Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 6
6 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR HLUTAFÉLÖG Ætlunin er að auka réttindi minni hluthafa með breyt- ingum á hlutafélagalögum, sem nú eru í undirbúningi í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að frumvarp þessa efnis verði lagt fyrir Alþingi fyrri hluta vetrar. Fyrstu drög liggi fyrir og séu byggð á ítarlegri skýrslu Lagastofnunar HÍ. Í skýrslunni var lagt til að gerð yrði frekari könnun á því hvort taka ætti norsk lög til fyrirmynd- ar með því að hluthafi geti fengið heimild dómstóls til að innleysa hlut sinn í félagi ef stjórnendur þess eða aðrir hluthafar hafa misbeitt áhrifum sínum innan þess og aflað sér þannig „ótilhlýðilegra hagsmuna“ eins og það er orðað í hlutafélagalögum. Þessi breyting mundi varða þau ákvæði 76. og 95. greina núgildandi hlutafélagalaga, sem tekist var á um í nýlegum dómi Hæstaréttar í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn fyrrverandi stjórnendum Glitnis. Einnig er lagt til í skýrslu Lagastofnunar að ýmsir frest- ir hluthafa til að kynna sér gögn og krefjast hluthafafunda verði rýmkaðir í þágu smærri hlut- hafa. Þá verði þrengdar heimild- ir stjórnenda félags til að koma sér undan upplýsingaskyldu gagn- vart hluthöfum. Einnig setur Lagastofnun fram hugmynd- ir til frekari skoðunar á endur- skoðun þeirra ákvæða hlutafé- lagalaga sem fjalla um viðskipti hlutafélags við tengda aðila. - pg MENNTUN Ef við leggjum ekki rækt við íslensku í skólakerfinu er hætt við að framtíð hennar verði ógnað. Svo segir í niðurlagi ályktunar Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu árið 2009. Í henni er fundið að íslensku- kennslu á öllum stigum skóla- kerfisins og lögð til markmið og aðgerðir til úrbóta. Er það gert í því ljósi að nú er unnið að samn- ingu námskráa fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök athygli er vakin á því að í íslenskum grunnskólum er minni tíma varið til móðurmálskennslu en í grunnskólum annars staðar á Norðurlöndunum. „Í þeim öllum fór af stað sérstakt átak í kjölfar Pisa-rannsókna á þessum áratug. Því er ekki að heilsa hér á landi í jafn ríkum mæli,“ segir í ályktun- inni. Enn fremur segir að í grunn- skóla sé lagður grunnur að öllu námi nemenda á lífsleiðinni og gott vald á íslensku sé undirstaða alls frekara náms í framhaldsskóla og háskóla. Íslensk málnefnd gagnrýnir líka stöðu íslenskukennslu í framhalds- skólum og varar við hugmyndum um að fækka einingum í íslensku til stúdentsprófs. Þá vekur nefnd- in athygli á að kennaranemar geti öðlast kennarapróf frá Menntavís- indasviði Háskóla Íslands án þess að hafa fengið þar eina einustu kennslustund í íslensku. Að endingu er áhyggjum lýst af því að nánast allur helsti hug- búnaður í tölvum sé yfirleitt á ensku, andstætt því sem gerist í nágrannalöndunum. Hlýtur það að teljast bæði eðlileg og sjálfsögð krafa að íslenskir nemendur hafi aðgang að tölvum á íslensku, segir Íslensk málnefnd. Sjónum verður beint að íslensku í skólum á málræktarþingi sem fram fer í hátíðarsal HÍ í dag. bjorn@frettabladid.is Íslendingar eftirbátar í móðurmálskennslu Færri stundum er varið til móðurmálskennslu í grunnskólum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslensk málnefnd finnur að íslenskukennslu í skóla- kerfinu og leggur til markmið og aðgerðir til úrbóta. Málræktarþing er í dag. ■ Tryggja þarf að