Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 28
28 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR K yla er átta ára stelpa sem býr með foreldrum sínum og tveim- ur bræðrum í Idaho í Bandaríkjunum. Hún fæddist strákur en var ekki nema tveggja ára þegar henni var sjálfri ljóst að hún væri í raun og veru stelpa. Fram á síðasta ár klæddi hún sig þó eins og strákarnir, í stuttbuxur og stuttermabol. En foreldrar Kylu tóku ákvörðun um að leyfa henni að lifa lífi stelpu, eftir að hún greindist með kynsemdarröskun. Eftir tvö ár mun Kyla byrja að taka inn andrógenblokkara, til að stöðva framleiðslu karlhormóna og aftra því að hún verði að unglingsdreng. Þegar hún verður tólf eða þrettán ára mun hún svo byrja að fá reglulegar sprautur með kvenhormóninu estrógen, sem mun koma henni á kvenlegt kynþroskaskeið. Óalgengt er að börn, sem upplifa sig af röngu kyni, fái leiðréttingu á barnsaldri. Eftir því sem næst verður komist hefur aldrei komið upp dæmi hér á landi um að barn undir sextán ára aldri hafi sóst eftir að komast í það ferli. Í langflestum tilfellum kviknar tilfinningin um að vera í röngum líkama í kringum þriggja til fimm ára aldur og hverfur sjaldnast. Að sjálfsögðu er mikilvægast að sjá til þess að viðkomandi sjái ekki eftir ákvörðuninni seinna á lífsleiðinni, þótt margt mæli með því að hefja meðferð eins snemma og unnt er, þar sem margar þær breytingar sem verða á kynþroskaskeiði eru óafturkræfar. Átta ára stelpa í líkama stráks Kyla Lechelt er alveg eins og svo margar aðrar átta ára stelpur. Bleikur er uppáhaldsliturinn hennar, hún hefur gaman af því að fá að prófa gloss mömmu sinnar og setja á sig naglalakk. En æska Kylu er að einu leyti allt öðruvísi en annarra stelpna á hennar aldri. Fyrir ári var hún nefnilega lítill drengur og svaraði nafninu Kai. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði sögu Kylu. KYLA Þegar hún var tveggja ára var hún sjálf með það á hreinu að hún væri stelpa, þrátt fyrir að hafa líkama stráks. MYNDIR/GETTY FJÖLSKYLDAN Foreldrar Kylu tóku ákvörðun um að ala hana upp sem stelpu, eftir að hún greindist með kynsemdarröskun sjö ára gömul. STELPUSTELPA Naglalökk og varagloss þykja Kylu spennandi. Hana langar að verða tískuhönnuður eða fyrirsæta þegar hún verður stór. Í HERBERGINU SÍNU Í dag er Kyla átta ára og lifir sambærilegu lífi við aðrar stelpur á hennar aldri. KAI Fyrir ári svaraði Kyla nafninu Kai og var einn þriggja sona foreldra sinna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.