Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 94
66 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Segðu ekki frá (með lífs-
marki) er glænýr tvöfaldur
tónleikapakki með Megasi
og Senuþjófunum, en marg-
ir vilja meina að loksins
hafi Megas fengið þá undir-
leikara sem honum ber eftir
að Senuþjófarnir byrjuðu að
spila með honum.
„Það hefur sýnt sig að þetta er
með bestu böndum. Það er undr-
um líkast,“ segir Megas. Hann
hefur þó vitaskuld oft haft góðan
hóp manna í kringum sig áður.
„Ég ætla ekki að vera með saman-
burð á hljómsveitum, en jú, þetta
er eitt besta bandið sem ég hef
unnið með. Það eru margir kostir
sem prýða það. Það er sama hver
dettur inn í það, hann er orðinn
eins góður og allir hinir þegar á
hólminn er komið. Það er einhver
galdur í þessu bandi.“
Þetta er að minnsta kosti fjórða
tónleikaplata Megasar. Fyrir eru
Drög að sjálfsmorði frá tónleik-
um í MH 1979, Drög að upprisu
frá tónleikum með Ný dönsk í MH
1994 og Greinilegur púls sem kom
út 2006 en inniheldur upptökur
frá hljómleikum á Púlsinum árið
1991. „Ástæðan fyrir því að maður
setur út læf-plötur er að þar eru
allavega öðruvísi útgáfur af lög-
unum. Oft eru líka lagfæringar og
breytingar á lýrík,“ segir Megas.
Þótt læf-plötur séu oft álitn-
ar annars flokks miðað við hljóð-
versplötur er Megas á öðru máli.
„Ég er afskaplega hrifinn af læf-
plötum. Þar kanna hljómsveitirn-
ar ný sjónarhorn á músíkina og
gera jafnvel viðamiklar breyt-
ingar. Þetta hefur ekkert með
það að gera að fíla ekki orginal-
inn; maður fær bara betri inn-
sýn í músíkina. Til dæmis get ég
tekið Stones-plötuna Some Girls.
Ég náði engu sambandi við hana
fyrst í stað. Kannski lagði ég mig
ekki nógu mikið fram. Þegar ég
hlustaði á bútlegga frá næsta túr
á eftir náði ég loksins í skottið á
grunnhugmyndunum.“
Plata Megasar og Senuþjófanna
var tekin upp á síðustu árum á
nokkrum tónleikum í bænum
og úti á landsbyggðinni. Ekki er
sérstaklega tekið fram hvaðan
hvað kemur, meira er hugsað um
heildarmyndina. Bandið og Megas
renna sér í 27 lög frá öllum tíma-
bilunum, þarna eru sum af þekkt-
ustu lögum Megasar í bland við
sjaldgæfari hunda. Þessi plata
brúar bilið þar til næsta hljóðver-
splata Megasar og Senuþjófanna
lítur dagsins ljós. Hljómsveitin
var byrjuð á nýrri plötu en tók sér
pásu þegar í ljós kom að ekki var
nóg til af nýmeti. Megas einbeitir
sér nú að því að semja ný lög. „Það
er ekki langt í næstu plötu,“ segir
hann. „Hún kemur ekki fyrir jól
úr þessu, en sennilegast áður en
þau þarnæstu skella á.“
drgunni@frettabladid.is
Galdur í tónleikaplötunum
GEFUR INNSÝN Í MÚSÍKINA Megas er með lífsmarki á Segðu ekki frá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
■ Ríó tríó - Lokatónleikarnir Frá
„lokatónleikum“ 1974. Bandið var þó
langt í frá hætt þegar hér var komið
við sögu.
■ Þursaflokkurinn
á hljómleikum
Þursarnir í bana-
stuði í Þjóðleik-
húsinu 1980.
■ HAM - Lengi
lifi Ham flýta sér
á „lokatónleikum“
1994.
■ Bubbi - Ég er Frá
tónleikum Bubba í
Púlsinum 1990.
■ Sálin hans Jóns míns - 12. ágúst
1999 Órafmögnuð Sál í Loftkastaln-
um sló verðskuldað í gegn.
■ Johnny Cash - At
Folsom Prison Það
er sjálfkrafa gæsahúð
þegar fangarnir fagna
„Just to watch
him die“ í
„Folsom Prison
Blues“.
■ Nirvana
- MTV
Unplugged
in New
York Margir
vilja meina
– svona eftir
á að hyggja
– að þessir tónleikar
hafi verið jarðarför
Kurts Cobain.
■ The Who - Live at
Leeds Rokkþruma
tekin upp 1970. Er
undantekningarlaust
talin til bestu læf-
platna allra tíma.
■ Bob Dylan - Boot-
leg Series, Vol. 4: Live
1966, „Royal Albert
Hall“ Concert „Júdas!“
hrópaði liðið þegar
Dylan stakk gítarnum í
samband.
■ The Band - The Last
Waltz Martin Scorsese
gerði kvikmynd um þessa
lokatónleika The Band
frá 1976. Fullt af frægum
gestum.
NOKKRAR FRÆGAR TÓNLEIKAPLÖTUR