Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 14. nóvember 2009 17
FÉLAGSMÁL Umræða um málefni
Knattspyrnusambands Íslands
(KSÍ) rataði inn á borð borgar-
ráðs á fimmtudag. Líkt og Frétta-
blaðið hefur greint frá var fjár-
málastjóri sambandsins staddur
á nektarstað í Sviss með greiðslu-
kort sambandsins.
Borgarráð áréttaði í ályktun
það ákvæði mannréttindastefnu
Reykjavíkurborgar sem skuld-
bindur borgaryfirvöld til að vinna
gegn klámvæðingu og vændi. KSÍ
væri mikilvægur samstarfsaðili
um íþróttir, uppeldi og forvarn-
ir. Borgarráð hvetur sambandið
til að marka sér skýra stefnu um
þessi mál. - kóp
KSÍ hvatt til stefnumörkunar:
Borgarráð
ályktar um KSÍ
GRÆNLAND Grænlandsjökull hopar
nú á meiri hraða en undanfarin
ár. Hann hefur því jafnframt
meiri áhrif á hækkun sjávar-
borðs. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn sem birtist í tímaritinu
Science.
Vísindamenn notuðu veður-
athuganir, gervihnattamyndir og
líkön af hegðun jökla til þess að
greina stærðarþróun jökulsins
á ársgrundvelli. Niðurstöðurnar
gefa til kynna að undanfarið hafi
jökullinn hopað mun hraðar og
sjávarborð að sama skapi hækkað
meira. Ef jökullinn hyrfi með öllu
myndi sjávarborð jarðar hækka
um sjö metra. - þeb
Ný rannsókn á Grænlandi:
Jökullinn hopar
hraðar en áður
REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon,
borgarfulltrúi F-lista, segir það
ábyrgðarleysi að ætla að skuld-
setja Orkuveitu Reykjavíkur enn
frekar. Fyrirhugaðar lántökur
séu ósjálfbær-
ar og óarðbær-
ar og komandi
kynslóðir
muni þurfa að
standa undir
skuldunum.
Þetta kom
fram í bókun
Ólafs á borg-
arráðsfundi á
fimmtudag. Þar
var lagt fram
bréf frá forstjóra Orkuveitunnar
þar sem óskað var staðfestingar á
tíu milljarða hlutafjárútboði. Því
var vísað til borgarstjórnar. Borg-
arráð óskaði eftir minnisblaði um
fjárhagslega stöðu fyrirtækisins,
fjárfestingaráform og umsögn um
áhrif nýs lánshæfismats. - kóp
Ólafur F. Magnússon:
Segir Orkuveitu
of skuldsetta
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur stað-
fest ákvörðun dómsmálaráðuneyt-
isins um að framselja karlmann
frá Srí Lanka til Þýskalands.
Framsalið er til fullnustu refsi-
dómi sem maðurinn hlaut í Þýska-
landi fyrir sérstaklega hættu-
lega líkamsárás. Hann er búinn
að afplána hluta refsingar. Hann
hefur dvalið hér á landi í sumar,
en framsalsbeiðni kom fram undir
haust.
Maðurinn hlaut dóm hér á landi
í júní. Þá var hann dæmdur í eins
mánaðar fangelsi fyrir skjalafals,
eftir að hann kom hingað á
fölsuðum skilríkjum. - jss
Karlmaður frá Srí Lanka:
Skal framseldur
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Borgarráð
ályktaði um málefni fjármálastjóra KSÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SAMGÖNGUR Strætó bs. mun skila
200 milljóna króna hagnaði í
ár, ef fram heldur sem horfir.
Það er algjör viðsnúningur frá
rekstri síðustu ára og í fyrsta
sinn síðan 2004 sem fyrirtækið
skilar hagnaði.
Miklar breytingar urðu á kerfi
vagnanna í febrúar í sparnað-
arskyni. Þá var ferðum fækkað,
leiðum breytt og ferðir aflagð-
ar á ákveðnum tímum. Þessar
aðgerðir spöruðu fyrirtækinu 150
milljónir og með öðrum aðhalds-
aðgerðum tókst að spara um
fimmtíu milljónir í viðbót. Með
því og fjárframlagi eigenda var
fjárþörf fyrirtækisins fullnægt,
en í fyrra fóru forsvarsmenn
þess fram á 300 milljóna króna
aukaframlag. Eigendurnir, sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu,
samþykktu 100 milljóna króna
framlag.
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum að veita fyrirtækinu tæp-
lega sextíu milljónir króna. Það
er lokagreiðslan af þeim sem
sveitarfélögin samþykktu að setja
í reksturinn. Í nóvember þarf
fyrirtækið að greiða 100 millj-
óna króna lán og verður framlag
eigendanna nýtt til þess.
Reynir Jónsson, forstjóri
Strætó, segir gott að hafa borð
fyrir báru á næsta ári, sem verði
erfitt. Trauðla verði lengra stigið
í að minnka þjónustustigið. - kóp
Borgarráð samþykkir fjárframlög til Strætó vegna uppgreiðslu láns:
Strætó skilar hagnaði í ár
REYNIR JÓNSSON Forstjórinn segir
stefna í 200 milljóna króna afgang í ár
sem nýtist félaginu vel á næsta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í FYLGD MEÐ FORSETA Ekki er allt sem
sýnist á þessari mynd, því þessi unga
kona stillti sér upp á vaxmyndasafni í
kínversku borginni Sjanghaí við hliðina
á eftirmynd Baracks Obama.
NORDICPHOTOS/AFP
www.tskoli.is
Mótaðu framtíðina
Hvort sem markið er sett á frekara nám eftir framhaldsskóla eða starfsréttindi er
Tækniskólinn eftirsóknarverður til að bæta við sig þekkingu og færni.
Við bjóðum f jölbreytt og hagnýtt nám í einum öf lugasta framhaldsskóla landsins.
Byggingatækniskólinn
• Grunnnám tréiðna
• Húsasmíði
• Húsgagnasmíði
• Málaraiðn
• Múriðn
• Tækniteiknun
• Veggfóðrun og dúkalagnir
Fjölmenningarskólinn
• Almenn námsbraut nýbúa
• Starfsnám
Hársnyrtiskólinn
• Hársnyrtibraut
Hönnunar-
og handverksskólinn
• Fataiðn
• Fatatæknir
• Gull- og silfursmíði
• Keramikhönnun
• Listnámsbraut
• Mótun
Raftækniskóli
• Grunnnám raf iðna
• Rafeindavirkjun
• Rafveituvirkjun
• Rafvélavirkjun
• Rafvirkjun
• Símsmíði
Skipstjórnarskólinn
• Skipstjórnarskólinn
Tæknimenntaskólinn
• Almenn braut
• Náttúrufræðibraut
• Stúdentsbraut með flugnámi
• Stúdentspróf af list- og starfsbraut
Upplýsingatækniskólinn
• Ljósmyndun
• Margmiðlunarskólinn
• Tölvubraut
• Upplýsinga- og ölmiðlabraut
Véltækniskólinn
• Véltækniskólinn
Núna er rétti tíminn til að skrá sig á www.tskoli.is
Umsóknarfrestur í dagskóla er til 20. nóvember og í kvöld-
og f jarnámi til 4. janúar. Aðstoð við innritun er 17. desember.