Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 18

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 18
18 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þegar sagt er að útflutn-ingsgreinunum sé nauð-synlegt að búa við sveigj-anlega mynt þýðir það á mæltu máli að stjórnvöld geti lækk- að gengi krónunnar þegar þurfa þykir til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þeir sem nú tala fyrir krón- unni sem framtíðarmynt færa þessi rök helst fram fyrir máli sínu. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að allar ákvarðanir í peningamálum á þessari öld efldu banka og styrktu innflutning en veiktu útflutn- ingsstarfsemina. Stóra spurning- in er því þessi: Hvers vegna not- uðu stjórnendur peningamála ekki þennan sveigjanleika sem felst í sjálfstæðri mynt? Satt best að segja var það ekki fyrr en útlendingar stöðvuðu lánaflóð- ið til landsins að krónan hrundi. Með hæfilegri einföldun geta skýringarnar bara verið tvær. Annað- hvort var ekki unnt að stjórna lítilli mynt í heimi frjálsra fjármagns- flutninga í þágu útflutningsgrein- anna eða stjórnendur peningamál- anna höfðu einfaldlega ekki áhuga á því. Þeir sem nú vilja halda krónunni sem framtíðarmynt verða að skella skuldinni á stjórnendur peningamálanna bæði í ríkisstjórn og Seðlabanka ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér. Þegar allrar sanngirni er gætt er þó líklegra að stjórnendur peninga- málanna hafi einfaldlega ekki ráðið við að stjórna lítilli mynt í alþjóð- lega opnu hagkerfi með hagsmuni sjávarútvegs fremur en viðskipta- banka í huga. Stjórntækin dugðu einfaldlega ekki til þess. Ugglaust hafa stjórnendum peningamálanna verið mislagðar hendur um eitt og annað. En rétt eins og með stjórn- endur fyrirtækjanna sýnist krónan sjálf þó hafa verið meira vandamál en þeir. Krónan meira vandamál en stjórnendurnir Efnahags- og viðskiptaráð-herra hélt í síðustu viku ræðu um endurreisnina á ráðstefnu sem endurskoð- unarfyrirtækið KPMG gekkst fyrir. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að stjórnendur fyrirtækja hefðu ein- ungis gert ein mistök. Þau voru að taka lán í erlendri mynt. Í ljósi þess hversu erlendar skuld- ir hafa leikið fyrirtækin grátt er ekki unnt að segja að ráðherrann fari með staðlausa stafi. Hitt er spurning hvort ekki eru fleiri hlið- ar á málinu. Hvernig má það vera að þorri stjórnenda fyrirtækja geri allir sömu mistökin á sama tíma? Var eitthvað að þeim? Eða, má hitt vera að eitthvað hafi verið að peninga- kerfinu? Furðu gegnir að lykilspurningar eins og þessar skuli ekki vera brotn- ar til mergjar í umræðu stjórnmála- manna um endurreisnina. Efnahags- og viðskiptaráðherrann er ekki í öfundsverðri stöðu. Annar stjórnar- flokkanna vill varðveita krónuna en hinn taka upp evru. Ráðherrann er þarna á milli steins og sleggju. Þar af leiðir að jafnvel ráðherra efna- hagsmála getur ekki haft skoðanir á því máli sem á endanum mun ráða mestu um hvort hér tekst að skapa samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Stjórnarandstöðuflokkarnir not- færa sér ekki ágreininginn í ríkis- stjórninni. Ástæðan er einfaldlega sú að innan þeirra eru líka skipt- ar skoðanir um þessi efni. Sam- tök atvinnulífsins geta ekki rætt málið vegna innri ágreinings. Rödd Alþýðusambandsins er orðin dauf. Vera má að það vilji ekki reka fleyg á milli stjórnarflokkanna í málinu. Að þessu leyti er Ísland nú í svip- aðri málefnakreppu og á fjórða ára- tug síðustu aldar. Sundurlyndi um stefnuna í peningamálum var ein af ástæðum þess að höftin, sem þá byrjuðu með einfaldri skilaskyldu á gjaldeyri, urðu að þrjátíu ára efna- hagsfjötrum. Allir flokkar komu þar við sögu. Kaldi veruleikinn er sá að ekki er unnt að losna undan vandanum með því að ræða hann ekki. Milli steins og sleggju Tími er kominn til að menn horfist í augu við þá stað-reynd að krónan var meira vandamál í rekstri fyrirtækja á Íslandi en stjórnendur þeirra. Sumir hafa ugglaust tekið of mikla áhættu. Þeir gjalda þess. Sameiginlegur vandi þeirra allra er hins vegar ósamkeppnishæf mynt. Nú er því gjarnan haldið fram af þeim sem skjóta vilja umræðunni um framtíðarstefnu í peningamál- um á frest að hvað sem öðru líði hafi sveigjanleiki