Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.11.2009, Blaðsíða 70
38 27. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Leiklist ★★ Jólasaga Eftir Charles Dickens Leikgerð: Jón Gunnar Þórðarson, Egill Antonsson og Sindri Þórsson. Tónlist og hljóðmynd: Heyr heyr. Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Framleiðandi: Bjarni Haukur Þórsson. Vonbrigði frá Ladda Laddi einn á sviðinu í sjötíu mínútur er í sjálfu sér ekki galin viðskiptahugmynd. Hann náði því fyrr á þessum vetri að draga hátt í fjörutíu þúsund gesti á heldur slaka bíómynd, sextugsafmælis- sýning hans teygði sig á endanum yfir nokkur ár og komst í hóp tíu mest sóttu leiksýninga sögunnar. Er slíkur kraftur ekki tilvalinn til að rekja sögu með örfá- um persónum? Hann er jú kunnur af því að skjótast milli skopstælinga með grettu, breyttum róm, á augnabliki? Sagan af nirflinum Skröggi hefur þann galla einan svo kunn sem hún er að allir þekkja endann. Langflestum áhorfendum kemur ekkert í henni lengur á óvart. Óttinn sem hún færir okkur er tvenns konar, annars vegar ótti foreldra að missa barn sitt, hins vegar gamals manns að deyja einn. Í einleiknum er lítið tækifæri til að gera eitthvað úr fyrra atriðinu nema skrifa það inn, gera eitthvað úr því, rétt eins og eymdinni sem skrifarinn hjá Skröggi býr við. Eigum við að kalla þetta fléttu 2? Hitt meginatriðið, ótti gamals manns við dauðann, býr yfir stærra magni sem birtist okkur í vofunum sem færa Skrögg heim sanninn um dauðleika hans, það er aftur þraut þung að koma því til skila með einum leikara. Hvorugt óttaefnið kemst almennilega til skila í leikgerð og sviðsetningu í Loftkastalanum. Henni er komið fyrir í hvítu rými sem Laddi getur farið um. Von var að þessir veggir yrðu þá nýttir til ákasts eða skuggaleiks, en það var ekki nema rétt í svip. Umhverfi var tjáð með hljóðum en sá miðill var takmarkað nýttur. Þá var skotið inn í sýninguna sönglögum. Nú er það raun hálfsjötugum manni að gefa svo mikið á rúmum klukku- tíma. Hana stóðst Laddi prýðilega, þótt snarari og skýrari mörk hefði mátt gera á persónum. Framsögn hans var til fyrirmyndar, en margt í gervunum höfðum við séð áður og heyrt. Í heildina varð sýningin því vonbrigði, en í henni var efni sem hefði mátt vinna miklu miklu betur. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Einleikur Ladda vonbrigði. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 27. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 12.15 Joaquín Páll Palomares, fiðla, og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó, flytja Sónötur eftir J.S Bach á tónleikum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi (Gerðuberg 3-5). 21.00 Stefán Hilmarsson er gestur Jóns Ólafssonar í tónleikaröðinni „Af fingrum fram“ á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. 22.00 María Magn- úsdóttir ásamt hljóm- sveitinni Mama‘s Bag, heldur tónleika á Café Cultura við Hverfisgötu. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Ljótu hálfvitarn- ir verða á Rósenberg við Klapparstíg. 23.00 Bloodgroup og Kimono halda útgáfutónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Sérstakur gestur er Prins Póló. ➜ Opnanir 18.00 Harpa Dögg Kjartansdóttir, Sindri Már Sigfússon, Ingibjörg Birgis- dóttir og Sigtryggur Bergur Sigmarsson opna sýningu í gallerí Crymo við Lauga- veg 41a. Opið þri.-lau. kl. 13-18. ➜ Heimildamyndir 18.00 Í kvikmyndahúsinu Regnbog- anum við Hverfisgötu hefjast sýningar á heimildarmyndinni „Rajeev Revisited“ eftir Birtu Fróðadóttur. Nánari upplýs- ingar á www.midi.is. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu stendur yfir sýningin „Að spyrja náttúr- una – saga Náttúrugripasafnsins.“ Þar er að finna fjölda uppstoppaðra dýra frá öllum heimshornum auk annarra náttúrugripa og muna úr sögu safnsins. Opið alla daga kl. kl. 11-17. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Runólfur Smári Steinþórsson flytur erindi um stefnumiðaða þjónustu- stjórnun á Háskólatorgi við Sæmund- argötu 4 (st. 104). AÐVENTUTÓNLEIKAR KK & ELLEN ÁSAMT HLJÓMSVEIT Í BORGARLEIKHÚSINU Miðasala í Borgarleikhúsinu á opnunartíma miðasölunnar, á www.borgarleikhus.is og á www.midi.is Miðaverð kr. 3.500 | Húsið opnar kl. 21.15 miðvikudagskvöldið 2. desember kl. 19.30 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.