Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 40
40 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Sko, mér finnst að ég og vinur minn Davíð Oddsson ættum að stjórna þessu landi! Við munum búa á Bessastöðum eftir að búið er að reka forsetann og þar munum við halda fínar nautnaveislur og trúarsamkomur! Sértrúarsöfnuðurinn minn verður þar alltaf mættur og allir aðrir velkomnir til Bessastaða sem dýrka mig! Munið bara þeir sem dýrka mig! Hinir þ.e.a.s. allur sá fjöldi sem öfundar mig og vogar sér þess vegna að tala ílla um mig, þeir eru þroskaheftir, geðveikir, lesblindir og sjónlausir! Sérstak- lega sjónlausir! Ég vil taka það fram að á trúarsamkomunum á Bessastöðum svo og nautnaveislunum verður bara lesið upp úr bókinni minni Hermikrákuheimur, hverja einustu mínútu á milli þess sem fólkið fær að snæða en í öll mál verður bara boðið upp á Gunnars majones og Gunnars sósur. Aðdáendur mínir verið velkomnir og kjósið mig sem næsta forseta! Ég mun koma ykkur út úr kreppunni, ekki málið! (Athugasemd sem Kleopatra Kristbjörg setti í gríni við blogg Svarthöfða á dv.is) K leopatra er í sumar- bústað svo við tölum saman í síma. Nancy frá Gunnars majonesi hafði hringt í mig og sagt mér að ég yrði að hitta Kleo- pötru augliti til auglitis til að fá sem allra sönnustu myndina af henni. Að það væri dásamleg upplifun. Ég verð bara að eiga það inni. Ég spyr Kleopötru fyrst út í hinar mjög svo óhefðbundnu auglýsingar sem fóru að birtast hér í blaðinu í vor. „Hermikrákuheimur fór hægt af stað,“ segir Kleopatra í símanum úr bústaðnum, „en svo allt í einu byrjaði hún að vekja athygli og umtal. Það var núna í sumar sem ég varð virkilega vör við það að bókin hefði slegið í gegn. Hvert sem ég fór kom fólk til mín og faðmaði mig og þakkaði fyrir bókina. Margir sögðu að hún hefði breytt lífi sínu til batnaðar og sumir sögðu að hún hefði hreinlega bjargað lífi þeirra. Ég vinn á skrifstofu úti í bæ, en fólk veit það ekki, svo það var mikið hringt í Gunnars majones verksmiðjuna í Hafn- arfirði. Helen Gunnarsdóttir, einn af eigendunum, varð fyrir svörum. Fólk- ið sem hringdi er aðdáendur bókarinn- ar og vildi borga undir auglýsingarn- ar. Það vildi hafa auglýsingarnar með sínum hætti. Svo fóru vinir mínir að spyrja mig spurninga. Mér var sagt að það yrði birt úr svörunum í auglýsing- unum og ég svaraði þeim bara.“ Veist þú þá ekkert hvaða fólk þetta er sem var að kosta auglýsingarnar? „Þessir aðdáendur? Nei. Ég kynnt- ist reyndar einum manni. Bara einum af þessum stóra hópi. En auglýsingarn- ar vöktu mikla athygli. Síminn stopp- aði ekki. Og allir voru mjög jákvæðir. Ég bjóst alltaf við einhverjum skömm- um en ég fékk bara hrós. Þetta var allt ókunnugt fólk. Sumir voru reynd- ar að vara mig við. Voru að segja að ég skyldi alls ekki fara niður í bæ um helgar þegar það er fyllirí og svona – að það yrði bara ráðist á mig. En ég fór nú bara samt og var ekkert hrædd. Lenti svo ekki í neinu nema bara einhverju jákvæðu. Eftir að þessar auglýsingar birtust fór bókin fyrst að vekja gífur- lega mikla athygli. Fólk var alls staðar að þakka mér fyrir. Þar sem mér finnst heimurinn svo sjúkur og samfélagið svo sjúkt þótti mér rosalega vænt um að fá að kynnast því hvað það er samt til mikið af fallegu, góðu og heilbrigðu fólki.