krónunnar bjarg- að útflutningsgreinunum. Er málið svo einfalt? Þegar betur er að gáð var það hrun krónunnar miklu fremur en fall bankanna sem kom fyrir- tækjunum á knén. Það var hrun krónunnar en ekki fall bankanna sem setti efnahag margra heim- ila í uppnám. Erlend lán margra útflutningsfyrirtækja eru fryst um þessar mundir. Þegar þau koma úr frystinum og gjalddagarnir skella á er hætt við að þeim muni fækka sem segja að hrun krónunnar hafi verið sérstakur happafengur fryrir sjávarútveginn. Löngu áður en fjármagnsflutn- ingar voru gefnir frjálsir fékk sjávarútvegurinn því framgengt að mega taka afurðalán í erlendri mynt. Markmiðið var að búa atvinnugreininni stöðugra rekstrar- umhverfi. Eftir það urðu gengis- lækkanir tvíeggja sverð. Af þeim getur að sjálfsögðu verið stundar- hagur ef skuldirnar hækka ekki um leið. Til lengri tíma litið er stöðug- leikinn þó betri kostur. Efnahagsspár segja að enn sjái ekki til þess lands að krónan styrkist. Afnám haftanna er að sönnu skýrt yfirlýst markmið. Eng- inn hefur þó sýnt fram á að unnt verði að halda krónunni stöðugri án hafta. Menn horfa fram til lækkunar á ofurvöxtum. Hvergi sjást hins vegar rök fyrir því að unnt verði að stjórna krónunni með sambærilegum vöxtum og í viðskiptalöndunum. Sveigjanleikakenningin ÞORSTEINN PÁLSSON Ævintýrasmiðja - Ferðasmiðja - Viðburðasmiðja ESKIMOS H jálmar Jónsson dómkirkjuprestur sagði litla en merkilega sögu í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hún fjallaði um hversu víða fréttir af meint- um hörmungum á Íslandi hafa borist. Með henni tókst Hjálmari á einfaldan hátt að setja hlutina í upplýsandi samhengi. Gefum honum orðið: „Verst fannst mér þó þegar ég fékk bréf frá kunningja mínum, presti í Úganda í Afríku. Þar er bláfátækt fólk en hann spurði hvort hann gæti hjálpað okkur. Ég dauðskammaðist mín. Um hvað erum við eiginlega að biðja, básúnandi um eymd okkar um allan heim?“ Í þessum orðum séra Hjálmars felast þörf og tímabær skila- boð. Fyrir ári greip um sig fjöldamóðursýki á Íslandi, sem hefur staðið of lengi. Afraksturinn er meðal annars sá að þjóðin, sem sögulega hefur verið sú allra bjartsýnasta á heimsvísu, er komin alveg yfir á hinn endann, og er nú svartsýnust allra. Þá niðurstöðu má lesa um í nýrri skoðanakönnun sem var gerð nú á haustdögum í 24 löndum og Capacent Gallup sagði frá í gær. Í könnuninni kemur fram að svartsýninni fylgir dapurlega hár skammtur af þunglyndi. Þar eru Íslendingar líka á röngum enda listans því hlutfall þeirra sem segjast hafa upplifað þunglyndi, sem beina afleiðingu af efnahagsástandinu, er áberandi hæst hér á landi, eða 42 prósent. Í öðrum löndum könnunarinnar er meðaltalið 17 prósent. Þetta eru ekki uppörvandi tölur. Fyrirfram hefði maður talið að íslensk þjóð byggi jafnvel yfir æðruleysi í ríkari mæli en aðrar þjóðir eftir meira en tólf hundruð ára dvöl á hjara veraldar í nábýli við eldfjöll og vægðarlausa veðurguði. Sú reyndist hreint ekki raunin þegar á reyndi. Þvert á móti virðumst við eiga erfiðara með að halda haus þegar á móti blæs en aðrar þjóðir. Þetta þekkja þeir til dæmis sem hafa fylgst með lífinu á Spáni eða í Bandaríkjunum. Á báðum stöðum hefur heimskreppan látið finna harkalega fyrir sér. Atvinnuleysi á Spáni var til að mynda 18 prósent í október og í Bandaríkjunum var það 10 prósent. Þetta ástand hefur þó ekki yfirtekið alla umræðuna eins og hér, þar sem atvinnuleysið er 7,6 prósent og kreppuberserkir halda áfram að senda frá sér heimsendaspár. Viðbrögð þjóðarinnar við atburðum undanfarins árs eiga örugg- lega eftir að verða rannsóknarefni í sálfræði og félagsfræði. Ein skýringin á útbreiddu hamsleysinu getur verið að svartsýnin og þunglyndið sé birtingarmynd af því að sjálfsmynd þjóðarinnar brast síðasta haust. Sú mynd var hins vegar örugglega ekki síður byggð á ranghugmyndum um yfirburði þjóðarinnar en núverandi dökk sýn á stöðuna. Könnun Capacent er sem betur fer ekki alvond. Út úr henni má líka lesa að innlend svartsýni, þó mikil sé, er í rénun frá því að hún varð mest í sumar. Yfir því má gleðjast. Boð um aðstoð frá Úganda er þörf hugvekja. Móðursýkin er í rénun JÓN KALDAL SKRIFAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.