Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 38
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Forsíðumynd: Stefán Karlsson Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. Laugavegi · Kringlunniwww.skifan.is 2CD 40 POTTÞÉTT LÖG!KEMUR ÚT 1. DESEMBER FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • NÓVEMBER 2009 „Ég las grein í Frétta- blaðinu þar sem rætt var við Mörð Árnason um slanguryrðin „skinka“ og „hnakki“ og hvort þau ættu heima í íslenskri orðabók. Ef það er eitt- hvert slanguryrði sem ætti heima í orðabókinni þá er það orðið „hellaður“, það er orðið svo útbreitt og rótgróið orð,“ segir Frosti Runólfsson, trommari og nemandi í Kvikmynda- skóla Íslands. Það sem er enn merkilegra er að hann segist einnig vita hvaðan orðið er upprunn- ið og segir bróður sinn Skapta Þór Runólfsson hafa átt upptökin. „Orðið á uppruna sinn að rekja til Lundahverfisins í Garða- bæ. Bróðir minn og vinur hans voru alveg helteknir af plötunni Cowboys from Hell með hljómsveitinni Pantera og notuðu fras- ann „from hell“ við nánast allt. Það þróaðist svo yfir í orðið hellaður,“ segir Frosti. Skapti Þór segir þetta rétt hjá bróður sínum. Hann og Róbert Björns- son innanhúsarkitekt hafi verið fyrstir til að nota orðið. „Ætli þetta hafi ekki verið í kringum 1990 þegar við Róbert héngum inni í bílskúr í Furulundi og drukkum landa og hlustuðum bara á hljómsveitina Pantera og þá aðallega plötuna Cowboys from Hell. Þegar fólk spurði okkur svo hvað við ætluðum að gera um helgar þá svöruðum við því alltaf á þann veg að við ætluðum að verða hellaðir,“ útskýrir Skapti, sem er nú búsettur á Dal- vík þar sem hann starfar sem myndlistarmaður og kennari. - sm HELLAÐIR Í BÍLSKÚR Í GARÐABÆ HELLAÐIR Skapti Runólfsson myndlistarmaður á heiðurinn af orðinu hellaður. AÐ HLUSTA Á ÞUNGAROKK Slayer var að gefa út nýja plötu, 28 árum eftir að hljómsveitin var stofnuð. Gömlu kallarnir hafa ekkert slakað á, þó að hörðustu metalhausar séu ekki á því að platan sé með því betra sem Slayer hafi sent frá sér. Spáið líka í öðru, þeir eru búnir að vera í bransanum í þrjá áratugi og gefa út plötu sem heitir World Painted Blood. Metallica hvað? AÐ KYNNA SÉR ICESAVE Djók. AÐ SJÁ PARANORMAL ACT- IVITY Þessi draugamynd náði ekki jafn miklu flugi á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún er ansi hrikaleg og er að renna sitt skeið í íslenskum kvik- myndahúsum. Þeir allra hörð- ustu ættu að tékka á henni. AÐ HÆTTA Á FACEBOOK Facebook er búið, er það ekki annars? Það er aldrei of seint að hætta. ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ OF SEINT AÐ … Eftir að Rihanna gaf út plöturnar Music of the Sun og A Girl Like Me tók hún U-beygju og gaf út Good Girl Gone Bad árið 2007. Í kjölfarið varð sviðsframkoma hennar allt önnur, hún hóf að klæða sig eins og kynlífsþræll á sviðinu og skírskot- anir í kynlíf urðu algengari. Þessi hegðun hefur stigmagn- ast og fyrir skömmu sendi hún frá sér plötuna X-Rated. Eins og nafnið gefur til kynna er feimni ekki eitt af kjörorðum plötunnar. Kynningarefnið er skreytt með myndum af Rihönnu, hálfnakinni í ögrandi stellingum. Þá hefur hún verið áberandi í fjölmiðlum fyrir yfirlýsingar sem myndu fá leð- urklædda mótorhjólagarpa til að roðna. Samkvæmt nýjustu viðtöl- um nýtur Rihanna þess að stunda einnar nætur gaman með ýmsum karlmönnum, sem verða helst að fylla vel út í nærbuxurnar sínar. Þá segir hún að jólaóskirnar hennar séu gott kynlíf og kjötkássan hennar mömmu. Allt er þetta gott og blessað. Allir eiga rétt á því að velja sér bólfélaga eftir smekk og margir myndu þiggja kynlíf í jólagjöf – meira að segja pabbi og mamma. Stefnubreyting Rihönnu vekur hins vegar athygli og veltir upp spurningunni hvort tónlistarmenn verði hreinlega að vera opnir um kynlíf sitt til að vekja athygli og selja plötur. Rihanna er hæfileikarík, en er það ekki lengur nóg? Þarf hún að fara niður á stall með hæfileikalausum gjálífispíum á borð við Pussycat Dolls – sem eru betri fatafellur en söngkonur? Einnig má velta fyrir sér hvort hin sanna Rihanna sé að koma í ljós í dag. Gaddar, húðflúr og efnislitlir kjólar eru kannski hennar ær og kýr. Kannski er henni alveg sama um plötusölu og vill einfaldlega að heimurinn fái nýjustu fréttir af ból- förum hennar og kynlífsóskum. POPPSKÝRING: STJÖRNUR VERÐA DJARFARI ● ENGAR BUXUR Lady Gaga sló buxnalaus í gegn í fyrra og hefur varla farið í buxur síðan. Frá því að hún fór að vekja athygli hefur hún talað frjálslega um kynlíf sitt og meðlima hljómsveitar hennar og annað sem eng- inn myndi ræða um við ömmu sína. Myndbönd- in hennar eru sérkafli, en þar dansar hún á línu þess siðlega, en sér alltaf til þess að myndbandið verði ekki svo gróft að það verði ekki spilað á MTV. ● TÓNLIST EÐA ERÓTÍK? Christina Aguilera gaf út plötuna Stripped árið 2002. Hún fór þá alla leið með nýja og ögrandi ímynd, sat nánast nakin fyrir í karlatímaritum og sendi frá sér myndbönd þar sem erfitt var að átta sig á hvar erótíkin endaði og tónlistin byrjaði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og plat- an seldist mjög vel og var það að hluta til að þakka harðri gagnrýni á klæðaburð hennar, sem minnti meira á klámstjörnu en söng- konu. SLÆMAR STELPUR SELJA PLÖTUR Í dag er 27. nóvember. Tæpur mánuður í jólin. Auðvitað ætlaðirðu að vera búinn með jólastressið á þessum tíma. Þú ætlaðir að læra af reynslunni og sigrast á jólaveseninu í eitt skipti fyrir öll. Þegar þú keyptir síðustu gjöfina í Select á aðfangadag í fyrra lofaðirðu sjálfum þér að vera búinn að þessu veseni í nóvember á næsta ári. En allt kom fyrir ekki og þú átt allt eftir. En … Sköllótti mað- urinn á myndinni heitir Kerry King og er gítarleikari Slayer. King ræktar snáka í frítíma sínum og mætir oft á alls kyns snákasýn- ingar í Suður-Kali- forníu. Plötusala dregst saman með hverju árinu. Það hefur orðið til þess að tónlistarfólk gengur sífellt lengra til að vekja á sér athygli. Rihanna er ein af þeim verður djarf- ari og djarfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.