“ Neyslufyllirí og nautnasýki Kleopatra hefur skrifað tvær bækur um fyrri líf, eina barnabók og sjálfs- hjálparbókina Hermikrákuheim. „Það var alveg logn á bæjunum þegar hinar bækurnar komu út og það er Hermikrákuheimur sem hefur vald- ið öllum þessum usla,“ segir hún. Hvað er það í bókinni sem er svona rosalegt? „Hefurðu ekki lesið bókina?“ Nei, ég verð að viðurkenna það … „Þú verður að drífa þig í því!“ Já, ég lofa! „Það sem er skelfilegt í bókinni … Pakkar ekki orð- unum í silkipappír Kleopatra Kristbjörg Stefánsdóttir er forstjóri Gunnars majones og hefur skrifað nokkrar bækur. Vægast sagt frumlegar auglýsingar vöktu svo gríðarlega athygli á bókinni Hermikrákuheimi og Kleopötru og hafa ýmsar vafasamar tilgátur verið uppi um majonesforstýruna. Til að fá botn í málið sló Dr. Gunni á þráðinn til Kleopötru. KLEOPATRA KRISTBJÖRG „Allt mun skjálfa og nötra þegar ég skrifa bókina um ástarmál mín!“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mér finnst það náttúrlega ekki neitt. Ég er bara að segja sannleikann. Það er mín skoðun. Ég er að segja frá því hvernig heimurinn er. Hvernig samfé- lagið er. Þetta er bara allt sjúkt. Og ég er ekkert að pakka orðunum inn í silki- pappír. Það er einhverjir reiðir út af bókinni. En það eru ekki margir. Það eru miklu fleiri sem dást að þessari bók og þvílíkt þakka mér fyrir hana.“ Myndir þú segja að bókin hafi verið eins konar viðvörun við banka- hruninu? þú ert alkóhólisti þá ertu sjálfselskur og óheiðarlegur, siðblindur og alveg rosalega mikill vargur eins og óarga- dýr. Þú ert nautnasjúkur, hömlulaus og skítug hóra.“ „Það varð allt brjálað út af þessu,“ segir Kleopatra. „En þetta er náttúr- lega sannleikur. Ég hef aldrei skilið af hverju alkóhólistar eru brjálaðir út af þessu þar sem þeir gera nú ekki annað á AA-fundum en að líta yfir farinn veg og velta sér upp úr eigin skít. Til að minna sig á að þeir gerðu út af við alla. Alkóhólistar eru ferlega þreytandi fólk sem þreytir mann í hel og þeir vita það sjálfir. En það er nú samt ekki sann- gjarnt að dæma alla alkóhólista eins. Ég held að það séu til alkóhólistar sem eru ekki að kafna úr sjálfselsku og þar af leiðandi nautnasýki, en þeir eru samt dæmdir eins og hinir. Alveg eins og það eru kannski til miðlar sem eru ekta. Svo spretta upp alls konar svika- miðlar og spákonur sem eru bara að bulla til að fá peninga. Þá eru hinir, sem geta eitthvað, dæmdir eins og allir settir undir sama hatt. Þannig er þetta víða og getur lagt líf fólks í rúst.“ Með bein í nefinu Gunnars majones var stofnað af Gunn- ari Jónssyni árið 1960. Vörur fyrir- tækisins eru gamalgrónar á heimilum landsmanna. Hvernig kom það til að þú varðst for- stjóri Gunnars majones? „Ég var ráðin mjög snögglega. Ég vil ekki tala illa um fólk svo ég vil ekki fara í smáatriðum út í það. En það þurfti bara að taka til.