leikskólakennarar fái haldgóða menntun í íslensku. ■ Auka þarf hlutfall íslenskukennslu í grunnskólum. ■ Íslenska þarf að vera námsgrein í kjarna á öllum námsbrautum framhaldsskóla. ■ Háskólamenntun í íslensku þarf að vera ríkur þáttur í menntun allra kennara. Óviðunandi er að unnt sé að ljúka kennaraprófi án háskólamenntunar í íslensku. ■ Enginn verði greinakennari í íslensku í grunnskóla nema hafa lagt sérstaka áherslu á íslensku í kennaranámi sínu. ■ Auka þarf færni í kennslu íslensku sem annars máls með aukinni áherslu í kennaranámi og með símenntun. ■ Allt notendaviðmót í tölvum í íslenskum skólum verði á íslensku innan þriggja ára. TILLÖGUR UM MARKMIÐ OG AÐGERÐIR SKÓLASTOFAN Íslensk málnefnd segir að auka þurfi íslenskukennslu í grunnskól- um enda er hún talsvert minni en í nágrannalöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir Gleráreyrar 2 600 Akureyri sími 464-7960 www.k2m.is Rýmingarsala á pallhúsum Tilboðsverð kr. 199.999 Hágæða pallhús á frábæru verði Eigum til hús á Hi-Lux                          !    "   #  $ 16,1% 18,9% 22,4% 23% 25% 28,7% EFTIRBÁTAR FRÆNDÞJÓÐA Hlutfall móðurmálskennslu í grunnskólum á Norðurlöndunum Drög að stjórnarfrumvarpi um aukna vernd minnihluta í hlutafélögum liggja fyrir: Vernd smærri hluthafa aukin DÓMSMÁL Kröfu eiganda lítils sum- arhúss í Kiðjabergi í Grímsnesi um að tvö ný frístundahús í nágrenn- inu yrðu rifin hefur verið hafnað Í Héraðsdómi Suðurlands. Hjónin Þór Ingólfsson og Þórdís Tómasdóttir, sem eiga sumarhús í landi Meistarfélags húsasmiða í Kiðjabergi, stefndu bæði sveitar- félaginu og eigendum tveggja nýrra frístundahúsa með kröfu um niðurrif húsanna. Sögðu þau byggingarleyfi húsanna ógild þar sem ekki hafi verið staðið rétt að kynningu á breytingu á deiliskipu- lagi svæðisins. Eftir breytinguna var heimilt að byggja miklu stærri hús en áður var leyft í Kiðjabergi. Þetta skipulag vildu hjónin að yrði fellt út gildi með dómi. Héraðsdómur tekur þó undir með hjónunum að byggingarleyfi fyrir nýju húsunum hafi verið veitt áður en nýja skipulagið tók gildi. Lögin mæla fyrir um að séu byggingar reistar áður en skipulagi er breytt skuli fjarlægja þær til þess að skipulagið taki gildi. Héraðsdómur segir að eigendur nýju húsanna hafi hins vegar stöðvað framkvæmd- ir á sínum tíma og ekki hafið þær aftur fyrr en nýja skipulagið hafði tekið gildi. Þeir hafi byggt hús sín í „góðri trú um gildi byggingarleyfa sinna“ og því sé ekki unnt að fallast á kröfur hjónanna. - gar Héraðsdómur Suðurlands hafnar kröfu eigenda lítils sumarbústaðar í Kiðjabergi: Nágrannahús ekki dæmd til niðurrifs ÞÓRDÍS TÓMASDÓTTIR Stefndi eigendum tveggja nýrra frístundahúsa. MYND/EGILL DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í níutíu daga fangelsi skilorðs- bundið fyrir ræktun og vörslu á kannabisefnum. Maðurinn hafði í fórum sínum samtals 414 grömm af kannabis- laufi, 204 kannabisplöntur og 53 grömm af kannabisstönglum. Hann hafði um nokkurt skeið, fram til þess dags sem hann var handtekinn, ræktað kannabis- plöntur. Þá var hann ákærður fyrir vopnalagabrot. Hann var með lásboga, sem lögreglumenn fundu við leit. - jss Rúmlega tvö hundruð plöntur: Kannabisrækt- andi á skilorð GYLFI MAGNÚSSON Á að banna unglingum að nota ljósabekki? Já 86,2% Nei 13,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að taka þátt í greiðslu- verkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.