Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 12
12 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR SKATTAR Þótt ríkisskattstjóri hafi ekki enn fengið því framgengt að koma á viðskiptakortum fyrir notk- un á gjaldfrjálsri olíu og fái ekki að styðjast við eftirlitsmyndavélar bensínstöðva er fylgst með því hvort verið sé að misnota þessa olíu. „Í hverjum mánuði eru tekin um 100 til 200 sýni úr eldsneytistönkum dísilknúinna bifreiða,“ segir í grein Jóhannesar Jónssonar í Tíund, sem er blað ríkisskattstjóra. Þar kemur fram að ellefu starfsmenn Vega- gerðarinnar á fjórum bílum sinni þessu eftirliti samhliða öðrum verk- efnum. Auk þess séu farnar eftirlits- ferðir með fulltrúa ríkisskattstjóra, stundum í samvinnu við lögreglu. „Ríkisskattstjóri hefur lista yfir það sem kalla mætti „heitar dælur“, það er dælur þar sem líklegt er að verið sé að dæla litaðri olíu á öku- tæki er ekki hafa heimild til slíkra nota. Í slíkum tilvikum fylgjast eft- irlitsmenn með því þegar eigend- ur bifreiða dæla eldsneyti á bif- reiðar sínar,“ skrifar Jóhannes og segir rætt við viðkomandi ef grun- semdir vakni. „Oft vita menn upp á sig skömmina, stökkva inn í bíl og þeysa á brott eða bera fyrir sig mistrúverðugar skýringar líkt og að vera ekki með gleraugun á sér.“ Þá kemur fram að stór hluti slíkra mála sem fari til ríkisskattstjóra sé einmitt vegna eftirlits við olíudæl- ur. Meðalsekt hafi verið 142 þúsund krónur fyrir heimilisbíla og 615 þús- und fyrir þyngri bíla. - gar ALÞINGI Tuttugu og fjórir þingmenn létu að sér kveða í heitum umræð- um við upphaf þingfundar þar sem stjórnarandstaðan mótmælti því að halda ætti kvöldfund í þinginu til að ræða stjórnarfrumvarp um ríkis ábyrgð. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, segir ríkisstjórnina vilja helst að umræður um Icesave „fari fram hér á kvöldin eða næturnar svoleiðis að stjórnarliðar þurfi ekki að hlusta á þær“. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, og fleiri átöldu stjórn- arþingmenn fyrir að mæta ekki og hlusta á umræður á kvöldfundum, sem þeir styðja sjálfir að boðað sé til. „Ef þetta eru vinnubrögðin, að fara með málin hér í gegn á kvöldin og um nætur, munum við að sjálf- sögðu taka á því með þeim hætti sem þarf,“ sagði Gunnar Bragi Sveins- son, þingflokksformaður Framsókn- ar. „Um þetta verður ekki friður. Það er ríkisstjórnin, sem er að gefa upp þennan bolta og við munum grípa á lofti og senda til baka.“ Stjórnarþingmenn sögðu stjórn- arandstöðuna efna til málþófs um Icesave til að tefja þingstörf og hindra að önnur mál og brýnni kæmust á dagskrá, til dæmis skatta- mál og afgreiðsla fjárlaga. Illugi Gunnarsson sagði að þvert á móti vildi þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins hliðra til fyrir brýnum málum, sem „snúa að fyrirtækjun- um og heimilunum“. Framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fleiri lánveitendur íslenska ríkis- ins hafi sagt að afgreiðsla Icesave sé ekki skilyrði fyrir lánveitingum og samstarfi við Ísland. Þá sé ekk- ert því til fyrirstöðu að Alþingi taki Icesave af dagskrá og snúi sér að brýnni málum, eins og ríkisfjármál- um og skattafrumvörpum stjórnar- innar. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mótsögn í málflutningi stjórnarandstæðinga. Annars vegar ættu stjórnarliðar að sitja næturfundi, af því að málið væri svo brýnt. „Í hinu orðinu tala þeir um að það sé annað brýnna að ræða og þessu megi fresta fram í febrúar.“ Eftir sex mánaða umræð- ur sagðist Ólína ekki sjá ástæðu „til að halda vöku minni“ en sjálfsagt sé að gefa svigrúm þeim sem vilja enn þá ræða um Icesave fram á nætur. peturg@frettabladid.is Boða kvöldfundi en mæta ekki sjálfir Stjórnarliðar átaldir fyrir að mæta illa á kvöldfundina, sem þeir styðja að boð- að sé til. „Um þetta verður ekki friður,“ sagði þingflokksformaður Framsóknar. „Sé ekki ástæðu til að halda vöku minni, sagði þingmaður Samfylkingar. ALÞINGI. Ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum hefur verið rædd fram undir miðnætti fyrir hálftómum sal á nokkrum fundum Alþingis að undanförnu. Slíkur kvöldfundur var í gærkvöldi við litlar vinsældir stjórnarandstöðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SÁDI-ARABÍA, AP Tugir manna hafa farist og bjarga þurfti um þúsund manns úr flóðum í Sádi-Arabíu. Milljónir pílagríma eru komnar til landsins og hætta er á frekari rigningum. Á miðvikudag rigndi meira á þessum slóðum en þekkst hefur undanfarin ár. Nærri fimmtíu manns fórust þann daginn, í borgunum Jeddah, Rabigh og Mekka, en enginn þeirra var þó úr röðum pílagrím- anna. Aðrar hættur steðja að pílagrímum í Mekka, þar á meðal svínaflensan sem veldur bæði þátttakendum og íbúum í Sádi-Arabíu ugg. Af þeim sökum eru margir með klút fyrir vitum sér á göngunni. Stjórnvöld hafa í samvinnu við Bandaríkin sett upp hjúkrunarstöðvar og gripið til fleiri aðgerða. Þar á ofan er ár hvert veruleg hætta á því að píla- grímar troðist undir í mannfjöldanum. Árið 2006 þurfti ekki annað en að pílagrímur missti farangur sinn sem flæktist síðan fyrir fótum þeirra sem á eftir komu, og kostaði það 360 manns lífið. Pílagrímaferðir múslima í Mekka og nágrenni standa yfir í fjóra daga, og hófst formlega gangan síð- astliðinn miðvikudag. Þetta árið er talið að um þrjár milljónir múslima frá öllum heimshornum hafi lagt leið sína til Sádi-Arabíu. - gb Flóðgáttir himins opnuðust yfir pílagrímum í Sádi-Arabíu: Tugir hafa farist í flóðunum KLIFIÐ UPP Á FJALLIÐ ARAFAT Milljónir múslima úr öllum heimshornum eru komnar til Sádi-Arabíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vegagerðin með eftirlit með notkun á gjaldfrjálsri olíu meðfram öðrum verkum: Gera stikkprufur vegna litaðrar olíu Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Mér hefur í raun aldrei liðið betur á ævinni. Ég er að allan daginn án þess að þreytast og líður eins og ég sé 25 ára. Að minnsta kosti að innanverðu,“ segir Benedikta Jóns- dóttir hlæjandi, um kosti bætiefna ýmiss konar sem hún hefur tekið samviskusamlega síðustu tólf ár. Ekki er ofsögum sagt að Bene- dikta neyti bætiefna í miklum mæli, eða í öll mál. „Ég byrja hvern dag á því að drekka sítrónu- safa sem gerir líkamann basískan gagnstætt því nokkur vítamín, Omega 3, 6 og 9 fitu sýrur og Q10, sem heldur frum- unum ungum.“Blaðamaður getur þá ekki stillt sig um að spyrja hvort enginn alvöru matur sé eiginlega á mat- seðlinum. Benedikta skellir upp úr. „Jú, auðvitað. Á kvöldin fæ ég mér yfirleitt alveg fullt af grænmeti, grænmetisbuff – bollur og fleira góðgæti í þeim dúr.“ Ekkert kjöt? „Jú, svona einu sinni tilmá verið í miklum tengslum við náttúr- una. „Þar að auki bjó ég um tíma í Svíþjóð og Ástralíu og á þeim tíma var þar miklu meiri áhersla lögð á heilbrigðan lífsmáta en hér þekkt- ist.“ Hún segir þó mikla vitundar- vakningu í þessum efnum hafa átt sér stað hér síðustu ár.„Ekki síst eftir að Maður lifandi var opnaður,“ segir Benediktbrosir þ Laus við stirðleika og verki Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi segist aldrei hafa liðið betur og þakkar það inntöku bætiefna. Verkir og stirðleiki gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu og þreyta er tilfinning sem hún kannast ekki lengur við. STUÐNINGUR BARNS Í NÆRSAMFÉLAGINU – það sem er barni fyrir bestu, er yfirskrift morgunverðarfundar sem hald- inn verður miðvikudaginn 25. nóvember á Grand Hóteli í Reykjavík frá 8.15 til 10. Þar verður meðal annars fjallað um mikilvægi tengsla, hugleiðingu kennara um óskaskóla og hvernig unglingar vilja sjá skólaumhverfið. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. „Þetta hefur þær afleiðingar að maður er alltaf heill heilsu og líður vel, laus við verki og stirðleika,“ segir Benedikta um áhrif bætiefna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ávaxtaskálarnar komnar                   !"