Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 2
2 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Gunnar, ætlið þið að vera svona eldsnöggir að þessu? „Já, og við verðum líka með alveg eldheitar myndir.“ Gunnar Jósefsson stefnir að því að opna Laugarásvídeó á ný 12. desember eftir stórbruna á leigunni í lok ágúst. DÓMSMÁL Sýslumaðurinn í Kópa- vogi gerði fyrr í þessum mánuði 24 árangurslaus fjárnám hjá Klæðn- ingu ehf. vegna vanskila á skuld- um upp á samtals um 60 milljón- ir króna. Lögmaður Klæðningar hefur kært ákvörðunina til héraðs- dóms vegna þess sem hann kallar óeðlileg vinnubrögð sýslumanns- fulltrúans sem sá um málið. Fulltrúi sýslumannsins bankaði upp á á heimili Bjarna Más Bjarna- sonar, stjórnarformanns Klæðn- ingar, klukkan hálf tíu að kvöldi 12. nóvember og krafðist þess að hann benti á eignir til að gera fjár- nám í vegna 24 skulda. Flestar skuldirnar voru við ýmis fyrirtæki, en sú stærsta, um 30 milljónir, var við Sýslumanninn í Hafnarfirði og til komin vegna vangreiðslu opinberra gjalda. Upp- hæðin var áætluð og hefur sú skuld nú lækkað í tæpar tvær milljónir. Bjarni Már benti á fasteign í Hafnarfirði og 62 milljóna kröfu sem Klæðning átti á nýlegan kaupanda að fasteigninni. Hann taldi þessa tryggingu næga, enda námu skuldirnar sem gera átti fjárnám vegna sem áður segir um sextíu milljónum. Sýslumannsfull- trúinn var hins vegar ósammála. „Hún afgreiddi þetta snaggara- lega þannig á staðnum að þetta væri einskis virði,“ segir Magnús Guðlaugsson, lögmaður Klæðning- ar. „Þar með var fjárnámið orðið árangurlaust.“ Þegar gert hefur verið árangurslaust fjárnám hjá félagi hafa þeir sem kröfu eiga á það þrjá mánuði til að fara fram á að það verði tekið til gjaldþrota- skipta. Magnús telur einsýnt að full- trúinn hafi ekki staðið löglega að málum. Bjarni hafi óskað eftir því að virði eignarinnar sem hann benti á yrði metið, en á það hafi fulltrúinn ekki fallist. „Sóknarað- ili telur að fulltrúi sýslumanns hafi hvorki verið hæfur né búið yfir nægri þekkingu til að meta eign- irnar,“ segir í kæru Magnúsar. Bjarna hafi ekki heldur verið gefinn kostur á að benda á aðrar eignir til tryggingar, jafnvel þótt félagið eigi margar aðrar eignir. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Kópavogi, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hann bendir hins vegar á að lögum samkvæmt séu gerðarþolar alltaf boðaðir á skrif- stofu sýslumanns til fjárnáms. Sinni þeir ekki ítrekuðum boðun- um sé farið í svokallað útifjárnám, sem sé nær undantekningarlaust árangurslaust. „Ég kannast ekki við að neitt sé óeðlilegt við starfs- hætti fulltrúans,“ segir hann. Fyrirtökur voru í öllum málun- um á þriðjudag og er munnlegur málflutningur áætlaður í desem- ber. stigur@frettabladid.is 24 árangurslaus fjár- nám hjá Klæðningu Lögmaður Klæðningar telur sýslumannsfulltrúa í Kópavogi hafa staðið óeðlilega að málum þegar hann gerði 24 árangurslaus fjárnám hjá félaginu að kvöldlagi fyrir tveimur vikum. Hann hefur kært framgöngu fulltrúans til héraðsdóms. ÍSHELLA 7 Það var þetta húsnæði, sem hýsir starfsemi Klæðningar í Hafnarfirði, sem stjórnarformaðurinn benti á sem eign til að gera fjárnámið í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Klæðning stendur afar höllum fæti eins og menn vita,“ segir Magnús. Það segir hann fyrst og fremst orsakast af því að fyrirtækið fái ekki greidda 3,3 milljarða frá Orkuveitu Reykjavíkur, meðal annars vegna