Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 49

Fréttablaðið - 14.11.2009, Side 49
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ætli ég vakni ekki frekar snemma á laugardaginn og fái mér hafragraut í morgunmat. Síðan hugsa ég að ég hiti aðeins upp áður en ég fer á kóræfingu klukkan 11 með Fríkirkjukórn- um,“ segir Finnur Karlsson, nemi í baritónhornleik, og bætir við að hann kunni ekki við að skrópa á æfingu þrátt fyrir það stóra verk- efni sem bíði hans seinna um dag- inn. Finnur mun þreyta lokapróf á hljóðfæri sitt með tónleikum á Engjateigi 1 klukkan 17. Auk þess að leika eigin tónsmíð, en hann er í tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands, mun hann flytja verk eftir Bach, Horovitz, Jakob og Rachmaninoff. Með honum leika Helga K. Guðmundsdóttir á harm- oniku og píanóleikararnir Ingi- björg Þorsteinsdóttir og Júlíana Rún Indriðadóttir. „Eftir prófið ætla ég með fjöl- skyldunni eitthvað fínt út að borða til að halda upp á áfangann,“ segir Finnur en getur lítið sagt hvert skuli halda, það sé í höndum for- eldranna. „Ég hef aðallega áhyggj- ur af því að æfa mig,“ segir hann og getur vart hugsað lengra fram í tímann. Hann veit því lítið hvað verður á dagskránni á sunnudag en telur þó að lærdómurinn verði þar efstur á blaði enda skólanum ekki lokið þó að þetta próf sé afstaðið. Finnur stundar nú nám á fyrsta ári á tónsmíðabraut við Lista- háskóla Íslands og er því rétt að byrja. Hvað við tekur eftir það er ekki á hreinu. „Ég hugsa námið sem sterkan leik, hvað svo sem ég muni hafast fyrir í framtíðinni. Hvort sem ég verð tónlistarkenn- ari, tónskáld eða starfsmaður á bensínstöð,“ segir hann glaðlega. Finnur byrjaði eins og svo marg- ir að læra á blokkflautu þegar hann var lítill en skipti yfir á barit- ónhornið þegar hann var níu ára. „Mig langaði að vera með í skóla- hljómsveitinni og var spurður hvað ég vildi spila á og ég sagði: „Bara eitthvað.“ Þá var það bara ákveð- ið fyrir mig,“ segir hann og hlær. Baritónhorn þekkja ekki marg- ir, en Finnur segir það koma úr sömu hljóðfærafjölskyldu og túba og líta út eins og lítil túba. „Það er þó einstakt hljóðfæri og myndar mjög fallegan tón. Það hefur hins vegar orðið undir í tónlistarheim- inum, sérstaklega vegna þess að það hefur ekki fastan sess í sin- fóníuhljómsveitinni,“ segir Finn- ur. Hann telur líklegt að hann sé sá fyrsti sem taki lokapróf á hljóð- færið hér á landi og er sáttur við þá sérstöðu. solveig@frettabladid.is Þeytir baritónhorn Finnur Karlsson heldur í dag framhaldsprófstónleika á baritónhorn. Hljóðfærið er fremur sjaldgæft og Finnur telur að hann sé eini maðurinn sem lokið hafi prófi á það hér á landi. Finnur Karlsson heldur framhaldsprófstónleika á baritónhorn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEIMSPEKIKAFFIÐ Heilabrot og huggulegheit verður haldið á Bláu könnunni á Akureyri á sunnudaginn. Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, í samvinnu við Félag áhugafólks um heimspeki, stendur fyrir uppákomunni, sem stendur frá 11 til 12. Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 18. NÓVEMBER pplýsingar og innritun í síma 567 0300 / 894-2737
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.