ekki er algengt að níðstangir séu reistar. Bóndi við Bíldudal gerði það fyrir tæpum þremur árum og óskaði manni í plássinu útlegð eða dauða. Hann var kærður til lögreglu fyrir morðhótun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MÓTMÆLI „Rjúpan og krían hafa orpið í haganum í átta þúsund ár og missa sitt en ég missi útsýn- ið,“ segir Egill Egilsson, sum- arbústaðaeigandi í Gnúpverja- hreppi. Egill ætlar að reisa níðstöng á Djáknhóli í landi Fosslands í Gnúpverjahreppi klukkan fimm í dag og formæla virkjanaáform- um Landsvirkjunar á Neðri- Þjórsá. Stöngin er þriggja metra há með heilum hrosshaus og mun hún standa í viku. Í stað augn- tótta hefur Egill komið fyrir ljósum, sem hann vonar að verði ógurleg í rökkrinu. Egill segir athöfnina sjálfa taka fimm mínútur en hann mun fara með bölbæn, þá sömu og Egill Skalla-Grímsson reisti Eiríki konungi blóðöx og Gunn- hildi drottningu í Egilssögu. - jab Mótmælir virkjanaáformum: Egill reisir Landsvirkjun níðstöng AFGANISTAN Herhundur sem var týndur í fjórtán mánuði í Afgan- istan hefur fundist heill á húfi. Tíkin Sabi var í eftirlitsferð með áströlskum og afgönskum hermönnum þegar árás var gerð á hópinn í Uruzgan í september í fyrra. Níu hermenn, þeirra á meðal þjálfari Sabi, særðust í árásinni og tíkin týndist. Leitað var að Sabi í marga mánuði án árangurs. Bandarískur hermað- ur fann hana svo á dögunum. Hún virðist ekki vera búin að gleyma þjálfun sinni og mun því snúa aftur til starfa á næstunni. - þeb Herhundur í Afganistan: Fannst eftir fjórtán mánuði VIÐ IÐNSKÓLANN Hætt var við að sprengja bílakjallara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Deiliskipulag um sjö þúsund fermetra stækkun Iðnskólans í Reykjavík ógilt: Bílastæðavandanum var ekki mætt SVISS, AP Persónuverndarstofn- unin í Sviss ætlar að kæra net- fyrirtækið Google fyrir götu- myndaþjónustu þess á vefnum. Á vefnum má sjá býsna nákvæmar myndir af götum, húsum, bifreiðum og jafnvel fólki í bæjum og borgum lands- ins, einum of nákvæmar að mati stofnunarinnar. „Fjölmörg andlit og bílnúm- eraplötur eru ekki máð nógu vel út til þess að standast persónu- verndarkröfur,“ segir Hanspet- er Thür, persónuverndarfulltrúi svissnesku stjórnarinnar. Víða í Evrópu hefur þessi þjónusta Google sætt gagnrýni. - gb Persónuvernd í Sviss: Dregur Google fyrir dómstól DÓMSMÁL Nálgunarbann hefur verið dæmt í Hæstarétti á mann. Hann hafði hótað barnsmóður sinni og fjölskyldu hennar lífláti, ásamt fleiru. Hann var á reynslu- lausn úr fangelsi þegar hann ógn- aði konunni, sem hann er ekki lengur í sambúð með. Manninum var veitt reynslu- lausn 2. september. Þá hafði hann afplánað helming níu mánaða fangelsisdóms fyrir ofbeldisbrot. Eftir það hefur konan tvívegis kært hann fyrir hótanir og alvar- legt áreiti. Þá hafa móðir konunn- ar og stjúpfaðir hennar lagt fram kæru á hendur manninum vegna lífláts- og ofbeldishótana í garð fjölskyldunnar. -jss Dæmdur í nálgunarbann: Hótaði fjöl- skyldu lífláti Kramnik heldur efsta sætinu Vladimír Kramnik er einn í efsta sæti fyrir síðustu umferð á minningarmót- inu um Mikhaíl Tal. Heimsmeistarinn Anand og Úkraínumaðurinn Vassilí Ívantsjúk eru hálfum vinningi á eftir. Í lokaumferðinni í dag eigast við Ívantsjúk og Kramnik. SKÁK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.