afleiðinga af van- efndum OR tengdum samningum um Hellisheiðarvirkjun. Áður hefur verið fjallað um þessa deilu. Lögfræðingar Orkuveitunnar telja OR þvert á móti eiga kröfu á Klæðningu vegna þess að fyrirtækið hafi gengið frá óunnu verki. Þeir neita því að borga milljarðana þrjá og vilja skuldajöfnun. Í FJÁRHAGSVANDA VEGNA DEILU VIÐ OR ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ýmislegt sem andstæðing- ar Icesave-frumvarps ríkisstjórn- arinnar halda fram gangi fram af sér. „Því hefur ítrekað verið hald- ið fram að íslenska ríkisstjórnin og þeir embættismenn, sem hafi verið í forsvari, gangi hagsmuna Breta og Hollendinga en ekki Íslendinga,“ sagði Jóhanna. „Auð- vitað vita menn, sem halda þessu fram, að þetta er rangt og furðulegt að því skuli haldið fram í ræðustól hér á Alþingi.“ Jóhanna nefndi einnig að því væri haldið fram að það hefði engar afleiðingar að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið. „Auðvitað vita menn að þetta er rangt,“ sagði Jóhanna. „Ég held að menn væru að kalla yfir sig algjöran frostavet- ur í atvinnuuppbyggingu í vetur ef menn ætla að fara að láta þetta mál liggja,“ sagði forsætisráðherra. Ef Tryggingarsjóður innistæðu- eigenda geti ekki staðið við skuld- bindingar muni það hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir lánsfjármat ríkisins, sveitarfélaga og stórfyr- irtækja. „Við gætum verið að koma í veg fyrir allar þær stórframkvæmdir sem eru á döfinni,“ sagði Jóhanna. Hún sagði það sérstakt að kalla eftir lífsnauðsynlegri atvinnuupp- byggingu en vilja á sama tíma segja nei við Icesave-samningnum. „Ég held að það fari ekki saman.“ - pg / sjá síðu 12 Jóhanna Sigurðardóttir segir að margt í Icesave-umræðunni gangi fram af sér: Frostavetur í atvinnuuppbyggingu verði Icesave-frumvarp ekki afgreitt ICESAVE Sautján þingmenn voru á mæl- endaskrá á Alþingi við 2. umræðu um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar um kl. 18.20 í gær. Fundi var haldið áfram allt kvöldið. SKIPULAGSMÁL Íbúasamtök mið- borgarinnar hafa farið fram á það við borgaryfirvöld og lögreglu að veitingastöðum í miðbænum verði meinað að hafa opið lengur en til þrjú að nóttu um helgar. Þá er lagt til að skilgreint verði hvaða staðir séu næturklúbbar, slíkum stöðum verði fundnir aðrir staðir fjarri íbúabyggð og geti þá verið opnir þar lengur. Allar regl- ur um veitingastaði verði endur- skoðaðar samhliða endurskoðun aðalskipulags sem nú stendur yfir, þannig að íbúabyggð og veitinga- rekstur geti farið saman án þess að gengið sé á rétt íbúa. - sh Íbúasamtök miðborgarinnar: Næturklúbbar úr miðborginni DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt þrítugan mann í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem þá var fimm ára gömul. Maðurinn hafði fengið eins árs dóm í héraði. Maðurinn braut gegn stúlkunni á þáverandi heimili sínu og barns- móður sinnar. Móðirin vaknaði um nóttina við vein í barninu og varð vitni að því þegar maður- inn nuddaði klof stúlkunnar og lét hana snerta getnaðarlim sinn. Maðurinn játaði að hafa snert stúlkuna en sagðist hafa gert það í svefni. Maðurinn á að baki nær óslitinn sakaferil frá 1999 til 2006. - sh Braut gegn fimm ára dóttur: Þyngri dómur fyrir barnaníð VIÐSKIPTI Gert er ráð fyrir að jóla- verslunin verði óbreytt frá síðasta ári að magni til, en vegna verð- hækkana verði veltan átta pró- sentum meiri í krónum talið. Þetta kemur fram í árlegri spá Rann- sóknaseturs verslunarinnar. Fram