Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 16
 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR UPPLÝSINGATÆKNI Á sama tíma og fastlínutengingum í símkerfi lands- ins fjölgar lítillega má merkja sam- drátt í lengd símtala úr kerfinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunarinnar (PFS) á tölfræði fjarskiptamarkað- arins á fyrri helmingi ársins 2009. Þegar bornir eru saman fyrstu sex mánuðir áranna 2007, 2008 og 2009 sést að talað hefur verið 13,9 prósentum skemur í gömlu fastlínu- símana á þessu ári en gert var árið 2007, eða í 355,6 milljónir mínútna í stað 413,2 mínútna. Samdráttur í tímalengd símtala er 6,6 prósent frá því í fyrra þegar talað var í 380,7 milljónir mínútna. Enn meiri munur er í hringingum til útlanda. Þar munar 17 prósentum á þessu ári og því síðasta, og 31,2 prósentum frá 2007. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir erfitt að geta sér til um hvað valdi þessum samdrætti. „Við vitum ekki fyrir víst hvaða áhrif nettæknin hefur,“ segir hann og vísar til forrita á borð við spjallfor- ritsins MSN Messenger og hringi- forrita á borð við Skype. „Annar hver maður hefur þetta opið á borð- inu hjá sér og ljóst að áhrifin eru einhver.“ Þá bendir Hrafnkell á að farsím- inn hafi unnið mjög á á kostnað fast- línukerfisins og þá hafi hér orðið ákveðin breyting á mannfjöldasam- setningu með brotthvarfi erlends verkafólks eftir uppgangstíma. Hrafnkell segir hins vegar sam- antekt stofnunarinnar leiða ýmis- legt markvert í ljós. Þannig hafi til dæmis markaðshlutdeild Símans á farsímamarkaði í fyrsta sinn farið undir 50 prósent. Þá komi fram merki um ákveðna mettun á far- símamarkaði þar sem hægt hafi á fjölgun farsímanotenda. Far- símafyrirtækið Nova hafi hins vegar aukið markaðshlutdeild sína verulega frá því í fyrra, eða úr 4,2 prósentum í 13,9 prósent. Í tölunum kemur fram að á fyrri helmingi síð- asta árs hafi Síminn verið með 56,6 prósenta hlutdeild á farsímamark- aði, en 48,1 prósent á þessu ári. Farsímanetið segir Hrafnkell hins vegar eiga mikið inni þegar horft er til gagnaflutninga. „Nú er fartölvu- eign orðin mjög útbreidd og jafnvel hægt að fá fartölvur með innbyggðu 3G korti,“ segir hann og telur lík- legt að enn eigi eftir að fjölga í þeim hópi fólks sem komi til með að vilja sækja sér gögn á netið hvar sem það er statt. „Núna nota um 12 þús- und manns svonefndan netpung og kemur það þá í stað ADSL tengingar fyrir marga,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Minna hringt til útlanda en undanfarin ár Gamli síminn (borðsíminn) er töluvert minna not- aður en síðustu tvö ár samkvæmt nýbirtum tölum. Vísbendingar eru um mettun farsímageirans. Í SÍMAVERI REYKJAVÍKURBORGAR Forstjóri PFS bendir á að á fyrri helmingi þessa árs hafi heildarvelta á fjarskiptamarkaði nánast verið sú sama og á sama tíma í fyrra, fyrir hrun. Það bendi til þess að þessi fjarskiptageirinn komi betur undan efnahags- fárviðrinu en margur annar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BREYTT SÍMANOTKUN TÍMABIL MILLJÓNIR MÍNÚTNA Fastanetið Símtöl innanlands Jan-jún 2008 271,6 Jan-jún 2009 260,5 Breyting: -4% Símtöl til útlanda Jan-jún 2008 18,8 Jan-jún 2009 15,6 Breyting: -17% Símtöl í farsíma Jan-jún 2008 88,9 Jan-jún 2009 68,3 Breyting: -30% Símtöl á internetið Jan-jún 2008 16,4 Jan-jún 2009 11,2 Breyting: -31,6% Alls á fastanetinu Jan-jún 2008 380,7 Jan-jún 2009 355,6 Breyting: -6,6% Farsímanetið Fjöldi mínútna úr GSM Jan-jún 2008 265,9 Jan-jún 2009 338,2 Breyting: +27,2% Heimild: PFS Leikföng Spil DVD diskar Gjafavörur Jólavörur MARKAÐUR Fjarðar ...og margt fleira á ótrúlega góðu verði Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Kópavogs Setning: Forvarnir í leikskóla: „Kirkjan í Kópavogi, samfélag án samkeppni“: „Það er of seint …“: Frjáls félagasamtök - hlutverk þeirra í forvörnum: „Saman í sátt“: Rétt úr kútnum og tekinn léttur snúningur – Hlé Forvarnir í heilsugæslunni: Þátttaka foreldra: „Á útivakt“ Forvarnarlegt gildi vinnuskóla: „Ungmennahús – hvað er það?“ Forvarnir í starfi Molans: „Víma er gríma“: „Hvað er að gerast í fíkniefnamálum?“: D A G S K R Á FÉLAGSMÁL „Þetta er nokkurs konar afsökunar- beiðni fyrir þá slæmu og ósanngjörnu umfjöll- un sem birtist af hálfu MATVÍS nýlega um veitingarekstur á Reykjanesi,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, um yfirlýsingu framkvæmda- stjóra Matvæla- og veitingafélags Íslands sem Fréttablaðið sagði frá í gær. „Því miður er oft kvartað undan óheiðarlegri samkeppni í veit- ingarekstri og á það við um öll landsvæði, ekki bara Reykjanes. Það breytir því ekki að stærsti hluti veitingastaða er heiðarleg fyrirtæki sem eiga annað skilið en að verkalýðsleiðtogar birti annan eins óhróður og þann sem birtist í grein- inni „Siðferði“,“ segir Erna. - gar Samtök ferðaþjónustunnar: Nokkurs konar afsökun- arbeiðni frá Matvís ERNA HAUKSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.