Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 44
MENNING 2 Ummyndanir Óvíds í snilldarþýði Kristjáns Árnasonar eru skylduei á h j i h i ili Öndvegisverk á íslensku G - s „... þau verða ekki mikið stærri tíðindin á íslenskum bókamarkaði á þessu ári ...“ Eiríkur Guðmundsson / Víðsjá „Glæsilegt framtak ...“ Illug ekki þann eld og straumþunga, „sem eilíft varir í gildi“.“ Sendiherrann ætlar vart að trúa sínum eigin eyrum. Er Ragnar að lýsa yfir upp- gjöf? Nei, fjandakornið. Í stað þess að veita hinum fallna riddara náðarhögg- ið reynir Sigurður að styðja hann aftur á fætur með því að draga úr gagnrýni sinni. „Ég get ekki neitað því, að jafn- vel í skáldritum Halldórs, svo að ég tali nú ekki um greinar hans, sakna ég ein- hvers, sem ég óska, að hann hefði í við- bót við allt annað. Líklega er það helst fólgið í því, að hann getur ekki losað sig við að hugsa um pólitíkina. Samt er hann enn listamaður mikill, kær okkur, alltaf leitandi fyrir sjálfan sig og listina, fyrir utan hina umhugsunina. En ég vildi feg- inn, að ég gæti dáðst eins að Halldóri sjálfum, öllum og heilum, og pródúktion hans í heild, eins og ég dáist að bestu köflunum í bókum hans.“ Ragnar reynist enn vera að hugsa um fyrri ummæli Sigurðar um Halldór og vill herða á þeim. „Mér kæmi ekki á óvart þó að þetta blóðleysi, sem þú kall- ar að þjái persónur hans, ætti eftir að gera enn meira vart við sig jafnvel en orðið er. Þó mun hann, er hann hefir drýgt að fullu synd gegn heilögum anda, gengið síðasta skrefið á vald myrkra- höfðingjanum, fá í hendur alla hans tækni og blekkingartól, og þá mætti svo fara að erfitt yrði að greina milli hins himneska og jarðneska, hreinnar fegurðar og töfra.“ Fást, Loftur og Húsavíkur-Jón Hvað áttu við? spyr Nordal, í vafa um hvort verið sé að líkja Halldóri við Fást, Galdra-Loft eða Húsavíkur-Jón. En Ragnar hefur annan saman- burð í huga. „Er ekki afar mörgum, kannski flestum snillingum svipað farið?“ spyr hann og sprettur á fætur. „Hvað er Beethoven, Wagner, Brahms, Schumann? Hafa þeir ekki allir kallað á djöfulinn sér til hjálpar, þó þeir hafi ekki látið hann ná í sér undirtökunum með öllu nema aðra stundina? Mozart og Bach buðu honum aldrei heim, eða kannski var hann þá ekki orðinn eins voldugur og síðar varð.“ Ragnar er auð- heyrilega að ná aftur vopnum sínum því í kjölfarið fylgir heljarinnar fyrirlestur sem hann flytur á tveimur jafnfljótum, arkandi fram og til baka, þvert yfir her- bergið. Áður en Sigurður hefur áttað sig er ræðumaður búinn að draga málverk Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stefánsson- ar inn í samanburð sinn á klassísku tón- skáldunum og skömmu seinna blandar hann Jóni Trausta, Davíð og Tómasi líka inn í málið, meira að segja séra Hallgrími og Passíusálmunum. „Hvað er list og sérstaklega hvað er mikil list? Er listin mannbætandi eða jafnvel hið gagnstæða?“ spyr Ragnar, þaðan sem hann stendur við gluggann og horfir á agnarsmá snjókorn sem þyrlast til og frá hinum megin við glerið. Mér þætti gaman að heyra þitt svar við því, svarar Sigurður. Þú hlýtur að hafa velt þessu stundum fyrir þér. Ragnar gengst við því, þetta eru spurningar sem hann hugsar um með reglulegu millibili. „Þá verður mér á að fara í gegnum verk ýmsra góðra manna og kemst jafnvel að þeirri niðurstöðu, að það, sem einkenni þroskaða list, ég á við list mikilla snillinga, fullþroskaðra, sé að þar skýtur djöfullinn upp kollinum, fremur en í verkum ungra manna.