Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 46
MENNING 4 Þriðji ópusinn úr smiðju Ragnars Bragasonar og félaga um Georg Bjarnfreðarson og félaga hans rann sitt skeið liðinn sunnudag. Fangavaktin var hápunkturinn í dagskrárkynningum Stöðvar 2 á þessu hausti og fullyrða má að engin þáttaröð í íslensku sjónvarpi hafi fyrr eða síðar verið auglýst jafn mikið, enda Stöð 2 í varnar- stöðu á markaði og brýnt að halda áskriftum sem flestum þegar við blasir að samdráttur er á auglýs- ingamarkaði sem áskriftarstöðin er orðin háskalega háð. Fangavaktin hefur náð mik- illi hylli meðal þeirra áhorfenda sem sáu, rétt eins og fyrri serí- urnar Næturvaktin og Dagvaktin. Á morgun er á dagskrá einhvers konar endahnútur á þessari sögu allri þar sem á dagskrá er þáttur um gerð verksins og ítarefni verð- ur sýnt. Í næsta mánuði er boðað að þáttaröðin komi á disk og verð- ur vafalítið vinsæl til gjafa. Þá fyrst gefst almenningi tækifæri til að skoða þessa röð, líkt og hinar fyrri, í samhengi og samfellu, eins og þeim sem hér skrifar bauðst til að meta röðina, kosti hennar og galla. Þessar þrjár þáttaraðir eru blendingur forma. Næturvaktin var hreinust í formi, nánast sitcom tekið í raunverulegu setti bensín- stöðvar og nætursölu. Aðstæðurn- ar þekkjast úr sögu slíkra þátta: Open All Hours lýsti svona sjoppu í bresku hverfi og þar fór Ronn- ie Barker með aðalhlutverk, hann fylgdi því reyndar eftir með Por- ridge sem gerðist í fangelsi, en lengra nær samanburðurinn ekki. Þessa er þó vert að geta. Þá var sveitahótelið kunnuglegur staður fyrir sitcom og kemur þá Fawlty Towers fyrst í hugann. Vaktar-rað- irnar eiga sér því forvera þótt þar fari ekki fyrirmyndir. Í handritaskrifum fyrir þætti af þessu tagi er nánast óhjákvæmi- legt að helstu leikendur taki til sinna ráða; mótun þeirra á per- sónum verður svo sterkur hluti af tilurðinni enda fór svo að raðirnar þrjár voru kenndar við þá. Vin- sældirnar liggja að stórum hluta í þeirra frammistöðu: Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur leggja af stað með skýrar og ljósar per- sónur sem eru þannig samsettar, í öllum sínum mótsögnum, að þær haldast lifandi allt til enda. Tök þeirra eru frumleg þótt greina megi í þeim öllum erkitýpur úr hinni klassísku hefð: Georg Bjarnfreðarson á sér eldri frænd- ur, hinn valdasjúka, smásálarlega púrítana og kemur fyrst í hugann Malvolíó Shakespeares. Í hugum höfundanna er hann tengdur ein- strengingslegustu hlutum vinstri róttækninnar, Svíþjóðardýrkun og reglufestufasisma. Það eru samt gloppur og mótsagnir í persón- unni, hann flaggar dýrkun á Stal- ín og Steiner í senn í menntakom- plex sínum. Ergi hans sem kynnt var til sögunnar í lok Næturvakt- arinnar og varð fyrirferðarmikil í Dagvaktinni gleymdist þó á þeim stað þar sem tækifæri gafst til að nýta hana: í karlaveislu fangels- is. Gaman hefði verið að sjá þar þróast líkamlega aðdáun hans á til dæmis kraftatröllinu sem allt- af fylgdi Manjú-fríkinu. Það fylg- ir reyndar mikið álag því að leika svo gegnilla persónu, Jón Gnarr hefur í Georg skapað persónu sem á sér fáa svipaða skúrka ef til allra leikbókmennta okkar er tekið. Það er helst séra Sigvaldi Jóns Thor- oddsen sem nálgast þessa sköpun Jóns, þótt betra hefði verið að sjá hann fella tár en syrgja örlög sín í geiflugrettu í lokin. En Jón er ekki búinn með þessa persónu: nú skal henni helguð heil kvikmynd sem frumsýnd verður um jólin. Daníel er í túlkun Jörundar flóknasta persónan: klár strák- ur á flótta undan foreldravaldinu, sá sem vill „finna“ sig og til enda hryllir hann við að ganga inn í það góðborgaralega mynstur sem bæði foreldrar hans og kærasta heimta. Hann á því enga undankomuleið aðra en að deyfa sig upp með lyfj- um og verður þannig harmræn persóna, örlög hans hryggileg þótt í honum blundi sterk þrá eftir öryggi í kjarnafjölskyldu. Samleik- ur þeirra Jörundar og Söru Mar- grétar Nordahl var einkar fal- legur og hún hélt dæmalaust vel um sína persónu sem er afrek hjá svo ungum krafti yfir svo langt vinnslutímabil. Pétur Jóhann hefur í hlutverkum sínum undanfarin misseri aðeins sýnt á sér eina hlið, manngerð sem er