“ Ertu mikið inni í vöruþróun og slíku? „Ekki neitt. Málið var að það var komið í strand og átti að fara að skutla þeim út á ýmsum stöðum. Eigendurnir gerðu sér grein fyrir því að það þurfti einhvern þarna inn með bein í nefinu og töldu mig færa um það verkefni. Fannst ég hæf í mannlegum samskipt- um og ákveðin.“ Borðar þú mikið majones sjálf? „Já, Gunnars majones. Hef alltaf gert það. Þetta er besta majonesið og sósurnar líka. Eigendurnir, mæðgurn- ar þrjár, eru yndislegar konur. Svo var mér kennt um ídýfurnar (Kleopötru ídýfurnar) – að ég væri að skíra þær í höfuðið á mér – en það var reyndar Helen sem gerði það upp á eigin spýt- ur. Ég kom ekkert nálægt því. En mér var kennt um það.“ Allt mun skjálfa og nötra Við Kleopatra dveljum ekki lengi við kjaftasögurnar um að í kringum hana sé eins konar majones-sértrúarsöfn- uður – „Þetta er allt saman bara bull. Ég er náttúrlega í klíku eins og allir, þannig séð, ég á hóp af vinum. En það er talað um að það sé einhver sértrúar- söfnuður í kringum mig. Algjört rugl! Ég hef aldrei verið í sértrúarsöfnuði.“ Staðreyndin er hins vegar sú að það er mikið fram undan hjá Kleopötru á hinu listræna sviði. „Ég var byrjuð á annarri heimspeki- legri ádeilubók, en svo er bara búið að vera svo mikið að ég gera að ég kemst líklega ekki í að klára hana fyrr en á næsta ári,“ segir hún. „Svo er vinur minn Eiríkur Hauksson búinn að semja lag við eitt ljóða minna úr Hermikráku- heimi – og ætlar jafnvel að semja fleiri – og sá diskur kemur út á næsta ári.“ Kleopatra segir að fólk hvetji hana í sífellu til að skrifa ævisögu sína. „Það getur vel komið til greina, en ég myndi þá bara taka fyrir brot úr ævi minni – ekki alla ævina. Sérstaklega er ég að spá í að taka fyrir ástarmálin. Þar koma við sögu margir af toppunum í þjóðfélaginu. Ég get ekki sagt meira eins og er, nema að það mun allt skjálfa og nötra þegar þessi bók kemur út!“ „Það er talað um að það sé einhver sértrúar- söfnuður í kringum mig. Al- gjört rugl! Ég hef aldrei verið í sértrúar- söfnuði.“ „Ég tala náttúrlega um fylliríið. Þetta neyslufyllirí og þessa nautna- sýki. Þetta hlaut að enda með ósköp- um. Ég get þó ekki sagt að ég hafi séð bankahrunið fyrir. Ætli ég hafi ekki frekar álitið að það kæmi bara heims- endir. Ég held að kreppan sé að mörgu leyti til góðs. Hún hreinsar til og stöðv- ar að einhverju leyti fylliríið. Það er verið að berja fólk á botninn. Það er nú bara þannig að fólk fer ekki að hugsa fyrr en það liggur í blóði sínu á botn- inum. Hermikrákuheimur, auglýsing- arnar í Fréttablaðinu og svo kreppan hefur orðið til þess að fólk er farið að leita meira inn á við og spá og spekúl- era í Guði. Þetta er bara barátta og hún er þroskandi og kennir manni.“ Sannleikurinn um alkóhólista Kleopatra segir að það sem mest hafi farið fyrir brjóstið á fólki í auglýs- ingunum sé lýsing hennar á alkóhól- isma. Kannski ekki að furða þegar textinn var svona: „Dómgreindar- leysi er algengt einkenni alkóhólista enda innifalið í orðinu allur mesti við- bjóður veraldar, það þýðir geðveiki, ógeðslegt, sóðalegt og sjúkt líferni. Ef SKILABOÐ TIL ÞJÓÐARINNAR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.