!# ! " $ % &'(((())) "*    Auglýsingasími ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 2009 — 278. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR Þakkar bætiefnum fyrir gott heilsufar • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS JÓLIN 2009 Matur, drykkur, sögur, siðir, föndur og skraut Sérblað um jólin FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Einleikur fær góða dóma Þór Tulinius leik- stýrði einleiknum Manntafli í Svíþjóð og hlaut lof fyrir. TÍMAMÓT 16 Jólablað Fréttablaðsins Flytur heim Hafdís Huld kaupir sér hús í Mosfells- dalnum. FÓLK 26 Gagnrýnendur hrifnir Sigurjón Sighvatsson er nánast orðlaus yfir viðtökunum við Brothers. FÓLK 26 HVESSIR SÍÐDEGIS Í dag verða víðast norðaustan 8-15 m/s, en hvessir heldur síðdegis. Úrkoma norðaustan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti víða í kringum frostmark. VEÐUR 4 1 0 2 4 1 TÝNDA TÁKNIÐ EFTIR DAN BROWN KEMUR ÚT Á MORGUN! D Y N A M O R E Y K JA V Í K LAAANG- VINSÆLA STI HÖFUND UR Í HEIMI! Berðu Á EFTIRLITSMÁL Allt að 74 prósentum litaðrar olíu sem keypt er í sjálfs- afgreiðslustöðvum er ekki dælt á vinnuvélar eins og til er ætlast. Þetta segir Jóhannes Jónsson, starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, að athuganir sýni. Olíunni sé dælt á önnur ökutæki og af þeim sökum verði ríkissjóður af á bilinu 160 til 230 milljónum króna árlega. Á sama tíma er Ríkisskattstjóra óheimilt að nota upptökur úr eftirlitsmyndavélum bensínstöðva til að koma upp um þá sem kaupa gjaldfrjálsa vinnuvélaolíu á einka- bíla sína. Persónuvernd segir Ríkis- skattstjóra skorta lagaheimild til þess. Lituð olía kostar ríflega sextíu krónum minna hver lítri en venju- leg dísilolía sem ber olíugjald. Munurinn er því mikill og margir láta freistast. Á móti kemur að sektir eru háar ef upp kemst. Fyrir venjulegan fólksbíl er sektin 200 þúsund krónur, sem síðan tvöfald- ast við ítrekuð brot. Jóhannes segir að Ríkisskatt- stjóri hafi tvisvar á liðnu ári lagt til við fjármálaráðuneytið að þeir sem kaupi litaða olíu þurfi að fá útgefin sérstök viðskiptakort hjá olíufélögunum og skattayfirvöld- um sé tilkynnt um þau. Þannig verði auðveldara að fylgjast með að farið sé að lögum. „Eftir því sem ég best veit hefur ráðuneytið ekki unnið úr þessu. Ég held að ágæt- is skilningur sé á þessu hjá ráðu- neytinu en að það hafi haft mörg- um öðrum hnöppum að hneppa að undanförnu,“ segir hann. Ætlun Ríkisskattstjóra var að fá aðgang að eftirlitsmyndavélum á bensínstöðvum til að nota ásamt bókhaldsgögnum stöðvanna til að fletta ofan af svindlurunum. Per- sónuvernd segir Ríkis skattstjóra hins vegar ekki hafa sömu heimild og lögregla til vinnslu persónuupp- lýsinga í þágu rannsóknar. „Það verður þá svo að vera,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um þessa niðurstöðu. Jóhannes Jónsson skrifaði í fyrra í Tíund, blað Ríkis skattstjóra, og setti fram áðurnefnda tilgátu um að 74 prósent af litaðri olíu í sjálf- sölum væru keypt á bíla sem ekki hefðu til þess rétt. Var það byggt á gögnum frá olíufélögunum sem sýndu að í þessum fjölda tilvika hefði verið dælt minna en áttatíu lítrum í hverri afgreiðslu. „Einnig virðist vera ótrúlega algengt að verið sé að kaupa litaða olíu á kvöldin og á nóttunni og á dælum sem eru ekki í alfaraleið,“ skrifaði Jóhannes í fyrra og sagði ljóst að takmarka þyrfti verulega aðgengi að litaðri olíu. Það hefur enn ekki verið gert. - gar Svindlað nánast óheft með olíu fyrir hundruð milljónaPersónuvernd segir Ríkisskattstjóra óheimilt að notast við eftirlitsmyndavélar bensínstöðva til að afhjúpa misnotkun á litaðri olíu. Miklu magni er dælt á bifreiðar sem eigendum er óheimilt að nota litaða olíu á. HEILBRIGÐISMÁL Tæpur fimmtungur unglingsstúlkna í 10. bekk grunnskóla er með hringi eða pinna ann-ars staðar en í eyrunum. Þetta kemur fram í könnun Rannsókna og greiningar meðal grunnskólabarna. 