Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 14.11.2009, Qupperneq 110
82 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. á endanum, 6. í röð, 8. hald, 9. tækifæri, 11. komast, 12. tíð- indi, 14. dótarí, 16. guð, 17. sjáðu, 18. hætta, 20. hreyfing, 21. málmhúða. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. pot, 4. máski, 5. skjön, 7. at, 10. sægur, 13. eldsneyti, 15. hanga á, 16. upphaf, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. áb, 8. tak, 9. lag, 11. ná, 12. fregn, 14. drasl, 16. ra, 17. sko, 18. ógn, 20. ið, 21. tina. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. ot, 4. kannski, 5. ská, 7. bardagi, 10. ger, 13. gas, 15. loða, 16. rót, 19. nn. „Ég get vel skilið þetta,“ segir tískufrömuðurinn Karl Berndsen. Þrátt fyrir að íslenskt kvenfólk hafi hingað til verið talið það fegursta í heiminum er það aðeins í þriðja sæti ef marka má stefnumótasíð- una Beautifulpeople.com. Alls fá 66% íslenskra kvenna að birta persónuupplýsingar um sig á síðunni, sem er þriðja hæsta hlutfallið í heiminum. Norsk- ar konur eru í efsta sætinu því 75% þeirra fá aðgang að síðunni. Næstar á eftir koma sænskar konur, með 68% hlutfall. „Þó að þetta séu voðalegar blondín- ur held ég að þær séu meira í tengslum við sína kvenlegu fegurð,“ segir Karl um sænsku og norsku konurnar. „Ég held að við séum undir rosalega miklum áhrifum frá Ameríku og New York-konun- um. Þær eru harðari týpur en þess- ar skandinavísku,“ segir hann um íslenskt kvenfólk. „Ef þú ferð til Kaupmannahafnar er til dæmis mikið af síðu fallegu hári þar og þær eru kvenlegri. Þær eru allar fallegar en falla samt voðalega mikið undir sama hattinn,“ segir hann. „Íslenskar konur eru áberandi fal- legar en ekki eins fallegar í heild sinni.“ Það er hægara sagt en gert að fá aðgang að Beautifulpeople.com því frá því að síðan var stofnuð árið 2002 hefur tveimur milljónum umsækjenda verið neitað um aðgang vegna þess að þeir þykja ekki nógu fallegir. Sænskir karlmenn virðast vera fegurstir samkvæmt síðunni því 65% þeirra fá aðgang. Í öðru sæti eru Braslíumenn með 45% hlutfall og Danir eru í því þriðja með 40%. Aðeins 12% breskra karla komast aftur á móti inn á síðuna, auk þess sem 9% Rússa og Pólverja hljóta náð fyrir augum hennar. Þessar tölur koma Karli ekki á óvart. „Þetta eru voðalegir gel-piltar og meira „pretty boys“ en aðrir,“ segir hann um sænsku karlmennina og þykir honum þeir fullmiklir metrómenn fyrir sinn smekk. - fb Íslenskt kvenfólk aðeins í þriðja sæti ÍSLENSK FEGURÐ Keppendur í Ungfrú Ísland fyrr á þessu ári. Íslenskar konur eru þær þriðju fallegustu samkvæmt síðunni Beautifulpeople.com. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KARL BERNDSEN Íslenskar konur eru harðari týpur en þær norsku og sænsku. „Þetta er hið horfna en nýfundna Jólaguðspjall Leik- félags Reykjavíkur sem kemur í leitirnar eftir öll þessi ár,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri, um verkið Jesús litli sem verður frumsýnt 21. nóvember. Æfingar eru í fullum gangi fyrir verkið, sem gæti vakið athygli fyrir hispurslaus efnistökin. Prestar og guðfræðingar hafa komið Benedikt og samstarfsfólki hans til hjálpar við Biblíurannsókn- ir en lengra ná áhrif þeirra ekki. „Yndislegir prestar hafa komið og hjálpað okkur og varpaði ljósi á Jesú þó að hann tali nú oftast mjög illa um guðfræðinga og kirkjan hafi ekkert einkaleyfi á Jesú frekar en skatt- stjórinn eða Fréttablaðið,“ segir Benedikt. „Vandinn með Jesú er að allir vilja eigna sér hann og þótt ég vildi gjarnan draga hann í minn flokk er það ekki hægt því hann er allra.“ Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leika í verkinu trúðana Úlfar og Barböru sem fá lið- sinni frá söngdívunni Kristjönu Stefánsdóttur sem hefur fætt trúðinn Bellu. „Þau eru að segja söguna um hvernig ljósið kemur í heiminn, fæðingu Jesú litla. Við getum sagt að þetta sé sunnudagaleikhús fyrir full- orðna,“ segir Benedikt. Síðasta sýning trúðanna var Dauðasyndirnar sem hlaut sex tilnefningar til Grímunnar og verður fróð- legt að sjá hvort Jesús litli fær jafngóð viðbrögð. - fb Prestar aðstoða við Jesúleikrit BENEDIKT ERLINGSSON Benedikt leikstýrir verkinu Jesús litli sem verður frumsýnt 21. