Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 94
66 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Segðu ekki frá (með lífs- marki) er glænýr tvöfaldur tónleikapakki með Megasi og Senuþjófunum, en marg- ir vilja meina að loksins hafi Megas fengið þá undir- leikara sem honum ber eftir að Senuþjófarnir byrjuðu að spila með honum. „Það hefur sýnt sig að þetta er með bestu böndum. Það er undr- um líkast,“ segir Megas. Hann hefur þó vitaskuld oft haft góðan hóp manna í kringum sig áður. „Ég ætla ekki að vera með saman- burð á hljómsveitum, en jú, þetta er eitt besta bandið sem ég hef unnið með. Það eru margir kostir sem prýða það. Það er sama hver dettur inn í það, hann er orðinn eins góður og allir hinir þegar á hólminn er komið. Það er einhver galdur í þessu bandi.“ Þetta er að minnsta kosti fjórða tónleikaplata Megasar. Fyrir eru Drög að sjálfsmorði frá tónleik- um í MH 1979, Drög að upprisu frá tónleikum með Ný dönsk í MH 1994 og Greinilegur púls sem kom út 2006 en inniheldur upptökur frá hljómleikum á Púlsinum árið 1991. „Ástæðan fyrir því að maður setur út læf-plötur er að þar eru allavega öðruvísi útgáfur af lög- unum. Oft eru líka lagfæringar og breytingar á lýrík,“ segir Megas. Þótt læf-plötur séu oft álitn- ar annars flokks miðað við hljóð- versplötur er Megas á öðru máli. „Ég er afskaplega hrifinn af læf- plötum. Þar kanna hljómsveitirn- ar ný sjónarhorn á músíkina og gera jafnvel viðamiklar breyt- ingar. Þetta hefur ekkert með það að gera að fíla ekki orginal- inn; maður fær bara betri inn- sýn í músíkina. Til dæmis get ég tekið Stones-plötuna Some Girls. Ég náði engu sambandi við hana fyrst í stað. Kannski lagði ég mig ekki nógu mikið fram. Þegar ég hlustaði á bútlegga frá næsta túr á eftir náði ég loksins í skottið á grunnhugmyndunum.“ Plata Megasar og Senuþjófanna var tekin upp á síðustu árum á nokkrum tónleikum í bænum og úti á landsbyggðinni. Ekki er sérstaklega tekið fram hvaðan hvað kemur, meira er hugsað um heildarmyndina. Bandið og Megas renna sér í 27 lög frá öllum tíma- bilunum, þarna eru sum af þekkt- ustu lögum Megasar í bland við sjaldgæfari hunda. Þessi plata brúar bilið þar til næsta hljóðver- splata Megasar og Senuþjófanna lítur dagsins ljós. Hljómsveitin var byrjuð á nýrri plötu en tók sér pásu þegar í ljós kom að ekki var nóg til af nýmeti. Megas einbeitir sér nú að því að semja ný lög. „Það er ekki langt í næstu plötu,“ segir hann. „Hún kemur ekki fyrir jól úr þessu, en sennilegast áður en þau þarnæstu skella á.“ drgunni@frettabladid.is Galdur í tónleikaplötunum GEFUR INNSÝN Í MÚSÍKINA Megas er með lífsmarki á Segðu ekki frá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Ríó tríó - Lokatónleikarnir Frá „lokatónleikum“ 1974. Bandið var þó langt í frá hætt þegar hér var komið við sögu. ■ Þursaflokkurinn á hljómleikum Þursarnir í bana- stuði í Þjóðleik- húsinu 1980. ■ HAM - Lengi lifi Ham flýta sér á „lokatónleikum“ 1994. ■ Bubbi - Ég er Frá tónleikum Bubba í Púlsinum 1990. ■ Sálin hans Jóns míns - 12. ágúst 1999 Órafmögnuð Sál í Loftkastaln- um sló verðskuldað í gegn. ■ Johnny Cash - At Folsom Prison Það er sjálfkrafa gæsahúð þegar fangarnir fagna „Just to watch him die“ í „Folsom Prison Blues“. ■ Nirvana - MTV Unplugged in New York Margir vilja meina – svona eftir á að hyggja – að þessir tónleikar hafi verið jarðarför Kurts Cobain. ■ The Who - Live at Leeds Rokkþruma tekin upp 1970. Er undantekningarlaust talin til bestu læf- platna allra tíma. ■ Bob Dylan - Boot- leg Series, Vol. 4: Live 1966, „Royal Albert Hall“ Concert „Júdas!“ hrópaði liðið þegar Dylan stakk gítarnum í samband. ■ The Band - The Last Waltz Martin Scorsese gerði kvikmynd um þessa lokatónleika The Band frá 1976. Fullt af frægum gestum. NOKKRAR FRÆGAR TÓNLEIKAPLÖTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.