“ Þú meinar það, tautar sendiherrann og spyr hvort Ragnar telji að í þessu felist málsbætur fyrir Halldór. Ragnar svarar ekki spurningunni beint út. „Ég sagði að Halldór hefði fallið fyrir sjálfselsku sinni; er hið illa og góða háði stríð í blóði hans hafi hið góða tapað. En hvers vegna? Já, vegna þess að það dökka í fari hans lagði til beittari vopn. Er það ekki með innræti, ást, fórnfýsi, eins og aðra hæfileika, til dæmis listhæfileika? Ræður ekki upp- lagið í þessu efni mestu? Hreinum er allt hreint og óhreinum allt óhreint. Halldór Kiljan Laxness er ekki góður maður, hann bindur ekki vináttu við neitt. Hinn stærsti er sá, sem á mest af kærleika.“ Ragnar snýr sér að Nordal og spyr: En sorgarsagan, veistu hver hún er? Sigurður hristir höfuðið. Honum virðist sem forleggjarinn sé farinn að stefna saman ósamrýmanlegum þver- sögnum og getur ekki gert sér grein fyrir hvort skýringin sé sú að hann sjálfur hafi drukkið of mikið af koní- aki eða Ragnar sé orðinn svona ölvaður af hljómi eigin raddar. „Sorgarsagan er að við lesum Hall- dór og Tómas en lítum í Jón Trausta og Davíð og hlustum miklu meira á Brahms og Wagner en Bach. Og ástæð- an er það sem þú segir.“ Hvað áttu við? „Við leggjum svo mikið af innihaldinu til, af því sem við lesum og hlustum. Til þess að ná sambandi við hið stærsta, t.d. Bach og Mozart, verðum við að hreinsa okkur af allri synd, og hver leggur okkur til svo fullkomna ryksugu?“ Millifyrirsagnir eru blaðsins. löngu bréfi sem fjallaði að nokkru leyti um hjartalag tilvonandi Nóbels- skálds. Undir lok þess leit út fyrir að Ragnar hefði að nokkru leyti kom- ist að nýrri niðurstöðu um verk Hall- dórs, niðurstöðu sem var mun marg- ræðari en sú sem hann hafði haldið á lofti áður. „Þetta er gerviskáldskapur á ákaflega háu plani, eins og margir stærstu listamenn heimsins framleiða,“ voru lokaorð Ragnars um Gerplu á vor- dögum 1953. Síðan hefur þögn ríkt um þetta mál milli þeirra Sigurðar en það er orðið tímabært að þeir geri endan- lega út um það. Nú hefur Ragnar opnað fyrir umræðuna með þeirri fullyrð- ingu sinni að sagan sé öðrum þræði samtímalýsing. Bjartur og dökkur Sigurður horfir ofan í glasið sitt í drjúga stund áður en hann tekur til máls. „Juli- us Lange hélt því fram í dásamlegri bók, að gildi listaverks væri undir því komið, hvers virði efnið væri fyrir listamann- inn. Auðvitað er þetta einhliða, mörgu sleppt. En er ekki raunasaga Halldórs í því fólgin, að hann á minna og minna af tilfinningum afgangs til þess að gefa persónum sínum? Það blóð, sem þær eru gæddar, þegar þú lest Gerplu, hefur þú sjálfur lagt til.“ Ragnar grípur andann á lofti. Hann veit ekki hverju hann á að svara en finnst samt að hann þurfi að segja eitt- hvað. „Mér er alveg ljóst hvað þú átt við,“ gegnir hann, „og ég ætla ekki að fara að snúa út úr orðum þínum,“ – hér kemur löng þögn – „en ég er mát og fæ ekki komið orðum að því sem ég þó skil og veit.“ Ekkert liggur á, segir Sigurður. Hann hefur lítinn áhuga á að vinna fullnaðar- sigur í fyrstu atrennu. Það er ekki farið að skyggja að ráði, þeir hafa síðdegið fyrir sér. Ragnar tekur sér þá lengri umþótt- unartíma, hallar undir flatt, eins og hann sé að hafa aftur yfir með sér orð Nordals, og segir svo: „Um hjarta Hall- dórs hafa frá barnæsku togast á tvö öfl „dökkur og bjartur“ – og tapaði bjartur, og missti um leið þá tungu, sem hjartað skilur. Þetta skilur Einar Ben., af því, eins og þú sagðir einu sinni, að hann hafði sjálfur beðið sams konar skip- brot, þó hann fengi á síðari árum mikla lækningu fyrir trú sína, en hann náði sér aldrei til fulls. Orð Halldórs eiga Samherjar, útgefandi