Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 8
8 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR STJÓRNLAGAÞING. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra segir koma til álita að stjórnlagaþing, taki ekki til starfa í júní á næsta ári heldur ekki fyrr en á árinu 2011, „þannig að störf stjórnlagaþingsins og umfjöllun Alþingis í kjölfarið á frumvarpi til nýrra stjórnarskipun- arlaga fari betur saman við kosn- ingar til Alþingis sem ætla má að verði vorið 2013,“ eins og forsæt- isráðherra sagði í framsöguræðu sinni. Í stjórnarfrumvarpi um þjóð- kjörið stjórnlagaþing, sem Jóhanna mælti fyrir í gær, er gert ráð fyrir að kosið verði til þingsins samhliða sveitarstjórnarkosningum 29. maí næsta vor og að það hefji störf 17. júní 2010. Jóhanna sagði að eftir að stjórn- lagaþing samþykkir frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sé Alþingi ætlað að taka það til áframhaldandi meðferðar; það sé skylt samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Samþykki Alþingi stjórnarskrárfrumvarpið sé skylt að rjúfa þing og láta fara fram almennar þingkosningar. Ný stjórnarskrá taki fyrst gildi að loknu samþykki nýs Alþingis. Þrátt fyrir að niðurstaða stjórn- lagaþingsins verði ekki bindandi vegna ákvæða núgildandi stjórnar- skrár vísaði Jóhanna til þess að ætla megi að „stjórnmálalegt vægi frum- varpsins gagnvart Alþingi verði meira eftir því sem breiðari sam- staða næst um frumvarpið meðal þjóðkjörinna fulltrúa stjórnlaga- þingsins.“ - pg Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um stjórnlagaþing á Alþingi: Stjórnlagaþing frestist til 2011 FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna mælti fyrir frumvarpinu en sagði að til greina kæmi að fresta þinginu fram til 2011. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N B R IN K vinningshafar í strika- merkjaleik knorr www.knorr.is Strikamerkjaleik Knorr er lokið og þátttakan var frábær. Yfir 3100 manns tóku þátt og fyrir hvert innsent umslag með 10 strikamerkjum gaf Ásbjörn Ólafsson ehf. eina matvöru til Mæðrastyrksnefndar. Ásbjörn Ólafsson þakkar kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með 100.000 króna verslunarferð í Kringlunni. Þetta eru heppnu vinningshafarnir: Bryndís Bára Bragadóttir, Hvolsvelli Dagmar Sigurðardóttir, Garðabæ Ingimar Þ. Vigfússon, Reykjavík Margrét R. Kjartansdóttir, Kópavogi Mjöll Kristjánsdóttir, Vestmannaeyjum Þessir versla í Kringlunni fyrir heilar 100.000 krónur FÉLAGSMÁL „Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evr- unni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnu- markaðinn,“ segir Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins (ESB) í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. „Ákvörðunina um framtíðarskipan gjaldeyris- mála er ykkar að taka, en ég get svarað því til að evra hefði góð áhrif á vinnumarkaðinn.“ Spidla fundaði hér með norræn- um vinnumálaráðherrum í síðustu viku og flutti erindi á hádegisfundi Alþjóðamálastofnunar Háskólans og fastanefndar framkvæmda- stjórnar ESB gagnvart Noregi og Íslandi um aðgerðir til að bregð- ast við atvinnuleysi. Þar á bæ segir Spidla í fyrsta sinn hafa verið setta upp áætlun til að koma jafnvægi á fjármálamarkaði og það hafi áhrif á atvinnulífið. „Þetta hefur tek- ist vel og landsframleiðsla auk- ist um 4,5 prósent og atvinnuleysi ekki aukist nema um tvö prósent.“ Þá segir hann líka hafa verið gerðar breytingar á ráðgjöf ESB í atvinnumálum sem geri hana mjög sveigjanlega og margvísleg- um sjóðum beitt til að efla atvinnu- stig í aðildarríkjum sambandsins. Ísland nýtur hins vegar ekki góðs af aðgerðunum fyrr en inn í sam- bandið er komið. „Öll þessi vinna er unnin á þessum grunni Evrópu- sambandslandanna, en með aðild yrði Ísland hluti af öllum aðgerðum sem snerta vinnumarkaðinn og hefði aðgang að sjóðum sem gagn- ast landinu,“ segir Spidla. Þá segir hann mikla óvissu í spám um atvinnuleysi, en segir enn búist við auknu atvinnuleysi innan ESB. „Við náum svo jafnvægi í þeim málum á miðju næsta ári eða svo og förum upp úr þeim tíma að vinna á atvinnuleysinu.“ Spidla segir markmiðið að allir hafi aðgang að vinnu, en litið er á að svo sé þegar atvinnuleysi er undir 3,0 prósentum. Hann segir horft til Íslands í þessum efnum, enda atvinnuleysi mjög lítið hér allt fram að hruninu í fyrra. „Þið hafið sýnt okkur að þetta er raunhæft markmið.