Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 20

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 20
20 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Auður Lilja Erlingsdóttir, Freyr Rögnvaldsson, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir og Þórunn Rögn- valdsdóttir skrifa um hælisleit- endur Nýlega var þremur mönnum vísað af landi brott án þess að umsóknir þeirra um hæli á Íslandi hlytu efnislega meðferð. Umsækjendurnir voru sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinn- arsamkomulagsins þrátt fyrir að Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna, Rauði krossinn og Amnesty International hafi ítrek- að lýst yfir áhyggjum af þeim aðstæðum sem hælisleitendur búa við þar í landi. Í ágúst síðastliðnum gaf Rauði krossinn út svarta skýrslu um aðbúnaðinn í Grikklandi. Þar segir m.a. að um 90% hælisleit- enda fái ekki gistipláss í móttöku- miðstöðvum fyrir hælisleitendur, enga fjárhagslega aðstoð, mat, fatnað eða heilbrigðisaðstoð frá grískum stjórnvöldum. Auk þess er ófullnægjandi aðgengi að upp- lýsingum, túlkum og lagalegri ráðgjöf. Þá er atvinnu erfitt að fá vegna tungumálaörðugleika, skorts á fastri búsetu sem er nauðsynleg til að fá atvinnuleyfi og slæms efnahagsástands. Brottvísanir hælisleitendanna frá Íslandi ættu ekki að koma á óvart enda hefur slík meðferð í langan tíma verið regla frekar en undantekning hér á landi. Það sem kemur greinarhöfundum, sem allir eru félagar í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, þó í opna skjöldu er að þetta ger- ist undir verndarvæng ríkis- stjórnar flokks þeirra og Sam- fylkingarinnar – flokka sem kenna sig við félagslegt rétt- læti. Vissulega hefur r íkis - stjórn þessara flokka tekið til í málaflokkn- um og lagt til úrbætur frá því sem áður var, en það er ekki nóg að gera úttektir og skýrslur þegar mannslíf eru í húfi. Fólk er á vergangi í Grikklandi, við hrikalegar aðstæður, í okkar nafni. Við berum ábyrgð í þessu máli. Ekki einungis vegna þess að við berum öll ábyrgð á hvort öðru og ekki einungis vegna þess að kúgun, ofbeldi og vonlaus lífs- kjör sem hælisleitendur eru að flýja eru sameiginlegt vanda- mál heimsbyggðarinnar. Okkar ábyrgð er ekki hvað síst að finna í stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur í Írak og Afgan- istan. Hvernig er okkur stætt á að senda fólk á flótta frá okkur, fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna hernaðar sem Ísland studdi – og styður enn með aðild sinni að NATO? Undirrituð skora á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað og taka mál þessara manna, sem og allra annarra sem sækja um hæli hér á landi, til efnislegrar meðferð- ar. Með því móti getum við tekið þátt í að minnka álag á lönd eins og Grikkland, sem vegna legu sinnar eru fyrsti viðkomustaður flóttamanna á Schengen-svæð- inu, og þannig stuðlað að bætt- um aðstæðum flóttamanna. Ef fleiri þjóðir færu svo að okkar fordæmi og öxluðu ábyrgð væri jafnvel von á að Grikkland fengi færi á að bæta aðbúnað og aðstæður hælisleitenda þar. Fyrst og fremst er það líka hið rétta að gera. Ýmsir hafa áhyggjur af því að með því að veita fólki hæli séum við að opna landið fyrir flóð- bylgju hælisleitenda. Slíku hefur Ísland aldrei staðið frammi fyrir. Kannski verður það stórt vanda- mál einhvern daginn. Við skulum taka á slíku vandamáli þegar við stöndum frammi fyrir því. En í dag er ekki sá dagur. Við þurfum ekki í dag að taka ákvörðun um hvernig þessum málum verður háttað næstu hundrað árin. Það sem við þurfum að gera akkúr- at núna og