Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 92
64 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 30. október til 22. nóvember Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R O G D V D M Y N D U M Tónlist: ★★★ Adopt a Monkey Caterpillarmen Spriklandi ferskir og proggaðir áðí Caterpillarmen, fjórir Reykvíkingar sem stofnuðu bandið í ársbyrjun, eru spriklandi ferskir á þessari fyrstu tæplega 40 mínútna plötu sinni. Að megninu til sækja þeir í dragsítt progg 8. áratugar- ins, en að auki minna þeir stundum á sýrupopp Syds Barret á upphafstímabili Pink Floyd; Zappa og Beefheart kíkja við og stundum keyra þeir miskunnarlaust á riffum eins og rokkaðir Stoner-gaurar. Þeir blanda þessu öllu í graut og tæta þetta til og frá enda lögin löng og kaflarnir margir. Bandið er köggulþétt og spilagleðin auðheyrð. Allir eru færir á hljóðfærin sín. Það er lítið um útúrspeisuð áhrifahljóð eða effektapedalapot, heldur keyrt á næsta þurru sándi. Platan hljómar eins og strákarnir hafi mokað henni út í ærslum. Þeir eru í svo miklu stuði að þeir eru strax byrjaðir á næstu plötu. Svona gæti þetta eflaust gengið eins lengi og ærslin lifa. Vissulega vantar þá ærslagrautinn fókus. Lagasmíðarnar eru ekki mjög eftir- minnilegar og það er lítið um melódískt grip. Kannski hafa strákarnir engan áhuga á slíku en ég væri samt meira en lítið spennt- ur fyrir að heyra poppaðra efni frá þeim. Þá fyrst gæti skrattinn hitt ömmu sína. Dr. Gunni Niðurstaða: Köggulþétt tilraunarokk í ærslagrauti Sögur hafa verið á kreiki í nokk- urn tíma um að Lindsay greyið Lohan sé orðin blönk. Fox News flutti fréttir af því að leikkonan unga hafi neitað að greiða fyrir drykki sem hún fékk sér á öldur- húsi í Los Angeles. Lohan mætti brosandi á hinn vinsæla skemmtistað Crown Bar og drakk þar nægju sína en þegar þjónustustúlkan vildi að hún boraði reikninginn neit- aði leikkonan að borga og sagði starfsstúlkunni þess í stað að setja þetta á reikn- ing Twilight-leik- arans Kellan Lutz. „Lindsay benti á Kellan Lutz og sagði þjónustustúlk- unni að setja drykkina á hans reikning. Hún yfirgaf staðinn stuttu seinna,“ sagði sjónarvottur í viðtali við Fox. Borgar ekki drykkina BLÖNK Lindsay Lohan neitaði að borga fyrir drykkina sína. Ray Romano, sem Íslendingar þekkja úr sjónvarpsþáttunum Everybody Loves Raymond, snýr aftur á skjáinn í desem- ber í þáttunum Men of a Certain Age. Þar leikur hann fráskil- inn verslunareigenda og tveggja barna föður sem reynir að fóta sig í nýjum aðstæðum. Þættirnir verða alvarlegri og dramatískari en Everybody loves Raymond og nú er eftir að sjá hvort þeir falli í kramið og hvort þeir verði sýndir í íslensku sjónvarpi. Alvarlegri Ray SNÝR AFTUR Fráskilinn Ray Romano. Veitingahúsagestir í Reykjavík fengu óvæntan glaðning á fimmtu- dagskvöld þegar vaskir sveinar komu færandi hendi með jólabjór- inn frá Tuborg. Sveinarnir gáfu gestum vertshúsanna að smakka og þáðu þeir mjöðinn með þökkum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Julebryg frá Tuborg hefur átt miklum vinsældum að fagna í Dan- mörku síðasta aldarfjórðunginn og er í dag söluhæsti jólabjórinn þar í landi. - ag Gáfu veitingahúsa- gestum jólabjór BLÁKLÆDDIR SVEINAR Veitingahúsagestir í Reykjavík voru spenntir að fá að smakka jólabjórinn frá Tuborg. MYND / SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON SKÁL! Sveinarnir gáfu gestum vertshús- anna að smakka og þáðu þeir mjöðinn með þökkum. MYND / SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.