Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 2009 3
„Það á að verða gaman fyrir fjöl-
skyldur að koma og hlusta á falleg
jólalög,“ segir Ragnhildur Ásgeirs-
dóttir, djákni í Fella- og Hóla-
kirkju, um tónleikana í Ráðhúsinu
á morgun. Hún er stjórnandi kórs
listasmiðjunnar Litrófs sem heldur
tónleikana og er nýbúinn að gefa
út disk.
Litróf er listasmiðja fyrir börn
frá átta ára aldri, bæði íslensk og
af erlendu bergi brotin, og er hluti
af innflytjendaverkefni kirkjunnar
sem hófst 2007. Að sögn Ragnhild-
ar dansa börnin mikið í listasmiðj-
unni, syngja, mála, semja og setja
upp leikrit og svo er farið í ferða-
lög eina eða tvær helgar á ári. Auk
Ragnhildar taka Guðný Einarsdótt-
ir, organisti kirkjunnar, og Heiðr-
ún Guðvarðardóttir þátt í starf-
inu. Foreldrar leggja því líka lið
og styðja við starfsemina, ásamt
stofnunum og félagasamtökum.
En nú snýst starfið mest um kór-
inn. Í honum eru um fimmtíu stelp-
ur, þar af um 15-20 af hinum ýmsu
þjóðernum, en Ragnhildur segir
þær allar vel talandi á íslensku.
„Við erum að hefja okkar þriðja
starfsár og undirbúningur útgáfu
disksins er búinn að standa í heilt
ár því mikil vinna hefur verið
lögð í hann. Það eru allt frábær-
ir tónlistarmenn sem að honum
koma. Hilmar Agnarsson, organ-
isti í Landakotskirkju, var okkar
listræni stjórnandi en hann hefur
mikla reynslu af barnakórsstarfi
og upptökum. Lögin eru öll íslensk
fyrir utan eitt sem er norskt en
sungið við íslenskan texta. Svavar
Knútur er gestasöngvari og flyt-
ur þarna tvö ný jólalög sem hann
samdi, eitt lag er eftir Karl Hall-
grímsson en hin eftir mig,“ lýsir
kjarnakonan Ragnhildur. Þess má
geta að tvö lög af diskinum eru
notuð í nýju kvikmyndinni Desem-
ber sem byrjað er að sýna í bíóhús-
um.
Stúlkurnar í kórnum eru frá átta
ára upp í fimmtán og Ragnhild-
ur segir hópnum verða skipt upp
eftir áramót. Fram að því verður
hann að syngja úti um hvippinn og
hvappinn, eins og hún orðar það,
hjá eldri borgurum, á aðventu-
kvöldi í kirkjunni og víðar.
gun@frettabladid.is
Fjölþjóðakór Fella- og
Hólakirkju flytur jólalög
Tjarnarsalur Ráðhússins mun óma af söng á morgun er kór listasmiðjunnar Litrófs úr Fella- og Hóla-
kirkju heldur þar útgáfutónleika klukkan 15. Þeir eru opnir öllum endurgjaldslaust sem áhuga hafa.
Stúlkurnar í kór Litrófs eru á aldrinum átta ára til fimmtán. Ragnhildur djákni og stjórnandi er lengst til hægri. MYND/FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Loðin ljósatré og krans úr
íslenskri sauðargæru eru meðal
þess sem hönnuðurinn Bjargey
Ingólfsdóttir hefur sett
upp í anddyri IKEA en
síðasti sýningardag-
ur er á sunnudag.
Hönnun Bjarg-
eyjar er einlægt
framtak til nýsköp-
unar að hennar
sögn. Alls kyns efni
leika í höndum henn-
ar og sem fyrr tengir
hún vörur sínar móður-
málinu í sinni fegurstu
og frumlegustu mynd.
Á sýningunni í IKEA
má sjá heiðarlegustu
hönnun landsins, hamingjuna í
nýrri útfærslu, fallega tösku sem
táknar farangur hvers og eins í líf-
inu, einnig farangur frjálshyggj-
unnar sem er skurðarfjöl fyrir
flatan niðurskurð í heimilishaldi
og tösku úr mjölsigti fyrir Íslend-
inga í dag sem eiga að
hafa allt gegnsætt og
gagnlegt.
„Matur er dýr
og dýr eru líka
matur“, eru orð
Bjargeyjar og út
frá þeim hefur
hún hannað dýr-
leg búsáhöld
úr IKEA-hlut-
um. Í ljósastöðinni
hennar má sjá ljós
úr spaghettípotti og
rosabaug/englabaug
úr íslenskri sauðar-
gæru sem skapar hlý-
lega stemningu. Gjafa-
tré úr þróunarskeiðum á að tákna
gnægð öllum til handa og jóladaga-
talið eftirvæntingu.
Ærleg íslensk jóla-
tré og englabaugur
Með von í hjarta um betri
tíma var búsáhöldum eins
og písknum beitt til að knýja
fram breytingar á Íslandi.
Rosabaugur eða englabaug-
ur úr íslenskri sauðargæru
skapar hlýlega stemningu.
Hér höfðar Bjargey til
búsáhaldabyltingarinnar
og færir IKEA-vörur í annan
búning en venjulega.
Ærlegt
íslenskt
jólatré.
Auglýsingasími
– Mest lesið