Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 26
26 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Jóhannes Jónsson skrifar um málefni Haga Morgunblaðið hefur farið mikinn undan- farið gegn Högum. Af ein- hverjum ástæðum hafa fréttir af endurskipulagn- ingu fyrirtækisins farið illa í þá í Hádegismóum. Blaðið heimtar nýtt eignarhald. Með ástæðulausum aðdróttunum er vegið að góðu fyrir- tæki og um leið reynt að rýra eignir kröfuhafa Arion banka. Hagar hafa staðið sig vel gagn- vart neytendum og fyrirtækið er í góðum rekstri. Skýr stefna Bónuss um lágt vöruverð um land allt hefur skilað fyrirtækinu og viðskiptavin- um árangri. Stefnan hefur verið sú, að sparnaði í rekstri er skilað til við- skiptavina í lægra vöruverði. Skipu- lag aðfanga ásamt frábæru starfs- fólki hefur verið helsti lykillinn að velgengninni auk þess sem erlend viðskiptasambönd eru afar dýrmæt. Til að undirstrika þetta hefur hið virta fyrirtæki PricewaterhouseC- oopers í London ráðið einn aðaleig- enda Haga til að hafa umsjón með nokkrum af stærstu fyrirtækjum Bretlands á sviði smásölu. Fullyrt hefur verið á síðum blaðs- ins, bæði í fréttum og af forsvars- mönnum Þjóðarhags, að neytand- inn þurfi að borga skuldir Haga, ef fyrirtækið eigi að rísa undir þeim. Væri það rétt, hlytu að skap- ast tækifæri fyrir nýja keppinauta eða hvað? Er það ekki grunnstef- ið í frjálshyggjunni? Af hverju stofna ekki forsvarsmenn Þjóðar- hags nýja verslun, sem keppir við vonda risann sem þarf að rísa undir öllum fjármagnskostnaðinum sem þeir lýsa? Sömu menn fullyrða, að það séu engin geimvísindi að reka matvörubúð. Mikið rétt, en hvers vegna sér þessi hópur sér þá ekki leik á borði og fer í slaginn? Það gerðum við á sínum tíma. Sömuleiðis hefur verið fullyrt að Jón Ásgeir, sonur minn, hafi valdið þúsund milljarða tjóni hjá hluthöf- um í fjölmörgum skráðum almenningshlutafélögum í Kauphöll Íslands með inn- komu sinni. Þetta er alrangt. Reikn- ingskúnstir og illmælgi manna við þessa útreikninga eru hreint með ólíkindum. Það er engu líkara en að tekin séu öll félög Kauphallarinn- ar og allt skrifað á hann. Því miður töpuðu hluthafar hlutafjáreign sinni víða, rétt eins og hann sjálf- ur. Í þessari umræðu er þó rétt að benda á, að með öllu er litið fram- hjá þeim verðmætu eignum, sem teknar voru upp í skuldir, sbr. eign- ir Baugs í Bretlandi. En spurningin er: hvað vakir fyrir því fólki, sem lætur róginn vinna fyrir sig? Umræðan er á villigötum. Við megum ekki halda áfram að kasta verðmætum á glæ með því að henda góðu fólki út úr fyrirtækjum og um leið eyðileggja þau. Það verður að fara að horfa fram á veginn. Gerum okkur grein fyrir því, að það þarf að endurskipuleggja um 70% af öllum íslenskum fyrirtækjum. Veruleik- inn er sá sami hjá fyrirtækjum og fjölskyldum. Eignirnar hafa lækk- að í verði og lánin hækkað. Það er vandamál dagsins. Starfsmenn bankanna verða að fá að mæta þeim vanda eftir þeim verklagsreglum sem þeir hafa kynnt og lögum sem Alþingi hefur sett. Það verður að treysta þeim til að gera það besta í stöðunni. Í málefnum 1998 hef ég lagt fram tilboð og tillögur að lausn sem byggist á því að lagt verði fram nýtt hlutafé til rekstursins – ekki er gert ráð fyrir neinum afskrift- um skulda. Margir eru hugsi yfir því mikla púðri sem eytt er í fyrirtækið, sem ég er stjórnarformaður í, á síðum Morgunblaðsins. Gæti verið að það sé vegna þess að fyrirtæki Haga auglýsa ekki í Morgunblaðinu? Sú ákvörðun er meðvituð af hálfu Haga, algjörlega tekin út frá við- skiptalegum forsendum. Morgun- blaðið hefur ekki þann slagkraft sem það áður hafði og krafturinn minnkar frá degi til dags. Það veit öll þjóðin. Áskrifendum hefur fækk- að um 25% undanfarna mánuði og ég veit til þess að lausasalan hefur fallið um meira en 40%. Hátt aug- lýsingaverð og lítil dreifing er ekki eftirsótt samsetning fyrir auglýs- endur. Við auglýsum í þeim miðl- um, sem eru með mesta