alltaf í framtíðinni er að leggja okkar af mörkum og tryggja hverri manneskju grundvallarmannréttindi. Ef þessi ríkisstjórn gerir það ekki, hver þá? Höfundar eru félagar í Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði. Gerum betur UMRÆÐAN Sigurður H. Sigurðsson skrifar um stjórnlaga- þing Forsætisráðherra lagði í vikunni fram frum- varp til laga um ráðgef- andi stjórnlagaþing. Þar er reiknað með að 25-31 þjóð- kjörnir fulltrúar sitji og ræði fyrirfram skilgreind viðfangs- efni með endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands að markmiði. Núgildandi stjórnarskrá var upp- haflega samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu á lýðveldisárinu 1944 án þess að stjórnlagaþing kæmi að und- irbúningi hennar. Hún er að grunni til byggð á stjórnarskrá danska konungsríkisins. Síðan 1944 hefur Alþingi samþykkt nokkrar breyting- ar á henni án þess að almenningur hafi fengið að kjósa um það sérstak- lega. Einnig hafa ákvæði henn- ar verið túlkuð af lögspekingum, stundum á annan hátt en orðanna hljóðan segir til um. Gæti hugsast að sú aðferðarfræði sem tilgreind er í frumvarpi for- sætisráðherra endurspegli illa vilja almennings í landinu? Er hætta á því að svo fámennur hópur kjörinna fulltrúa verði öðru fremur fulltrúar stjórnmálaafla, efnafólks eða þjóð- þekktra einstaklinga? Hvað með talsmenn minnihlutahópa, s.s. inn- flytjenda, öryrkja og brottfluttra Íslendinga? Er ekki hætta á að kosningamaskínur stjórnmálaflokk- anna og ítök valdamikilla afla í fjöl- miðlum fái of miklu ráðið um kjör fulltrúanna? Sumir alþingismenn halda því fram að stjórnlagaþing sé ekki forgangsmál. Sömu aðilar hafa einnig býsnast yfir miklum tilkostnaði og sjá ofsjón- um yfir því að eyða opin- beru fé í slíkt. Nú um helg- ina er heilt ár liðið síðan ræðumenn á Austurvelli fóru að tala um Nýtt lýð- veldi á rústum hins gamla. Umræðan náði hámarki upp úr áramótum þegar Íslendingar loksins vökn- uðu og byltingaröflin sýndu hvers þau voru megnug. Ríkisstjórnin hrökklaðist frá völd- um og mótmælendur héldu heim. Síðan þá hefur ekkert gerst. En hvað kostar að slá stjórnlaga- þingi á frest eða vanda illa til verka? Hversu margir Íslendingar gefa upp vonina og flytjast til annarra landa? Það sem af er árinu 2009 eru á þriðja þúsund íslenskir ríkisborg- arar brottfluttir frá Íslandi umfram aðflutta. Á öllu árinu 2008 voru þeir 477. Hversu margir verða þeir árið 2010? Hvers vegna ætti fólk að vilja búa hér áfram við krappari kjör ef ekkert breytist til batnaðar? Þjóðfundurinn er mikilvæg til- raun því að hann getur sýnt fram á að stórt tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá er mun betri þverskurður af þjóðfélaginu en 25-31 þjóðkjörnir fulltrúar. Þjóðfundurinn getur líka sýnt fram á að kostnaður við raun- verulegt stjórnlagaþing þarf ekki að vera mældur í milljörðum. Stöndum vörð um hag almennings og krefj- umst þess að fá stjórnlagaþing hið fyrsta, skipað almenningi fyrir almenning og án þátttöku stjórn- málaflokkanna. Ekki ráðgefandi því Alþingi á að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki öfugt. Þjóðin veit sjálf hvað henni er fyrir bestu. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Hvað kostar að slá stjórnlagaþingi á frest? SIGURÐUR H. SIGURÐSSON AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR FREYR RÖGNVALDSSON STEINUNN RÖGNVALDSDÓTTIR ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR ÞÓRUNN RÖGNVALDSDÓTTIR Hengjum okkur ekki í smáatriði! Vinátta – alveg óháð kerfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.