reyndar dregin hreint dæma- laust skýrum og lifandi drátt- um, fyndnust þeirra allra persón- anna í tilsvörum og andagt yfir furðum lífsins, trúðshlutverk sem er unnið af svo miklu listfengi að unun er á að horfa. Á lokasprett- inum í hinum alvöruþrungna jóla- þætti steig Pétur þó skrefi lengra í að sýna gegnheilan góðan mann í sambandi sínu við Þröst sem Ólaf- ur Darri túlkar af fullkomnum tökum. Þeirra samband var nán- ast eina heila og sanna samband- ið sem þessir þættir geymdu, ekki spillt af annarlegum sjónarmiðum, einungis af gæskufullum og gef- andi vinskap. Nú er bara spurn- ingin: gefst Pétri tækifæri til að þróa hæfileika sína lengra og í nýjar áttir? Höfundarnir sýndu mikið hug- rekki að brjóta formið í þessum síð- asta þætti og voru reyndar teknir að gera það í hinu hörmulega upp- gjöri Kenneths og Georgs þegar sveinstaulinn skilur loks að hann kemst aldrei til síns heima fyrir afskipti Georgs af nafni hans og stöðu. Þar eins og reyndar í fleiri lausnum sprengdu menn mótið: Björn Thors í afar þakklátu en frábærlega leystu hlutverki, sem hann reyndar var búinn að sinna aðeins á sviði Borgarleikhússins í fyrra. Margt smálegt er aðfinnsluvert í framkvæmd þessa síðasta þátt- ar: púsluspilið sem lifnaði við í lokin kom fyrir strax í bláupphafi Fangavaktarinnar þegar hellt var úr púslkassanum á borðið, en það var ekki ítrekað svo tekið væri eftir. Sumar persónur fengu ekki það rými sem þær áttu skilið, eins og sálfræðingur/geðlæknir Hörpu Arnardóttur, nú eða hinn stamandi fangavörður Gunnars Hanssonar. Eftir á að hyggja held ég að það megi að hluta skýra með bráðræði í framleiðslunni og að hluta til and- anum í framkvæmdinni. Ekki efa ég að það fjör hefur skilað seríunni vel en það hefur líka drepið tæki- færi sem gáfust. Ég er enn á því að kvikmyndatakan hafi tekist lang- best í fyrstu seríunni. Vegna þess hve allar seríurnar voru blandn- ar í frásagnarhætti var tempóið í hverjum þætti oft rysjótt, réðist að því er virtist oft af því hver var í fókuspunkti. En þáttaraðirnar þrjár eru tví- mælalaust einstaklega vel heppnað fyrirbæri sem hafa náð sögulegri stærð í vitund áhorfenda. Þær sýna afburða vel heppnaðan leik í stóru og smáu, samfellu í túlkun sem er til fyrirmyndar og hugmynda- auðgi í framgangi með vísvitandi röskun á fléttu, og verða því um langan aldur einhvers konar við- mið í íslensku leiknu efni. Og það er ekki slæmur árangur. Þær eru fyrst og síðast ánægjulegur áfangi fyrir Ragnar Bragason sem leik- stjóra og hljóta að leiða til þess að sæti í fremstu röð íslenskra leik- stjóra verði nú frátekið og honum merkt. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Fangavaktin og fyrirrennarar hennar Hin heilaga þrenning, eigum við öll eitthvað í þessum strákum eða eiga þeir eitthvað í okkur öllum? MYND/SAGAFILM/STÖÐ 2 FANGAVAKTIN Höfundar: Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason Leikstjóri: Ragnar Bragason Framleiðendur: Saga film ★★★★★ 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Boðið er upp á leiðsögn um sýningar. Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 Netfang: gerduberg@reykjavik.is ı www.gerduberg.is Laugardaginn 14. nóvember kl. 14-15 Út í kött! Dansleikhús fyrir börn Lýðveldisleikhúsið – www.this.is/great Aðgangseyrir: Kr. 1.500 Sunnudaginn 15. nóvember kl. 14-15 Tóney í Gerðubergi Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Nemendur úr Sæmundarskóla og Listdansskólanum koma fram og hljómsveitin Rússíbanarnir taka nokkur lög. Umsjón: Guðni Franzson, tónlistarmaður. Ókeypis aðgangur! Óreiða Sýning Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur sem unnin er upp úr og undir áhrifum frá skáldverkum Kristínar Marju Baldursdóttur um listakonuna Karitas. Laugardaginn 14. nóvember kl. 14 Í gegnum tíðina Verið velkomin á opnun sýningar Sigurbjargar Sigurjónsdóttur í Boganum. Postulínsmyndir og munir, vatnslitamyndir og pastel- og olía á striga eru meðal þess sem fyrir augu ber. Svanurinn minn syngur Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir veislur, fundi, ráðstefnur og námskeið?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.