útbreiðslu – þar sem við fáum mest fyrir hverja krónu. Það er líka eðlilegt að spurt sé hverjir standi að baki Þjóðarhag. Getur verið að starfsmaður Morg- unblaðsins hafi í raun skrifað grein forsvarsmanns Þjóðarhags? Orða- lagið er óneitanlega kunnuglegt. Getur verið að eigendur Morgun- blaðsins standi að baki Þjóðarhag og vilji komast yfir Haga fyrir lítið? Getur verið að hinum gegnfölsku skrifum ritstjóra Morgunblaðs- ins um afskriftir skulda sé ætlað að beina athyglinni frá afskrifta- reynslu þeirra beggja? Annar var valdur að 300 milljarða afskrift á kostnað ríkissjóðs og hinn keypti eignir Viðskiptablaðsins á eina krónu og lét afskrifa skuldir í hinu svokallaða gamla félagi. Eru þetta réttu mennirnir til að halda predik- anir? Getur verið að hinn svokallaði Þjóðarhagur sé í rauninni eingöngu hagur Morgunblaðsins? Í von um réttláta og sanngjarna viðskiptahætti: Stöndum vörð um samkeppni í verslun í landinu. Höfundur er stofnandi Bónuss og stjórnarformaður Haga hf. Vegið að góðu fyrirtæki JÓHANNES JÓNSSON Fríkirkjuprestur á villigötum UMRÆÐAN Pétur Kr. Hafstein skrifar um þjóðkirkj- una Í hátíðarrit i vegna 110 ára afmælis Frí- kirkjunnar í Reykja- vík, sem fylgdi Frétta- blaðinu nýlega, er grein eftir séra Hjört Magna Jóhannsson um lagafrumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum. Í þessari grein eru þvílíkar dylgjur, rang- færslur og vísvitandi blekkingar að ekki verður hjá því komist að andmæla og minna á þau orð Ara fróða að skylt sé að hafa það held- ur er sannara reynist. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að þjóðkirkj- an íslenska á sér sterkar rætur í kirkjusögu landsins. Hér var kirkja og kristni nánast frá upp- hafi Íslandsbyggðar og siðbreyt- ing um miðja 16. öld kollvarpaði ekki þeim grunni, sem kristinn dómur í landinu byggðist á. Þau þáttaskil urðu hins vegar árið 1874 að Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá þar sem bæði var kveðið á um trúfrelsi, sem ekki þekktist áður, og hugtakið þjóð- kirkja var löghelgað. Þarna var í fyrsta skipti sagt í lögum að hin evangelíska lúterska kirkja skyldi vera þjóðkirkja á Íslandi og skyldi ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Þessi skipan stendur enn þótt straumhvörf hafi orðið í innri málefnum þjóðkirkjunnar í átt til aukins sjálfræðis og sjálfs- stjórnar. Sú þróun og stjórnar- skrárákvæðið sjálft undirstrika það rækilega að þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja heldur sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum. Öðrum aðila, íslenska rík- inu, er falið að styðja og vernda kirkjuna eða með öðrum orðum gera henni kleift að gegna stjórn- arskrárbundnu hlutverki sínu sem þjóðkirkja á Íslandi. Það hefur ríkisvaldið einkum gert í seinni tíð með rammalöggjöf um þjóð- kirkjuna, nú lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar, sem kirkjan hefur svo unnið úr og mótað sitt kirkjulega starf og sjálfstæði á þeim grunni, sem þar er lagður. Þeir sem stóðu að stofnun Frí- kirkjunnar í Reykjavík í lok 19. aldar yfirgáfu þjóðkirkjuna, starfsumhverfi hennar og rétt- argrundvöll af fúsum og frjáls- um vilja þótt hinn kenningarlegi grundvöllur beggja hafi áfram verið evangelísk lúterskur. Þeir tóku þá einlægu ákvörðun að yfir- gefa trúfélagið þjóðkirkju Íslands og stofna til annars trúfélags, Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Það var þeim að sjálfsögðu heimilt að gera enda er félagafrelsi varið í stjórn- arskránni ekki síður en trúfrelsið. Það verður hins vegar ekki bæði sleppt og haldið. Sá sem yfirgef- ur félag getur ekki um leið gert kröfu til þess að mega hverfa á brott með hluta af eignum félags- ins, jafnvel ekki þótt hann stofni um leið annað samkynja félag. Allt tal fríkirkjuprestsins um að þjóðkirkjan sé „alls ekki einka- erfingi hins kirkjusögulega arfs Íslendinga“ er út í hött. Málið snýst einfaldlega ekki um erfðir og arfskipti. Séra Hjörtur Magni