kemur að í fyrra hafi jóla- verslun á föstu verðlagi dregist saman um 18,3 prósent milli ára, en í fjögur ár þar á undan hafi árlegur vöxtur jólaverslunarinn- ar að meðaltali numið 7,3 prósent- um. Í inngangi sérrits um jólainn- kaupin segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs- ins, spár um jólaverslunina vera hóflegar. „Aðstæður í efnahags- lífinu og þróun einkaneyslu gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni um aukinn munað fyrir þessi jól eins og oft áður. Önnur gildi hafa rutt sér til rúms, sem felast í því að þegar magnið minnkar aukast gæðin.“ segir hann. Í skýrslunni er áætlað að velta í smásöluverslun sem rekja megi til jólanna nemi um 13,4 milljörð- um króna. Það jafngildir því að hver Íslendingur verji að jafnaði næstum 42.000 krónum til jóla- innkaupa. Í fyrra var upphæðin 38.600 krónur. Í könnun kemur fram að fólk byrji nú fyrr á jólainnkaupum en áður og dreifi þeim jafnvel á allt árið. Þá versla fleiri á netinu fyrir þessi jól en áður hefur verið. - óká Hver landsmaður eyðir að jafnaði 42 þúsund krónum í jólainnkaupin: Jólaverslun stefnir í 13,4 milljarða JÓLAÖS Í KRINGLUNNI Í könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar kemur fram að algengast sé að hver fullorðinn verji um 25 til 75 þúsund krónum til jólagjafakaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJARAMÁL Staðan í kjaraviðræð- um Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er í hnút eftir að upp úr viðræðum slitnaði á miðvikudag. Halda á félagsfund í desember til að ræða framhaldið, en til greina kemur að afla heimildar til að boða verkfall. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að eitt af því sem helst steyti á sé krafa flugfreyja um styrkingu ákvæða í kjarasamningum um for- gang félaga í Flugfreyjufélaginu í störf hjá félaginu. Þá vilji félags- menn að starfsaldur hafi meira vægi en nú er vegna stöðuhækk- ana. - bj Slitnar upp úr kjaraviðræðum: Flugfreyjur íhuga verkfall DÓMSMÁL Þrír piltar hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir að ráðast á þann fjórða á síðasta ári og misþyrma honum með höggum og spörk- um. Þremenningarnir voru þá fimmtán ára. Ákvörðun refsingar var frestað en þeir dæmdir til að greiða málsvarnarlaun, samtals 830 þúsund krónur. Í dómskjöl- um kemur fram að „einhvers konar núningur“ hafi verið í samskiptum fórnarlambsins og tíu ára bróður eins af þremenn- ingunum. Piltarnir þrír hafi sýnt iðrun eftir árásina og notið sálfræðiaðstoðar. - jss Ákvörðun refsingar frestað: Þrír piltar mis- þyrmdu einum UPPTAKA Símamyndbandsupptaka af árásinni birtist á netsíðunni YouTube. Minningarathöfn um átján ára pilt sem hné niður og lést eftir knattspyrnuæfingu með Íþróttafélagi Reykjavíkur var haldin í gærkvöldi. Pilturinn hafði lokið æfingu með öðrum flokki ÍR á mið- vikudagskvöld þegar hann hné niður. Hann lést skömmu síðar í sjúkrabíl, en talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. Samnemendur piltsins í Verslunarskóla Íslands minnt- ust félaga síns í gær með því að skrifa í minningarbók sem komið verður til foreldra hans. Hné niður eftir íþróttaæfingu: Minnst með athöfn í gær Kona blekkti leigubílstjóra Kona sem blekkti leigubílstjóra til að aka með sig fyrir 15.800 krónur, án þess að eiga fyrir fargjaldinu, hefur nú verið ákærð fyrir atvikið. Hún tók bílinn í Reykjavík og lét aka með sig á Selfoss. DÓMSTÓLAR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.