“ Meðalatvinnuleysi í ESB er nú um 9,5 prósent, en Spidla leggur áherslu á að töluverðu muni þar meðal þjóða sambandsins. Þannig sé ástandið einna verst á Spáni þar sem atvinnuleysi sé um 20 prósent, en best í löndum á borð við Hol- land, Austurríki og Danmörku þar sem atvinnuleysi sé á bilinu 3,0 til 4,5 prósent. olikr@frettabladid.is Evran betri en krón- an fyrir atvinnulífið Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins í atvinnu, félags- og jafnréttismálum, segir stöðugleika stærri myntar betri fyrir atvinnulíf og þar með atvinnustig. Markvisst er unnið gegn atvinnuleysi innan landa sambandsins. Í HEIMSÓKN Á LANDINU Vladimír Spidla segir Lissabon-sáttmálann jaðra við byltingu í réttarfarslegum áhrifum. Félagslegur réttur verði að almennum rétti. „Það þýðir að öll löndin þurfa að starfa innan þess ramma,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERSLUN Veltuaukning varð í dagvöruverslun í október miðað við sama mánuð í fyrra. 3,9 pró- senta samdráttur varð hins vegar á dagvöruversl- un á svokölluðu föstu verðlagi, en þá hafa áhrif verðlagsbreytinga verið tekin út. Velta minnkaði bæði í húsgagnasölu og raf- tækjasölu og varð því samdráttur á föstu verðlagi mikill, 24 prósent í húsgagnasölu og 28 prósent í raftækjasölu. Fast verðlag gefur mjög góða vís- bendingu um magnið sem selt er og því ljóst að Íslendingar kaupa mun minna af húsgögnum og raftækjum en í fyrra. Um fjórðungs minni sala varð á áfengi á föstu verðlagi miðað við sama tíma í fyrra en jókst lítillega sé horft á krónutölu. Samkvæmt upplýs- ingum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem tekur þessar tölur saman er október í fyrra þó alls ekki góður til samanburðar, óvenjumikið magn af áfengi seldist þá vegna fregna af fyrirhuguðum hækkunum á áfengi. Sala á fötum og skóm dregst einnig saman milli ára, 12 prósent minna selst af fötum og 19 prósent minna af skóm á föstu verðlagi en í fyrra. Veltan eykst lítillega í krónum talið. Bent er á það af Rannsóknarsetrinu að sam- dráttarskeið í smásölu sem hófst vorið 2008 standi enn. Þess má geta að á síðastliðnum tólf mánuðum hækkaði verð á dagvöru um 14 prósent, verð á húsgögnum um 12 prósent, á áfengi um 34 prósent, á fötum um 19 prósent og á skóm um 26 prósent. Kaupmáttur lækkaði um átta prósent að meðaltali á tímabilinu. - sbt Áframhaldandi samdráttur í smávöruverslun miðað við sama tíma í fyrra: Miklu minna selst af húsgögnum FÓLK Á HLAUPUM Þrátt fyrir samdrátt í smávöruverslun voru margir á ferð í Kringlunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Launalækkun þing- manna, ráðherra og embættis- manna frá því í ársbyrjun verður fest í sessi til loka næsta árs með lögum. Frumvarp þess efnis hefur verið lagt fram á Alþingi. Í því er kveðið á um að óheim- ilt verði að endurskoða úrskurði kjararáðs til hækkunar. Er það gert til að draga úr útgjöldum rík- issjóðs á næsta ári til að mæta stórfelldum tekjusamdrætti ríkis- sjóðs vegna efnahagskreppunnar, eins og segir í athugasemdum. Forsetinn er undanskilinn lög- unum enda mælir stjórnarskráin gegn því að laun hans lækki á kjörtímabili hans. - bþs Frumvarp um kjararáð: Festa launa- lækkun í sessi VERSLUN „Skaðinn er skeður á þessu ári,“ segir Pétur Már Ólafs- son í bókaútgáfunni Veröld sem kveðst hafa sent samkeppnisyfir- völdum ábendingu varðandi útgáfu á sérstökum bókatíðindum Forlagsins. Smærri útgef- endur hafa kvartað yfir því að bókatíðindi Forlagsins, sem þau telja sem markaðsráð- andi aðila, grafi undan árleg- um bókatíðind- um Félags íslenskra bókaútgefanda þar sem allir útgefendur hafa getað kynnt bækur sínar. Stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda hefur því ákveðið að leggja aukna áherslu á að kynna sín bókatíðindi. - gar Bókatíðindi Forlagsins: Ábending um samkeppnisbrot PÉTUR MÁR ÓLAFSSON BANDARÍKIN, AP Sarah Palin, fyrr- verandi varaforsetaefni repúblik- ana í Bandaríkjunum, staðfestir í nýútkominni ævisögu sinni að harðar deilur hafi verið milli stuðningsmanna sinna og stuðn- ingsmanna forsetaefnisins Johns McCain. Hún viðurkennir að sér hafi verið meinað að halda ræðu á kosninganóttinni í nóvember þegar ljóst var að þau McCain hefðu tapað fyrir Barack Obama. Hún sagði einnig að liðsmenn McCains hafi haldið henni frá fjölmiðlum. Hún gagnrýnir einnig fréttakon- una Katie Couric, sem tók frægt viðtal við Palin sem birtist á sjón- varpsstöðinni CBS. Palin segist hafa haft mikið álit á Couric og þess vegna boðið henni viðtal, en Couric hafi misnotað það og sleppt innihaldsríkustu orðunum úr viðtalinu. - gb Palin skrifar bók: Ósátt við ráð- gjafa McCains 1. Hvað borðaði Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, Ungfrú Ísland, á sjö stjörnu hóteli í Abú Dabí? 2. Hvaða viðburður er haldinn í Laugardalshöll í dag? 3. Hvaða rithöfundur sendi frá sér bókina Gæsku fyrir þessu jól? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 82 VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.