Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 12
 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS verður haldinn 30. nóvember 2009 kl. 19:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá: 1. Samningar og stöðugleikasáttmáli (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR). 2. Skipulag launþegahreyfingarinnar: a) VR (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR). b) LÍV (Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV). c) ASÍ (Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ). 3. Stefnumótun VR (fulltrúar ParX kynna). 4. Umræður, stjórn situr fyrir svörum. Fundarstjóri: Pétur Guðmundsson Félagsfundur VR Upplýsinga- og umræðufundur GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafið samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi ehf Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Laugavatn Tjaldmiðstöðin Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Vestm.eyjar N1 Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Allt sem þú þarft... Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. JAPAN, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti hóf vikulanga Asíu- ferð sína á því að hitta Yukio Hat- oyama, sem nýlega tók við sem forsætisráðherra Japans. Á blaðamannafundi þeirra í Tókýó sagði Obama meðal ann- ars stutt í að hann tæki ákvörð- un um framhald hernaðar Banda- ríkjamanna í Afganistan. Hann sagðist fyrst vilja tryggja að rétt ákvörðun yrði tekin. Hann sagð- ist ekki vera að bíða eftir nýjum upplýsingum og neitaði því að hik væri komið á Bandaríkjamenn gagnvart Afganistan. Hatoyama skýrði hins vegar frá því að Japanar myndu hætta að veita eldsneytisaðstöðu fyrir Bandaríkjaher á leiðinni frá Bandaríkjunum til Afganist- ans. Hann sagði þó að Japanar myndu gefa fimm milljónir dala til uppbyggingar í Afganistan. Þeir Obama og Hatoyama hétu því að styrkja tengsl ríkjanna á ný. Nokkur óvissa hefur þó ríkt um samband Japans og Banda- ríkjanna undanfarið. Hatoyama hafði í kosninga- baráttunni verið gagnrýninn á náið vinasamband fyrri Japansstjórnar við Bandaríkin, og lagði þá meðal annars áherslu á að herstöðvar Bandaríkjanna í Japan yrðu fluttar frá þéttbýlum svæðum. Eitt viðkvæmasta deilumál ríkj- anna snýst um bandarískar her- stöðvar á eyjunni Okinawa. Banda- ríkjamenn litu svo á að samið hefði verið um framtíð þeirra fyrir þrem- ur árum, en Hatoyama hefur sagt nauðsynlegt að taka þá samninga til endurskoðunar. Hatoyama telur best að færa her- stöðvarnar alveg frá Okinawa, en Bandaríkjamenn vilja færa þær á afskekktari stað á eyjunum, eins og um var samið árið 2006. „Við Yukio vorum báðir kosnir út á loforð um breytingar,“ sagði Obama. Hann sagði verkefnið nú vera að finna nýjar leiðir til að endurnýja tengsl landanna. Hann sagði tengsl Japans og Bandaríkj- anna vera á jafnræðisgrundvelli og markmið beggja væri að tryggja vörn Japans með sem minnstu raski fyrir íbúana. Obama verður á ferð um Asíu næstu vikuna til þess að styrkja tengsl Bandaríkjanna við þennan heimshluta, sem nú er í miklum uppgangi. Hann ætlar næst til Singapúr, þá til Kína og síðan til Suður-Kóreu. gudsteinn@frettabladid.is Obama í Asíuferð til að styrkja tengslin Bandaríkjaforseti hóf í gær vikuferð sína um Asíu með heimsókn til Japans. Obama segir stutt í ákvörðun um framhald hernaðar í Afganistan. OBAMA OG HATOYAMA Bandaríkjafor- seti og forsætisráðherra Japans heilsast. NORDICPHOTOS/AFP VEIÐI Laxar veiddir á stöng sumarið 2009 voru rúmlega 72 þúsund sam- kvæmt bráðabirgðatölum Veiði- málastofnunar. Það er fjórtán pró- sentum minni veiði en metsumarið 2008 og næstmesta stangveiði sem skráð hefur verið úr íslenskum lax- veiðiám. Met voru sett í nokkrum ám, þar á meðal Hrútafjarðará, Miðfjarðará, Blöndu, Fljótaá, Sval- barðsá og Kálfá. Í samanburði við árið 2008 kom fram minni stang- veiði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra. Stangveiði þeirra áa sem byggja veiði á náttúrulegum stofnum var um 53.800 laxar. Af veiði sumars- ins voru um 18.500 laxar veiddir í ám þar sem meiri hluti laxastofns- ins var upprunninn úr seiðaslepp- ingum. Langflestir þessara laxa veiddust í Rangánum, um 10.700 í Ytri-Rangá og um 4.300 í Eystri- Rangá. Auk þeirra var umtalsverð veiði úr sleppingum í Norðlinga- fljóti, Tungufljóti í Árnessýslu, Skógá og Vatnsá. Hafa verður í huga að inni í stangveiðitölum síðari ára er fisk- ur sem sleppt er og veiðist aftur. Veiðitölurnar eru því ekki fylli- lega sambærilegar. Ekki er enn vitað hversu mörgum fiskum var sleppt í sumar en það hlutfall hefur hækkað og var um tuttugu prósent á árinu 2008. - shá Laxveiðisumarið 2009 gaf tvöfalda meðalveiði áranna 1974 til 2008: Sumarið gaf 72 þúsund laxa SKUGGI Í LANGÁ Á MÝRUM Sumarið fór langt með að gefa jafnmarga laxa veidda á stöng og metsumarið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.