Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 80
52 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is CONDOLEEZZA RICE ER FÆDD ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954. „Við þurfum á sameigin- legum óvini að halda til að efla eininguna.“ Condoleezza Rice var utanrík- isráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W. Bush. „Við ætlum að bjóða okkar félagsmönnum og velunnurum í afmælisveislu í Heilsustofnun NLFÍ (Náttúrulækningafélag Íslands) í Hveragerði og halda upp á daginn með pompi og prakt. Hollar veitingar verða í boði, Karlakór Selfoss tekur nokkur lög, ávörp verða flutt og Geir Jón Þórisson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, annast veislustjórn. Svo verður gestum boðið að skoða stofnunina sem er auðvitað flaggskip félagsins,“ segir formaðurinn Ingi Þór Jónsson um fyrir- hugaða afmælisveislu Náttúrulækningafélags Reykjavík- ur á morgun, 15. nóvember, en þá verða 60 ár síðan félagið var stofnað. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur varð formlega til 15. nóvember árið 1949 þegar NLFÍ varð að bandalagi nátt- úrulækningafélaganna. Um leið urðu allir fyrrverandi fé- lagsmenn NLFÍ félagar í NLFR. Tilgangur félagsins hefur frá upphafi verið að breiða út boðskap náttúrulækninga- manna, að vekja almenning til umhugsunar um heilbrigða og skynsama lifnaðarhætti meðal annars með fræðslustarfi og málþingum hvers kyns. „Við, eða réttara sagt félagið í heild sinni, það er NLFÍ, stöndum enn fyrir fræðslu og tökum þátt í málþingum. Svo höfum við skipulagt grasaferðir og matreiðslunám- skeið,“ segir Ingi Þór. „Ekki má gleyma því að við höfum veitt viðurkenningar til einstaklinga, fyrirtækja og stofn- ana, sem okkur þykir hafa með sýnilegum hætti lagt sitt af mörkum til að efla heilbrigði og framboð af lífrænum hollustuvörum.“ Náttúrulækningafélag Reykjavíkur hefur allt frá stofnun verið fjölmennasta náttúrulækningafélagið á landinu. Þegar Björn L. Jónsson, veðurfræðingur og síðar yfirlæknir Heilsu- hælisins, tók fyrstur við embætti formanns félagsins 1949 voru félagsmenn 1.150 talsins. Að sögn Inga Þórs hafði fé- lagsmönnum fækkað eitthvað á tíunda áratugnum þegar talan fór niður í 300 en hefur fjölgað aftur á síðustu tíu til fimmtán árum og eru nú um 840 talsins. „Hinn vestræni heimur hefur breyst mikið og áhuginn á heilbrigðum lifnaðarháttum eykst sífellt,“ segir Ingi Þór, sem er lærður matreiðslumaður og segist í gegnum starf sitt hafa öðlast áhuga á félaginu. „Svo fannst mér saga félagsins ekki síður spennandi og sú þekking sem það geymir. Síðustu sex- tán ár hef ég sem formaður haldið uppi merkjum félagsins með góðu fólki mér við hlið: þau Ásthildi Einarsdóttur vara- formann, Brynju Gunnarsdóttur ritara og Bjarna Þórarinsson gjaldkera.“ Og hvað er svo fram undan? „Að gera enn betur og horfa kannski svolítið til fortíðar. Stuðla að frekara fræðslustarfi og vera í samvinnu við fyrirtæki og félög með svipaðar áherslur. En fyrst er það afmælið,“ segir Ingi Þór og bætir við að veisluhöldin hefjist á morgun klukkan 15. „Þess skal líka getið að allir sem mæta fá frítt í baðhús HNLFÍ og svo afmælispakka í tilefni dagsins.“ roald@frettabladid.is NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG REYKJAVÍK- UR: FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI Á MORGUN Vel tekið á móti boðsgestum FORMAÐURINN Ingi Þór í Krúsku, verslun og matstofu, sem er í eigu NLFÍ. Félagið starfrækti á árum áður matstofu að Skálholtsstíg 7 og síðar Á næstu grösum á Laugavegi 20B. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Auðar Vordísar Jónsdóttur Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu deildar H1 í Reykjavík fyrir frábæra umönnun og umhyggju. Jón Heiðar Guðmundsson Þóra Björg Stefánsdóttir Elín Guðmundsdóttir Guðjón Ármann Einarsson Helga Guðmundsdóttir Ólafur E. Jóhannsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guttormur Ármann Gunnarsson frá Marteinstungu, Holtum, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 10. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Elke Gunnarsson, börn, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svanfríðar Kristínar Benediktsdóttur frá Hnífsdal, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ágúst Jónsson Birna Geirsdóttir Sigurborg Sveinbjörnsdóttir Jón K. Guðbergsson Anna Jenný Rafnsdóttir Gylfi Ingólfsson Ásdís Lára Rafnsdóttir Elínborg Jóna Rafnsdóttir Edda Maggý Rafnsdóttir Þórarinn Kópsson Aðalheiður Arna Rafnsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Rögnvaldur H. Haraldsson Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 12. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Andrésdóttir Brynja Björk Rögnvaldsdóttir Þórhallur G. Harðarson Rögnvaldur Óttar Rögnvaldsson Margrét Gísladóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku hjartans dóttur okkar, systur og barnabarns, Guðrúnar Hebu Andrésdóttur Guð blessi ykkur öll. Andrés Sigmundsson Þuríður Freysdóttir Sigmundur Andrésson Azadeh Masoumi Sigurjón Andrésson Margrét Sara Guðjónsdóttir Agnes Sif Andrésdóttir Ágúst Örn Gíslason Sigmundur Andrésson Dóra Hanna Magnúsdóttir Aðrir aðstandendur. Ástarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, Kristins Arnar Friðgeirssonar Barðastöðum 35, Reykjavík. Guðbjörg Erla Andrésdóttir Friðgeir Sveinn Kristinsson Guðmundur Friðgeirsson Hildur Björk Hafsteinsdóttir Margrét Friðgeirsdóttir Daníel Örn Guðmundsson Kári Steinn Guðmundsson Ragnheiður Jóna A. Laufdal Kristinn Sæmundsson Birkir Blær Kristinsson Aðalsteinn Einir Kristinsson Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Fríðu Sólveigar Ólafsdóttur Þökkum af hlýhug starfsfólki Landspítalans, Sigurði Björnssyni lækni, hjúkrunarfólki á 11B og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Einnig viljum við þakka heimahjúkrun Karitas, þau öll studdu okkur svo dyggi- lega. Vinnuveitendum og samstarfsfólki viljum við einnig þakka fyrir umburðarlyndi og skilning á erfiðum tímum. Gunnar R. Jónsson Gunnar Atli Gunnarsson Sonja Sif Jóhannsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Hákon Gunnarsson Katrín Kristjánsdóttir og ömmubörn. MOSAIK Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Solveig Sigurlaug Ólafsdóttir Hlévangi, Keflavík, andaðist sunnudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir Þorsteinn Árnason Jón Ágúst Guðjónsson Ragnheiður Guðbjörg Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.