Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 82
 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Helgarblaðið: Heimili og hönnun: Menning: Kolbrún Halldórsdóttir í helgar- viðtali. Beinta Maria Didriksen og Levi Didriksen: Levi níu ára er stoð og stytta tvíburasystur sinnar sem er með sjúkdóm sem aðeins fimm manns í heiminum þjást af. Íslensk hönnun eins og hún gerist best. Húsgögn, arkitek- túr og vöruhönnun í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Þrjár óperufrumsýningar í maí. Mest seldu bókmenntaverk Evrópu í fyrra. Íslenska ímyndin á viðreisnar- árunum. Allt um Listahátíðina. N1-deild karla FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6/1 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1). Varin skot: Pálmar Pét. 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4, (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%) Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir) Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2) Utan vallar: 18 mínútur Grótta – Stjarnan 25-24 (12-9) Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 6/0 (9/1), Anton Rúnarsson 5 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Jón Karl Björnsson 5/3 (9/4), Arnar Teodórsson 3 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (6), Halldór Ingólfsson 0 (4). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15/1 Hraðaupphlaup: 3 (Anton 2, Finnur) Fiskuð víti: 5 (Páll Þórólfsson 2, Arnar, Atli, Anton) Utan vallar: 4 mínútur Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 8/2 (11/2), Kristján Svan Kristjánsson 3 (3), Björn Friðriksson 3 (4), Eyþór Magnússon 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Jón Arnar Jónsson 2 (4), Vilhjálmur Halldórsson 1 (2), Tandri Konráðsson 1 (2), Guðmundur Guðmundsson 1/0 (6/1), Roland Eradze 0 (1). Varin skot: Roland Eradze 7, Svavar Ólafsson 2. Hraðaupphlaup: 4 (Kristján 2, Daníel, Vilhjálm ur). Fiskuð víti: 3 (Eyþór 2, Kristján) Utan vallar: 8 mínútur STAÐAN Í DEILDINNI: Valur 6 5 0 1 158-138 10 Haukar 5 4 1 0 135-122 9 FH 7 4 1 2 203-190 9 Akureyri 7 4 1 2 171-166 9 Grótta 7 3 0 4 175-176 6 HK 6 2 1 3 148-155 5 Fram 7 1 0 6 172-190 2 Stjarnan 7 1 0 6 156-181 2 Sænski körfuboltinn Solna Vikings-Sodertalje Kings 78-75 Helgi Már Magnússon var með 13 stig, 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta á þeim 32 mínútum sem hann spilaði. Solna vann síðustu 6 mínúturnar 17-2. ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI „Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn sem við sýndum með því að gefast aldrei upp. Við vorum sjálfum okkur verstir sóknarlega en við vissum það að með því að spila góða vörn þá værum við alltaf inni í leiknum. Við erum bara þannig lið að þegar þetta smell- ur hjá okkur þá getum við skorað fjögur eða fimm mörk á skömm- um tíma og sem betur fer náðum við að klára dæmið í kvöld,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir skrautlegan 25-24 sigur FH gegn Fram í N1-deild karla í gærkvöldi. Heimamenn í FH byrjuðu leik- inn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mín- útur. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leik- kafla og breytti stöðunni í 10- 12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan af velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálf- leiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyr- irrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og mar- kvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó betur að en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. Á ótrúleg- um lokamínútum náði FH hins vegar að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin. Heimamenn gátu þakkað mark- verðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítak- ast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á loka- mínútunni. Það var við hæfi að gamli ref- urinn Bjarki Sigurðsson innsigl- aði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndunni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon marka- hæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt bata- merki á liði Fram og leikmenn liðs- ins voru nú að berjast hver fyrir annan. „Þetta er sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að. Við upp- skárum ekki í þetta skiptið en við vorum að spila frábærlega á löng- um köflum í leiknum. Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá leik- mönnunum og neistinn var til stað- ar en því miður fengum við engin stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, súr í bragði í leikslok. omar@frettabladid.is Dramatískur sigur hjá FH FH blandaði sér í toppbaráttu N1-deildar karla eftir ótrúlegan 25-24 sigur á Fram. Bjarki Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti á lokasekúndunni. 42 ÁRA HETJA FH Bjarki Sigurðsson sést hér brjótast framhjá Framaranum Lárusi Guðmundi Jónssyni í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI „Þetta er ansi mikilvæg- ur sigur fyrir okkur og ég er virki- lega ánægður með að við höfum náð fyrstu stigunum á heimavelli,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari og leikmaður Gróttu, eftir sigur liðsins á Stjörnunni í botnbarátt- uslag 25-24. „Við vorum í bílstjórasætinu allan tímann en hleyptum þeim inn í leikinn í lokin af algjörum klaufaskap. Það var algjör óþarfi en þetta er eitthvað sem við verð- um að laga, við verðum að halda áfram að keyra á fullum krafti.“ Eftir úrslit gærkvöldsins er búið að skilja Stjörnuna eftir á botni deildarinnar þar sem liðið fær félagsskap frá Fram. „Þetta var einn af úrslitaleikjunum í barátt- unni um að halda sér uppi,“ sagði Halldór og taldi að gamla góða liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum í gær. „Við stóðum vel í vörninni stærstan hluta leiksins. Maður var orðinn smá smeykur í lokin þegar skyndilega var komin spenna í leikinn en við stóðumst þetta,“ sagði Halldór. Sigur Gróttu í gær var svo sannarlega verðskuldaður en liðið var með nokkuð þægilega stöðu lengst af. Staðan í hálfleik var 12- 9 og snemma í seinni hálfleik náðu heima- menn sex marka forystu. Þegar tvær mín- útur voru eftir minnkaði Stjarn- an mun- inn í eitt mark, 24-23, og Grótta misnotaði vítak- ast strax á eftir. Jón Karl Björnsson innsiglaði hins vegar sigur Gróttu en Stjarnan svaraði með síðasta marki leiks- ins rétt áður en lokaflautan gall. Gróttuliðið spilaði vel sem heild í gær en spilamennska Stjörnumanna var brokkgeng og markvarslan lítil sem engin nema rétt í lokin. Garðbæingar eru komnir í ansi erfiða stöðu og verða að snúa skútunni við áður en það er of seint. - egm Grótta vann Stjörnuna og komst upp í fimmta sæti N1-deildar karla í handbolta: Fyrsti heimasigur Gróttuliðsins MARKAHÆSTUR Finnur Ingi Stefánsson skoraði 6 mörk fyrir Gróttu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.