Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 42
6 • Tónlistarmanninum Gísla Galdri Þorgeirssyni þykir ákaflega vænt um græj- urnar sínar. Mest þykir honum þó vænt um nýfædda dóttur sína sem gæti átt framtíð fyrir sér sem þungarokkstrommari. „Þetta byrjaði þegar ég keypti fyrstu DJ-græjurnar mínar,“ segir Gísli Galdur um græjuáhuga sinn. „Þegar ég var lítill átti ég aldrei leikjatölvur eða neitt þannig. Ég kem ekki frá mjög tölvusinnuðu heimili en í seinni tíð hef ég orðið smá tölvunörd. Þetta kom svona hægt og bítandi og þetta er búið að vera langverst seinustu árin.“ Áttu erfitt með að standast freist- inguna þegar þú stendur slefandi yfir einhverri græju úti í búð? Stekk- urðu á hana án þess að hugsa þig tvisvar um? Nei, ég er ekki alveg svo sjúkur enn. Ég tók smá flipp í góðærinu og keypti analog-syntha, sem var mín 2007-eyðsla. Það var líka bara góð fjárfesting enda eru þeir ekkert búnir að falla í verði. Eins og staðan er núna kaupir maður sér græjublöð og lætur sig dreyma. Maður er ekki beint á eBay þessa dagana,“ segir hann og kímir. „Ég keypti rosamikið af synthum á eBay. Maður datt oft niður á einhverja góða díla. Ég hef alla vega ekki verið svikinn enn í gegnum eBay.“ Gísli hefur einnig keypt græjur á ferðalögum sínum erlendis. „Það er gaman að fara í notaðargræju- búðir. Það er ein í New York sem er fáránlega lítil. Það er rosalega hátt til lofts en það komast örugglega tveir þangað inn í einu. Þarna er rosalega þröngur gangur og bara troðið af græjum. Við erum að tala um marga metra upp í loft. Það er mjög gaman að skoða það, nema gaurinn sem á þetta er rosalega leiðinlegur, svona týpískur pirraður New York-ari.“ Hvað ertu eiginlega búinn að eyða miklu í græjur síðan þú gerðist græju- og tölvunörd? „Þetta er náttúrulega ómetanlegt allt saman því maður er búinn að nota þetta í alls konar músík. Þetta er örugglega verðmætara en bíllinn minn.“ Í gegnum árin hefur Gísli sankað að sér ótalmörgum græjum sem, sumar hverjar, eru í lítilli notkun. Þá er ekki úr vegi að taka til sinna ráða og hreinsa aðeins til, enda komin ný manneskja í heiminn sem þarf að sjá fyrir. „Í kreppunni þarf maður að reyna að selja eitthvað af þessu sem maður notar ekki því núna þarf maður að fara að kaupa bleyjur,“ segir hann og á þar við hana Bríeti Eyju sem fæddist 19. október síðast- liðinn. Spurður hvort sú litla muni erfa græjuáhuga föður síns segir hann það vel hugsanlegt. „Ég held að hún gæti vel orðið metaltrommari. Núna þarf maður að reyna að finna lítið trommusett handa henni.“ freyr@frettabladid.is FRUMBURÐURINN ER VERÐMÆTASTA OG NÝJASTA GRÆJAN VERKEFNIÐ Ég er að vinna plötu með Jóni Atla Helgasyni, Hair- doctor. Við erum komnir með nýja hljómsveit sem heitir Human Woman. Þetta byrjaði sem remix- verkefni en síðan fórum við að vinna lög og erum komnir af stað. Ég held við ætlum að reyna að gefa út plötu. Síðan er ég að fara í óperu sem heitir Farfuglinn sem á að vera í Salnum í Kópavogi. Messíana Tómasdóttir skrifar óperuna upp úr H. C. Andersen-sögu. Þetta er í fyrsta skipti sem maður reynir við það.“ POPPGÚRÚINN: GÍSLI GALDUR KEYPTI ANALOG-SYNTHA Í GÓÐÆRINU DÓTAKASSINN „Það sem ég nota örugglega mest er Roland Juno-60 analog hljóðgervill, stundum með „dass“ af Roland Space Echo-i og síðan en ekki síst Apple Imac-tölvuhesturinn minn sem tekur upp allt sem ég segi honum að taka upp. Fleiri uppáhaldsgræjur eru til dæmis Korg Delta og Roland SH-101 analog hljóðgervlar. Kúabjallan og alls kyns hristur eru líka mjög mikilvægir hlutir í mínu stúdíói enda er oftar en ekki verið að taka upp tónlist með „bíti“ í.“ NÝJA GRÆJAN „Bríet Eyja Gísladóttir. Fékk hana núna um miðj- an október og er rosa ánægður með hana. Hún er verðmætasta græjan sem ég á og hún gerir alls kyns skemmtileg hljóð og svona. Einnig fékk ég fyrir stuttu mónó hljóðgervil sem heitir Dave Smith Moph. Hann er mjög skemmtilegur en kemst ekki nálægt Bríeti í svo mörgu.“ MEÐ NÝJUSTU GRÆJUNA Gísli heldur á nýfæddri dóttur sinni innan um uppáhaldsgræjurnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.