6,5 prósent drengja á sama aldri bera ámóta skraut.Þá kemur fram að 5,8 prósent drengja í 10. bekk hafa látið setja á sig varanlegt húðflúr, en 4,7 pró-sent stúlknanna. Rannsóknin var lögð fyrir um 85 prósent nem-enda á landinu öllu í fyrra. Þá virðist meirihluti unglinganna hafa fengið leyfi fyrir götun eða flúri hjá forráðamönnum, en færri hugsað út í smithættu eða fengið leiðbeiningar um hana. Þá mun vera misbrestur á að húðflúrstofur fari fram á að viðskiptavinir framvísi skilríkjum.„Við höfum verið að reyna að láta draga eitthvað úr þessu,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir. „Og af því þetta er ekki bannað, að passa líka upp á að þeir sem gera þetta hafi einhverja kunnáttu í sóttvörnum og slíku.“ - óká / sjá síðu 8 Fjölmargir unglingar eru með hringi eða pinna annars staðar en í eyrunum: Húðflúr vinsæl í tíunda bekk Fyrsta tap Njarðvíkur Stjörnumenn urðu fyrstir til að vinna lærisveina Sigurðar Ingimundar- sonar í vetur. ÍÞRÓTTIR 23 LEGGJA NÓTT VIÐ DAG Byggingarverkamenn sem vinna við að reisa hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut verða, eins og aðrir landsmenn, áþreifanlega varir við að dagur styttist jafnt og þétt. Þegar þessi mynd var tekin um eftirmiðdaginn í gær sáust varla handa skil. Vetrarsólstöður eru 22. desember næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞÝSKALAND, AP Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Hamborg í Þýska- landi tæmdi og girti af flugstöð- ina í borginni þar sem sérfræð- ingar töldu víst að stór sprengja hefði verið skilin eftir á vagni í flugstöðinni. Deildin hafði mikinn viðbúnað á staðnum en komst fljótlega að því að „sprengjan“ var tveir kass- ar af frosnum fiski. Óþarfi var að kanna innihald pakkanna þar sem lykt af rotnandi fiski tók af öll tvímæli um innihald þeirra. Yfirmaður hryðjuverkadeildar- innar svaraði spurningum fjöl- miðla á þann hátt að lögregla gæti ekki leyft sér að sýna atvikum sem þessum tómlæti og aðeins væri verið að fylgja ströngum verkreglum. Hann viður kenndi engu að síður að öllum hefði mátt vera ljóst hvert innihald kassanna tveggja var. - shá Lögregluaðgerð í Hamborg: Tæmdu flugstöð fyrir frosinn fisk BLAÐIÐ Á ÞRIÐJUDAG Allt að 230 milljónir króna eru sviknar undan skatti með því að menn stelist til að nota gjaldfrjálsa olíu. í Kópavogi Aðventukaffi með eldri borgurum Samfylkingin í Kópavogi býður eldri borgurum í aðventukaffi laugardaginn 28. nóvember frá klukkan 10.00 til 12.00 í húsnæði flokksins Hamraborg 11, 3. hæð. Meðal góðra gesta: Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Rannveig Guðmundsdóttir, f.v. alþingiskona og Magnús Orri Schram, þingmaður. Einnig les rithöfundurinn Jón Karl Helgason nýútkominni ævisögu um Ragnar í Smára Hlökkum til að sjá ykkur Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A fyrir Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is HEIÐURSVÖRÐUR SPEGLAST Indverj- ar minntust þess í gær að rétt ár er liðið frá árásum hryðjuverkamanna á Mumbaí. Þessi heiðursvörður stóð við minnismerki fyrir utan hótel í borginni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Þrjátíu og fimm ára maður hefur verið ákærður fyrir þjófnað og brot í opinberu starfi. Manninum er gefið að sök að hafa stolið úr húsakynnum muna- deildar lögreglunnar í Leifsstöð, þar sem geymdir eru óskilamun- ir, fimm i-Pod tónlistarspilurum, samtals að verðmæti 107 þúsund krónur og 200 evrum. Einnig 300 Bandaríkjadölum, 430 sterlings- pundum, 45 Kanadadölum og 410 sænskum krónum. Þetta gerði maðurinn á árunum 2008 og 2009, fyrst sem starfs- maður Flugmálastjórnar og síðar starfsmaður í öryggisdeild Kefla- víkurflugvallar ohf. - jss Fingralangur starfsmaður: Stal óskilamun- um í flugstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.