Jóhanns- son staðhæfir að núgildandi þjóð- kirkjulög frá 1997 séu „í anda gömlu einkavæðingarinnar og nýfrjálshyggjunnar sem stefndu öllu hér í sundrung og kreppu“. Engin vitræn tilraun er þó gerð til að finna þessum orðum stað enda verður lýðskrum af þessu tagi ekki réttlætt með rökum. Alþingi samþykkti þessi lög að undangengnu svonefndu kirkju- jarðasamkomulagi ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 þar sem þjóðkirkjan afsal- aði ríkinu eignarrétti sínum á þeim kirkjujörðum og kirkjueignum, sem ríkis- sjóður hafði tekið við 90 árum áður eða 1907. Það er rangt hjá fríkirkju- prestinum og sett fram án nokkurra raka að mikil óvissa hafi ríkt um það við samningsgerðina hvort þjóðkirkjan hafi í raun og veru verið sjálf- stæður eignaraðili þeirra kirkjueigna, sem um var samið að ríkið fengi í sínar hendur. Á móti þessum miklu verðmætum til ríkisins var svo kveðið á um það framtíðargagn- gjald af þess hálfu að ríkissjóð- ur myndi m.a. greiða tilteknum fjölda starfsmanna þjóðkirkj- unnar laun um ókomin ár. Efnis- atriði þessa samnings voru lög- fest í þjóðkirkjulögunum 1997 og þau marka vissulega réttarstöðu þjóðkirkjunnar gagnvart ríkis- valdinu og þá gildir einu hvort 62. gr. stjórnarskrárinnar um þjóð- kirkjuna og stuðning ríkisvalds- ins við hana heldur gildi sínu eða yrði felld brott. Samninga ber að efna í réttarríki og það hefur rík- isvaldið viðurkennt með ótvíræð- um hætti í nýgerðum samningi við þjóðkirkjuna 10. nóvember 2009, sem kirkjuþing hefur stað- fest. Þar tók þjóðkirkjan á sig 169 milljón króna skerðingu á árinu 2010 á framlögum úr ríkissjóði samkvæmt kirkjujarðasamkomu- laginu 1997. Þetta var gert vegna hins alvarlega efnahagsástands í þjóðfélaginu um þessar mund- ir, sem þjóðkirkjan vill fyrir sitt leyti taka þátt í að bæta eftir því sem hún megnar. Samningurinn staðfestir um leið þann skilning, sem verið hefur ríkjandi um fjár- hagslega stöðu kirkjunnar gagn- vart ríkisvaldinu. Kirkjuþing 2008 beindi því til Alþingis að samþykkja frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga, sem frí- kirkjupresturinn biður nú Guð að forða okkur frá vegna þeirra milljarða, sem samþykkt þess muni hafa í för með sér. Hér er mjög hallað réttu máli. Þetta frumvarp felur fyrst og fremst í sér einföldun og undirstrikun sjálfstæðis þjóðkirkjunnar með flutningi ábyrgðar og ákvarðana um innri málefni hennar í enn ríkara mæli til kirkjuþings en þó hefur verið. Samþykkt þessa frumvarps myndi ekki hafa í för með sér kostnaðaraukningu úr ríkissjóði um eina einustu krónu. Séra Hjörtur Magni Jóhanns- son segir að með þjóðkirkjulögun- um hafi valdið „verið fært til eins biskups sem stýrir kirkjuþingi og í raun flest öllu sem gerist innan hinnar ríkisreknu stofnun- ar“. Eins og ég gerði grein fyrir í upphafi er það langt í frá haldbær kenning að þjóðkirkjan sé ríkis- rekin stofnun eins og málefnum hennar er nú háttað. Staðhæfing- in um kirkjuþingið er ámóta fjar- stæð. Kirkjuþing var sett á lagg- irnar fyrir rúmum 50 árum og vissulega var biskup Íslands þar lengst af í forsæti. Því var hins vegar breytt með þjóðkirkjulög- unum 1997 og frá þeim tíma hefur forseti kirkjuþings komið úr hópi leikmanna, sem nú eru jafnframt í meirihluta á þinginu, 17 á móti 12 vígðum mönnum. Séra Hjörtur Magni þyrfti ekki nema að fylgj- ast með svo sem einu kirkjuþingi til að sjá að fullyrðing hans er ekki aðeins formlega röng held- ur einnig efnislega. Margt fleira er missagt í fræðum þessa frí- kirkjuprests en ekki er rúm til að elta ólar við það allt. Miklu nær væri að minnast þess og hlúa að því, sem sameinar kristna menn á Íslandi fremur en sundrar. Frí- kirkjan í Reykjavík ætti að nota hugarorku sína og starfskrafta til annars nýtilegra en leita óvina þar sem enga óvini er að finna. Höfundur er forseti kirkjuþings og fyrrverandi hæstaréttardómari. PÉTUR KR. HAFSTEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.