og höfuðskáld, Ragnar Jónsson og Halldór Laxness. Myndin er líklega tekin 1977 en þá fagnaði Halldór 75 ára afmæli, Ragnar var þá 73 ára, fæddur 1904. Ragnar lést 1984. MYNDIN ER LÍKLEGA TEKIN AF ÓLAFI K. MAGNÚSSYNI FYRIR MORGUNBLAÐIÐ. Halldór Kiljan Laxness er ekki góður maður, hann bind- ur ekki vináttu við neitt. Hinn stærsti er sá, sem á mest af kærleika.” FRAMHALD AF FORSÍÐU Ný íslensk óratóría um verndar- dýrling tónlistarinnar, heilaga Cecilíu, verður frumflutt í Hall- grímskirkju á degi dýrlingsins, sunnudaginn 22. nóvember kl. 16. Höfundar verksins eru þeir Áskell Másson tónskáld og Thor Vil- hjálmsson skáld. Verkið var pant- að af Listvinafélagi Hallgríms- kirkju með styrk meðal annars frá Kristnihátíðarsjóði. Verkefnið hefur verið í undir- búningi síðan árið 2003 og er liður í þeirri viðleitni Listvinafélags Hallgrímskirkju að hlúa að sköp- un nýrra tónverka á grunni trúar- arfs Íslendinga en heilagri Cecilíu voru helguð bæði bænhús og kirkjur á Íslandi í pápískum sið. Óratórían verður flutt af Þóru Einarsdóttur sópran, sem fer með titilhlutverkið, Braga Berg- þórssyni tenór, Ágústi Ólafssyni baríton og Bjarna Thor Kristins- syni bassa, Mótettukór Hallgríms- kirkju, skipuðum 60 söngvurum og 32 manna hljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar. Verkið segir sögu heilagrar Cec- ilíu, sem talin er hafa dáið píslar- vættisdauða í Róm á þriðju öld e. Kr. Frægð hennar stendur á göml- um grunni en hún er talin hafa fallið í ofsóknum gegn kristnum mönnum í Róm á valdatíma Mark- úsar Árelíusar á árunum fyrir 180. Helgisagan segir hana hafa dáið fórnardauða syngjandi og því er hún dýrlingur geistlegrar tón- listar, bæði í kaþólskum sið, hjá grísku rétttrúnaðarkirkjunni og austurdeild kaþólsku kirkjunnar. Ýmsar orðmyndir af nafni hennar eru til, en hér á landi er Sesselía algengust. Thor hefur áður lagt tónskáld- um lið við söngmál, enda afburða smiður á hljómmikinn texta sem byggir á rími og stuðlasetningu þó í lausu máli sé eins og lesend- ur hans þekkja og vilja sumir kalla ljóð frekar en sögu. Hann hefur áður unnið söngles með Atla Heimi Sveinssyni, í sjónvarps- óperunni Vikivaki. Mergjaður og myndríkur texti Thors Vilhjálms- sonar er byggður á íslenskri mið- aldaþýðingu á helgisögninni um dýrlinginn, þar sem hinstu dögun- um í ævi hinnar heilögu meyjar er lýst með áhrifaríkum hætti. Verkið er ríkt af andstæð- um, mikilli dramatískri spennu og ljóðrænni kyrrð. Tónskáldið nýtir vel hljómburð og hljóðfæra- kost Hallgrímskirkju og láta bæði orgel kirkjunnar í sér heyra. Aðal- hlutverk óratóríunnar, heilög Cec- ilía, gerir miklar kröfur til söngv- arans, bæði í tækni og túlkun. Hlutverk kórsins er stórt en hann fer með hlutverk sögumanns. Hljómsveitin er skipuð fjölda hljóðfæra, meðal annars sérsmíð- uðu steinaspili og vatnstrommu úr grjóti, sem eru skreytt með mynd- um af dýrlingnum. Smíðaði mynd- höggvarinn Páll Guðmundsson á Húsafelli steinaspilið og tromm- una fyrir þetta verk að beiðni tón- skáldsins en Húsafellskirkja var helguð heilagri Cecilíu í kaþólskri tíð. Óratórían Cecilía tekur um eina klukkustund í flutningi og er um margt einstakt verk í íslenskri tónlistarsögu. Í henni fá fornar helgisagnir nýtt líf með ferskri túlkun í texta og tónum. Frum- flutningur þessa umfangsmikla verks eftir tvo af fremstu höfund- um landsins, í tónlist og texta, er stórviðburður. - pbb Ný óratoría eftir Áskel Másson Thor Vilhjálmsson skáld Áskell Másson tónskáldÞóra Einarsdóttir sópran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.