Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 67

Fréttablaðið - 14.11.2009, Síða 67
M anfreð Vilhjálmsson arkitekt er ári eldri en Högna Sigurðardóttir. Faðir hennar starfaði sem verkstjóri í fiskvinnslu, Vil- hjálmur faðir Manfreðs var tré- smíðameistari. Bæði voru þau af alþýðufólki, fólki sem vann fyrir sér í verklegri vinnu, þótt feður þeirra beggja hefðu mannaforráð. Skiptir það máli? Kynslóðin sem sótti til háskólanáms, mennta eins og það var kallað, eftir stríð til velsældar Ameríku, stríðshrjáðra landa Evrópu eða hinna sem höfðu sloppið betur frá stríðinu, eins og Svíþjóðar sem Manfreð sótti til, hafði alist í senn upp við nauman kost, skyndilega umbreytingu sam- félags stríðsgróðans og svo aftur ár skömmtunar um allan hinn vest- ræna heim. Sparsemi og nægju- semi var henni kennd frá blautu barnsbeini og hún var vön að ganga til allra verka. Hvergi var brýnna þessum hópi að vinna og hugsa nýja uppbygg- ingu samfélaganna en í húsagerð- arlist. Hér heima ólst ungt fólk eftirstríðsáranna upp við land- lægan húsnæðisskort í Reykja- vík og húsnæði sem var leifar af vanbúnum hernámsbröggum: hér varð að taka til höndum. Föður- arfleifð Manfreðs var í handverki húsasmiðsins þar sem fara þurfti vel með efni og vanda til frágangs eins og hægt var. Og þessa arfs gætti þegar í verkum hans þegar hann sneri heim frá námi í Chal- mer-tækniháskólann í Gautaborg. Hann hóf þegar störf á arkitekta- stofu Skarphéðins Jóhannssonar og starfaði þar fram til 1959 þegar hann hóf rekstur eigin stofu í félagi við aðra og þá tók að myndast hópur samverkamanna sem næstu árin vann að ýmsum verkþáttum við byggingar sem Manfreð skóp á teikniborðinu. Í fyrstu verkefnum Manfreðs í eigin nafni kom snemma fram vilji hans til að nýta hvert tæki- færi til tilrauna með nýstárleg efni. Í húsi sínu á Álftanesi sem reist var á árunum 1959-62 gætti japanskra áhrifa í opnun rýma. Hann byggði húsið á timburstoðum en það var síðan hlaðið mátsteini, opið mót hafi og landi með stórum gluggum sem þá voru að ryðja sér til rúms og hafa síðan verið áber- andi í allri rýmishugsun íslenskra einbýla. Þar er líka áberandi áhugi hans á virkni hússins sem heimil- is þar sem dagrými og svefnrými hverfast umhverfis samkomustað allra við eldhús. Hann fór fljótt að feta sig áfram með láréttar rákir í steypu sem styrktu formgerð húsanna að utan. Og verkefnin streymdu inn: á næstu árum vann hann við jafn ólíka og líka hluti og skipulag hverfa (Fossvogurinn 1966 og Hvammahverfið í Hafnarfirði 1987), einbýla í nýjum og grónum hverfum, kirkjubygginga (Mos- fell 1961), innréttinga, sumarhúsa og atvinnuhúsnæðis (Nesti við Fossvog og Elliðaárvog 1956 og 1957), brúa og orkumannvirkja, hann hannaði húsgögn og leik- föng, sýningar og opinberar bygg- ingar. Verkaskrá hans ber vott um mikla elju og virkni enda starfaði hann alla tíð með helstu mönnum á hverju sviði sem þurfti til. Og þótt sum af verkum hans hafi tortímst, helst innréttingar og söluskálar, eru þau langflest uppi enn og verða um ókomna tíð. Af hverju? Þau standa út sem formgripir í borgarlandi og á stærri svæðum þannig að sómi er að og eftir þeim er tekið fyrir fegurðar sakir. Þegar inn í þær er komið fær sá sem inngöng- una á þegar sterka rýmistilfinn- ingu, öryggi skipulags í hugsun í stærðum, formum og flötum. Manfreð hefur ýmis sómi verið sýndur gegnum árin og hefur um langan aldur notið óskoraðrar virð- ingar fyrir verk sín hjá leikum sem lærðum. Því er gleðilegt að Hið íslenska Bókmenntafélag hefur gefið út vandað og yfirgripsmik- ið rit um verk hans og feril. Verð- ur nánar um þá bók fjallað hér í blaðinu síðar. Þannig gefst mönnum um þessar mundir kostur á að fá tvenns konar yfirlit, á sýningu og í bók, yfir feril tveggja íslenskra arkitekta, karls og konu, sem eru á sama aldri, þótt ár beri á milli, sem hafa auðg- að samtíma sinn með merkileg- um hugverkum sem þau hafa sett á blað og síðan séð rísa af grunni, komandi kynslóðum til yndis og þægðar. ... OG MANFREÐ VILHJÁLMSSON Manfreð Vilhjálmsson á heimili sínu 2005. FRETTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.