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Haraldur Jónasson, gefur út tímaritið Stoppað í matargatið. Aldur: 33 ára. Starf: Ég er ljósmyndari og blaða- útgefandi. Búseta: Ég bý í Hlíðunum. Fjölskylda: Ég er giftur og á tvö börn. Stjörnumerki: Meyja. GLÆNÝ LÚÐA TÚNFISKUR LAXAFLÖK XL HUMAR SKÖTUSELUR Helgi Björnsson er þessa dagana staddur í Berlín þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Hea- ven´s Taxi í leikstjórn Daryush Shokof frá Íran. „Þetta er allt skotið í miðborg- inni og við vorum í kringum Brandenborgarhliðið á miðviku- daginn. Það er dálítið lýjandi að vera í þessu en það er líka mjög gaman. Þetta eru langir dagar. Maður vaknar sex á morgnana og er að koma heim tíu eða hálfellefu. En þetta er mjög skemmtilegt engu að síður,“ segir Helgi en tökur hóf- ust fyrir rúmri viku og lýkur þeim innan skamms. Í myndinni leikur hann rann- sóknarlögreglumanninn Hans sem sérhæfir sig í hryðjuverkamálum. Meðal þeirra sem leika á móti honum er íranska leikkonan Taies Farzan og hinn virti þýski leik- ari Vadim Glowna. Heaven´s Taxi er nokkurs konar ádeila á írönsk stjórnvöld og frumsýning hennar fyrirhuguð í mars á næsta ári. Leikstjórinn Shokof hefur gert um fimmtán stuttmyndir og myndir í fullri lengd á ferli sínum. Þekktasta mynd hans er Seven Servants frá árinu 1995 sem var síðasta mynd goðsagnarinnar Anthony Quinn. Hún var þó ekki frumsýnd fyrr en fyrr á þessu ári. Myndir sínar hefur hann unnið sjálfstætt án aðkomu stórra kvik- myndavera og eru þær oftast með pólitískum og heimspekilegum undirtóni. Helgi hefur fleiri járn í eldin- um því til stendur að hann leiki í nýrri mynd finnska leikstjórans Rennys Harlin, Mannerheim. Enn á þó eftir að ákveða hvenær tökur á henni hefjast. „Það er búinn að vera höfuðverkur að fjármagna hana en mér skilst að það sé að nálgast,“ segir hann. Einnig er hugsanlegt að Helgi leiki í annarri þýskri mynd á næsta ári en það á allt saman eftir að koma betur í ljós. Helgi átti að syngja með hljóm- HELGI BJÖRNSSON: LÝJANDI EN MJÖG SKEMMTILEGT VERKEFNI Tökum á Heaven ś Taxi að ljúka í miðborg Berlínar MISSIR AF GIGGI Helgi Björnsson við tökur á kvikmyndinni Heaven´s Taxi í miðborg Berlínar. Þar leikur hann rannsóknarlög- reglumanninn Hans undir leiðsögn leikstjórans Daryush Shokof. Kormákur Geirharðs- son skilur þessar sérstöku aðstæður kvikmyndastjörnunnar Helga Björns. sveit sinni Kokteilpinnunum í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld en eftir að tökurnar á Heaven´s Taxi frest- uðust varð að aflýsa gigginu. „Því miður þurftum við að fella niður sýninguna út af þessu en um næstu helgi verður allt á sínum stað,“ segir hann hress. Kormákur Geirharðsson, félagi hans úr Kokteilpinnunum, er svekktur yfir því að aflýsa þurfti tónleikunum en skilur vel þessar óvenjulegu aðstæður. „Þetta hitt- ir svona slysalega á en menn neita ekki kvikmyndatilboði frá erlendri grund, sérstaklega ekki þegar menn fá borgað í evrum.“ freyr@frettabladid.is Fjórða sólóplata Jóhanns G. Jóhannssonar – Á langri leið – kemur út í nóvember. Jóhann er í takt við nýja tíma þar sem strax eftir helgi verður hægt að hala plötunni niður fyrir þúsund krónur á síðunni johanng.is. Tíu frumsamin lög eru á plötunni, sem er beðið með eftirvæntingu. Jóhann ætlaði upphaflega að fá ýmsa söngvara til að syngja lögin en vegna mikillar hvatningar syngur hann þau öll lögin sjálfur. Hann fær þó aðstoð frá Regínu Ósk við röddun. Líkt og fjölmargir aðrir fór Bubbi Morthens í svínaflensu- sprautu og er að eigin sögn búinn að vera „drulluslappur“ síðan. Hann fékk sýkingu í lunga og segist vera komin „á stöff“. Enn- isholurnar eru einnig með í samsærinu. Bubbi tók þó á honum stóra sínum og hefur spilað á öllum bókuð- um giggum. Skemmtikrafturinn og blaðamað- urinn Sólmundur Hólm sendi á dögunum frá sér ævisögu Gylfa Ægissonar. Sólmundur er liðtæk eftirherma og kann betur en flestir að herma eftir Gylfa. Færri vita að undanfarnar vikur hefur hann unnið að því að fullkomna aðra persónu, Sultan Kosen – hæsta mann heims. Nú bíða menn spenntir eftir hvernig þessi meðalmaður túlki risann. - drg, afb FÓLK Í FRÉTTUM VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8. 1 Hún borðaði gull. 2 Þjóðfundur. 3 Eiríkur Örn Norðdahl skrifar Gæsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.